Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögru og stórgerðu skeifulaga jarðsigi, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skograekt

Trjátegundir

Fræðsluvefur um trjátegundir í íslenskri skógrækt. Vefurinn er enn í vinnslu

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Hér er að finna yfirlit um allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

heimsokn

Verkefnabanki Lesið í skóginn

Vantar þig verkefni í útinámi?


Fréttir

05.03.2015 : Lífrænn úrgangur - sóum minna, nýtum meira

Á ráðstefnu sem haldin verður í Gunnarsholti á Rangárvöllum föstudaginn 20. mars verður fjallað á margvíslegan hátt um þá möguleika sem felast í nýtingu lífræns úrgangs, meðal annars til skógræktar og landgræðslu.

Lesa meira

04.03.2015 : Líf eftir dauðann

Tveir ítalskir hönnuðir hafa sett fram hugmynd að nýstárlegum minningarreitum sem gætu komið í stað hefðbundinna grafreita og kirkjugarða. Líkömum látinna yrði komið fyrir í fósturstellingu í sérstökum lífrænum hylkjum sem grafin yrðu í jörð og tré ræktað ofan á sem nyti góðs af rotnandi leifunum. Tréð kæmi í stað legsteins og upp yxi skógur með margvíslegt gagn fyrir eftirlifandi kynslóðir.

Lesa meira

04.03.2015 : Málþing um Hekluskóga

Hekluskógar bjóða til málþings í Gunnarsholti 16. apríl kl. 13-16.30.  Hekluskógar hafa starfað að endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu frá árinu 2007 og hefur mikið áunnist í uppgræðslu og ræktun birkilunda frá því að verkefnið hófst.

Lesa meira

04.03.2015 : Hver er ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum?

Í tilefni af 50 ára afmæli sínu heldur Landsvirkjun opna fundi um ýmis málefni. Miðvikudaginn 4. mars býður fyrirtækið til opins fundar í Gamla-Bíó í Reykjavík frá klukkan 14 til 17 um hvernig fyrirtæki geta unnið gegn losun gróðurhúsalofttegunda og gegn loftslagsbreytingum.

Lesa meira

20.02.2015 : Atvinnumál - hvað þarf til?

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður vinstri grænna, skrifar grein í DV í dag og ræðir þar um atvinnumál. Það land sem við höfum til ráðstöfunar muni verða ein meginauðlind okkar í framtíðinni. Skógrækt eigi sér bjarta framtíð hér á landi en þurfi þolinmótt fjármagn. Bjarkey spyr hvort þarna geti verið verkefni fyrir lífeyrissjóði landsins. Lesa meira

FréttasafnViðburðir

06.03.2015 - 07.03.2015 Tálgun II - Vistsporin stigin á heimilinu

Framhaldsnámskeið

Framhaldsnámskeið fyrir þau sem sótt hafa grunnnámskeiðin Lesið í skóginn - fersk tálgun á árunum 2001-2014 (Tálgun I), lært að tálga með hnífum og öxi og nota „öruggu hnífsbrögðin“ við tálgunina.

06.03.2015 - 07.03.2015 Trjá- og runnaklippingar I

Í samstarfi við Iðuna fræðslusetur

Námskeið fyrir allt áhugafólk um garðyrkju sem vill kynna sér hvernig standa skuli að klippingu trjáa og runna.

10.03.2015 - 12.03.2015 Fagráðstefna skógræktar 2015

og þemadagur NordGen

Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum,  „Tree breeding for increased forest productivity in marginal areas“. Fagráðstefna skógræktar 2015 verður haldin á Hótel Borgarnesi dagana 11.-12. mars. Fyrri dagurinn verður þemadagur NordGen.

20.03.2015 - 21.03.2015 Húsgagnagerð úr skógarefni I

Námskeið á Snæfoksstöðum Grímsnesi

Námskeið sem hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn, tálgað í tré sem hefur verið kennt í frá árinu 2001 og notið mikilla vinsælda.