Fullorðið dýr mófeta á blómi túnfífils. Ljósmynd: Brynja Hrafnkelsdóttir
Fullorðið dýr mófeta á blómi túnfífils. Ljósmynd: Brynja Hrafnkelsdóttir

Langflest fiðrildi sjást í Hallormsstaðaskógi af þremur stöðum á Austurlandi sem vaktaðir hafa verið síðastliðin níu ár. Skógur er á öllum stöðunum þremur en fjölbreyttastur og stærstur á Hallormsstað.

Mófeti. Ljósmynd: Brynja Hrafnkelsdóttir

Náttúrustofa Austurlands hefur nú í níu ár vaktað fjölda fiðrilda á þremur stöðum á Austurlandi, Hákonarstöðum á Jökuldal, í Hallormsstaðaskógi og Neskaupstað. Vöktunin fer fram með ljósagildrum og talningu á dýrunum sem þær fanga. Á hverjum stað er skógrækt en Hallormsstaðaskógur er eldri, fjölbreyttari og víðáttumeiri en skógar á hinum stöðunum.

Skógarvörðurinn á Hallormsstað var að fá í hendurnar töflu yfir fiðrildatalningar úr gildrunum til og með árinu2018. Skemmst  er frá að segja að fjöldi fiðrilda yfir öll níu árin var vel rúmlega helmingi meiri á Hallormsstað en í Neskaupstað og hátt í þrefalt meiri en á Hákonarstöðum. Skrautygla. LJósmynd: Brynja HrafnkelsdóttirEkki er við hæfi að birta frekari niðurstöður hér, enda verkefnið á vegum Náttúrustofu Austurlands í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og þaðan er eflaust að vænta skýrslu með öllum niðurstöðum í fyllingu tímans.

Hins vegar hníga þessar niðurstöður í sömu átt og aðrar rannsóknaniðurstöður úr verkefnum á borð við Skógvist, Skógvatn o.fl. Skógar efla lífríkið og því meira eftir því sem þeir eru stærri og fjölbreyttari. Þessar fyrstu tölur eru því mjög áhugaverðar og spennandi verður að sjá frekari niðurstöður úr talningunum.

Fullorðinn haustfeti. Ljósmynd: Brynja HrafnkelsdóttirFræðast má um fiðrildategundir sem þrífast á trjám á skaðvaldavef Skógræktarinnar hér á skogur.is og á pödduvef Náttúrufræðistofnunar Íslands

Texti: Þröstur Eysteinsson og Pétur Halldórsson