Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögru og stórgerðu skeifulaga jarðsigi, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


heimsokn

Skotveiðileyfi

Öll skotveiðileyfi í löndum Skógræktar ríkisins eru nú seld gegnum vefinn hlunnindi.is

jolatre

Jarðir til leigu

Til leigu spildur úr ríkis- og eyðijörðunum Sarpi og Bakkakoti , 311 Skorradalshreppi.

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Hér er að finna yfirlit um allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.


Fréttir

06.10.2015 : Tínum birkifræ fyrir Hekluskóga

Þessa dagana eru birkifræ eru að mestu orðin þroskuð á trjám og má safna fræi fram í lok október eða lengur eftir því hvernig tíðarfar verður. Hentugasti söfnunartíminn er á þurrum sólríkum haustdögum þegar lauf er að mestu fallið af trjánum, en fræin sitja eftir. Sökum þess hversu seint voraði í ár þroskaðist birkifræ heldur seinna en oft áður. Þetta segir í frétt á vef Hekluskóga og þar eru landsmenn hvattir til að safna fræi og senda til verkefnisins.

Lesa meira

06.10.2015 : Nýjar áskoranir fram undan

Jón Loftsson skógræktarstjóri lætur af störfum um næstu áramót fyrir aldurs sakir. Hann hefur gegnt embætti skógræktarstjóra frá 1. janúar 1990. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag reifar Jón stuttlega þær breytingar sem honum þykja stærstar hafa orðið á árum hans í embætti svo sem flutning Skógræktar ríkisins á Fljótsdalshérað, tilkomu landshlutaverkefna í skógrækt og það mikla starf sem fram undan er við grisjun í skógum landsins, meðal annars í Héraðsskógum sem byrjað var að gróðursetja um 1990.

Lesa meira

05.10.2015 : Lærðu um hönnun og lagningu skógarvega

Einn færasti sérfræðingur Noregs í hönnun og lagningu skógarvega kenndi í síðustu viku á námskeiði sem haldið var um þessi efni á Hvanneyri. Þátttakendur fengu að sjá raunveruleg dæmi um skógarvegi þegar þeir skoðuðu veglagningar í Stálpastaðaskógi í Skorradal.

Lesa meira

05.10.2015 : Hús klætt með íslenskum „vildmarkspanel“

Einbýlishús í Hallormsstaðaskógi hefur nú verið klætt með 25 m óköntuðm borðum úr sitkagreni. Efnið var flett úr timbri sem fékkst með grisjun tveggja lítilla reita frá 1958 og 1975. Auk veggklæðningar eru grindverk að hluta til umhverfis húsið smíðuð úr óköntuðu greni. Töluvert fellur nú til í íslenskum skógum af efni sem hentar í slíka klæðningu, einkum sitkagreni á Suður- og Vesturlandi.

Lesa meira

03.10.2015 : Embætti skógræktarstjóra laust til umsóknar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir laust embætti skógræktarstjóra. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna. Valnefnd metur hæfni og hæfi umsækjenda og skipað verður í embættið til fimm ára. Komi til sameiningar skógræktarstarfs á vegum ríkisins eins og áformað er mun nýr skógræktarstjóri vinna að framfylgd þess verkefnis. Umsóknarfrestur er til 19. október.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

07.10.2015, kl. 12:00 - 13:00 Mold og menntun

Þrír örfyrirlestrar um jarðveg

Þrír örfyrirlestrar verða fluttir miðvikudaginn 7. október 2015 á Kaffi Loka við Lokastíg í Reykjavík . Fyrirlestrarnir eru hluti af örfyrirlestraröð fyrir upptekið fólk sem haldin er í tilefni af alþjóðlegu ári jarðvegs.Yfirskriftin að þessu sinni er Mold og menntun.

27.10.2015 - 29.10.2015, kl. 9:00 - 17:30 Trjáfellingar og grisjun með keðjusög

Námskeið á Hallormsstað

Námskeiðið er öllum opið. Það hentar þeim sem ekkert kunna á keðjusagir og vilja læra á þær. Einnig þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða vilja öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.

06.11.2015 - 07.11.2015 Húsgagnagerð úr skógarefni

Námskeið sem hentar öllum

Námskeiðið er öllum opið. Það hentar t.d smíðakennurum, almennum kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, handverksfólki og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að smíða úr því efni sem fellur til við grisjun.