Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögru og stórgerðu skeifulaga jarðsigi, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skogar

Tímavélin hans Jóns

Skráning á skógræktarráðstefnu í Valaskjálf á Egilsstöðum 2. desember.

jolatre

Jólatrjáavefur

Fræðsluvefur um jólatré og ræktun þeirra.

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Hér er að finna yfirlit um allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.


Fréttir

26.11.2015 : Fuglar í skógi

Sverrir Thorstensen fuglamerkingamaður talar um fugla í skógum á fyrsta fræðslufundi vetrarins í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri. Fundurinn verður á morgun, föstudaginn 27. nóvember, kl. 10. Í erindi sínu sýnir Sverrir myndir Eyþórs Inga Jónssonar, organista og fuglaáhugamanns, og ræðir um áhrif skógræktar á fuglalífið á Íslandi, um fuglamerkingar og fleira.

Lesa meira

26.11.2015 : Afurðamiðstöð viðarafurða á Austurlandi

Félag skógarbænda á Austurlandi stendur fyrir opnum kynningarfundi þriðjudaginn 1. desember kl. 20 á Hótel Héraði Egilsstöðum. Þar verður rætt um stofnun afurðamiðastöðvar viðarafurða á Austurlandi. Fundurinn er öllum opinn.

Lesa meira

25.11.2015 : Sextán verkefni í sóknaráætlun í loftslagsmálum

Ríkisstjórn Íslands kynnti í dag sóknaráætlun í loftslagsmálum til þriggja ára, sem er ætlað er að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum. Áætlunin er byggð á 16 verkefnum sem miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar.

Lesa meira

25.11.2015 : Aukin skógrækt í farvatninu

Í þeim markmiðum sem stjórnvöld vinna nú að í loftslagsmálum felst að auka skógrækt og landgræðslu til að binda koltvísýring og minnka nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Í annarri umræðu fjárlaga sem nú fer fram á Alþingi er gert ráð fyrir 500 milljóna króna aukningu til þessara mála á næsta ári. Stefnt er að því að draga úr nettólosun íslensku útgerðarinnar um 40% fram til 2030 og líklegt er að því verði að verulegu leyti náð með aukinni ræktun.

Lesa meira

18.11.2015 : Framlag skógargeirans til loftslagsmálanna

Í tengslum við stóru loftslagsráðstefnuna í París í byrjun desember stendur evrópska skógastofnunin EFI fyrir ráðstefnu þar sem spurt verður hvað evrópskir skógar og skógargeirinn um allan heim geti lagt til málanna svo ná megi settum markmiðum í loftslagsmálum. Meginspurningin er hvernig heimurinn geti orðið kolefnishlutlaus í orkumálum, framkvæmdum og samgöngum.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

01.12.2015, kl. 20:00 Afurðamiðstöð viðarafurða á Austurlandi

Kynningarfundur á Hótel Héraði

Félag skógarbænda á Austurlandi stendur fyrir opnum kynningarfundi þriðjudaginn 1. desember kl. 20 á Hótel Héraði Egilsstöðum. Þar verður rætt um stofnun afurðamiðastöðvar viðarafurða á Austurlandi. Fundurinn er öllum opinn.

02.12.2015, kl. 9:15 - 16:15 Tímavélin hans Jóns

Ráðstefna um skóginn og tímann á Egilsstöðum

verður haldin í Valaskjálf á Egilsstöðum 2. desember í tilefni af sjötugsafmæli Jóns Loftssonar skógræktarstjóra. Litið verður yfir síðustu 70 ár og spáð í hver þróunin gæti orðið næstu 70. Ráðstefnan er öllum opin en skrá þarf þáttöku á vef Skógræktar ríkisins fyrir 20. nóvember.