Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Lesa meira
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögru og stórgerðu skeifulaga jarðsigi, einu mesta náttúruundri landsins.

Lesa meira
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Lesa meira
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Lesa meira
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Lesa meira
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Lesa meira
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Lesa meira
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Lesa meira
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Lesa meira
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Lesa meira
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Lesa meira
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Lesa meira
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Lesa meira
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Lesa meira

Sjá alla skógana


skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Yfirlit um sjá allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skadvaldar

Skaðvaldar í trjám

Eru skaðvaldar á ferð í þínum trjám?

skograekt

Stefna

Skógar á Íslandi: Stefna á 21. öld.

Fréttir

28.08.2014 : Milljarð í „græna gullið“

Flokkur sósíaldemókrata í Svíþjóð vill fjölga störfum í skógargeiranum um 25.000 fram til ársins 2020 og draga í leiðinni úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Skógar séu um alla Svíþjóð og því verði ný störf í skógum til um allt landið líka.

Lesa meira

27.08.2014 : Skoðun á þinkvæmum í Þjórsárdal

Mikið sér á furu og fjallaþin á Suðurlandi eftir rysjótt veður á fyrstu mánuðum ársins. Trén eru sviðin og ljót og talsvert um að tré hafi drepist. Í athugun á fjallaþin í Þjórsárdal í júlí kom í ljós að tvö kvæmi litu áberandi best út.

Lesa meira

27.08.2014 : Verðmæt efni úr íslensku birki

Útflutningur er að hefjast til Bandaríkjanna á líkjörum og snöfsum sem framleiddir eru úr íslenskum birkisafa hjá fyrirtækinu Foss distillery. Stefnt er að því að vörurnar verði komnar á markað ytra í byrjun október. Mögulegt er talið að vinna verðmæt efni úr íslenskum birkiskógum og skapa af þeim meiri arð en áður hefur verið unnt.

Lesa meira

27.08.2014 : Sigurður Blöndal látinn

Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, lést á Egilsstöðum í gær á nítugasta aldursári.

Lesa meira

26.08.2014 : Styrkir á vegum NordForsk kynntir

Rannís og NordForsk efna til kynningarfundar miðvikudaginn 27. ágúst á Gand Hótel í Reykjavík þar sem fjallað verður um styrkjamöguleika á vegum NordForsk og mikilvægi norræns vísindasamstarfs. Einnig verður kynning á NORDRESS, nýju öndvegissetri um náttúruvá og öryggi samfélaga sem hlaut nýlega 420 milljóna rannsóknastyrk frá NordForsk.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

03.10.2014 - 04.10.2014 Húsgagnagerð úr skógarefni

Námskeið á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Námskeið í nýtingu grisjunarefnis í húsgagnagerð og aðrar hagnýtar nytjar. Námskeiðið er á vegum Endurmenntunar LBHÍ og er öllum opið. Það hentar öllum sem vilja læra hvernig hægt er að smíða úr því efni sem fellur til við grisjun.

09.10.2014, kl. 10:00 - 17:00 Kransagerð úr náttúrulegum efniviði

Námskeið hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk

17.10.2014 - 18.10.2014 Tálgunarnámskeið - ferskar viðarnytjar

Námskeið á Reykjum í Ölfusi

Kennd verða öruggu hnífsbrögðin og fjallað um ýmsar íslenskar viðartegundir, eiginleika þeirra og nýtingarmöguleika. Tálgaðir verða nytjahlutir, grisjuð tré og farið yfir umhirðu bitáhalda.