Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögrum fornum fosshyl, stórgerðum og skeifulaga, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skogar

Fagráðstefna skógræktar/ þemadagur NordGen

„Fræöflun og trjákynbætur“ Hofi á Akureyri í samstarfi við NordGen Forest

skadvaldar

Skaðvaldar í trjám

Eru skaðvaldar á ferð í þínum trjám? Sendu okkur upplýsingar um skaðvalda.

skograekt

Trjátegundir

Fræðsluvefur um trjátegundir í skógrækt á Íslandi.

hringdu_i_skoginn

Viltu rækta skóg?

Skógræktarsamningur við Skógræktina um skógrækt á lögbýlum, góður kostur!


Fréttir

16.03.2018 : Boðið heim í skóg - Skemmtun, fræðsla og upplifun í skógi

Laugardaginn 24. mars verður haldið námskeið á Reykjum í Ölfusi um skipulagningu skógarviðburða. Námskeiðið er ætlað áhugafólki um skógrækt, skógareigendum, starfs­fólki í skógrækt og öðrum þeim sem hafa áhuga á að taka á móti hópum í skóglendi.

Lesa meira

15.03.2018 : Miklir möguleikar og bjartar horfur til framtíðar

Í Tímariti Bændablaðsins sem kom út í byrjun mánaðarins er rætt við Jónínu Zophoníasdóttur, skógarbónda á Mýrum í Skriðdal. Gróðursettar hafa verið um 200.000 plöntur og nú er næsta kynslóð farin að sýna skógræktinni áhuga og vinna að grisjun og gróðursetningu.

Lesa meira

13.03.2018 : Skógarnytjar á Hönnunarmars

Skógarauðlindin sem nú er farin að sýna sig á Íslandi er viðfangsefni samsýningarinnar Skógarnytja á Hönnunarmars 2018. Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein skipuleggur viðburðinn í samvinnu við Skógræktina og fjölda hæfileikaríkra hönnuða.

Lesa meira

13.03.2018 : Trén munu nema landið á ný

Spænski vefmiðillinn El Confidencial fjallar um skógrækt á Íslandi í grein sem birtist laugardainn 10. mars. Þar er farið yfir örlög skóganna sem eitt sinn þöktu stóran hluta landsins og þá viðleitni Íslendinga að breiða skóglendi út á ný.

Lesa meira

12.03.2018 : Lofttegundir frá trjám hamla gegn hlýnun jarðar

Alþjóðlegur hópur vísindafólks undir forystu háskólans í Leeds á Englandi hefur rannsakað hvaða áhrif hvarfgjarnar lofttegundir sem tré og aðrar plöntur gefa frá sér geta haft á loftslagið. Þær leiða í ljós að þessar lofttegundir kæla loftslagið á jörðinni. Skógareyðing dregur því úr þessum jákvæðu áhrifum trjánna á loftslagið.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

03.01.2018 - 12.04.2018 Fagráðstefna skógræktar 2018 og þemadagur NordGen

„Fræöflun og trjákynbætur“

Hin árlega Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hofi á Akureyri dagana 11. og 12. apríl. Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í samstarfi við NordGen Forest, skógarsvið norrænu erfðavísindastofnunarinnar og fyrri dagurinn helgaður fjölgunarefni að verulegu leyti. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Fræöflun og trjákynbætur“.

04.01.2018 - 31.05.2018 Lesið í skóginn og tálgað í tré

Námskeið fyrir kennaranema við HÍ á vormisseri 2018

Nemendur kynnast því hvernig hægt er að nýta skóginn í kennslu og læri helstu vinnubrögðin við gerð hluta úr íslensku efni.

24.03.2018, kl. 9:00 - 17:00 Boðið heim í skóg - Skemmtun, fræðsla og upplifun í skógi

Viðburðastjórnunarnámskeið fyrir skógræktarfólk

Námskeið ætlað áhugafólki um skógrækt, skógareigendum, starfsfólki í skógrækt og öðrum þeim sem hafa áhuga á að taka á móti hópum í skóglendi.

31.03.2018 - 01.04.2018 Tálgun I - ferskar viðarnytjar 

Námskeið í Hveragerði mars/apríl

Námskeiðið er öllum opið. Það hentar t.d. kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, ömmum, öfum og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að nota ferskan við úr skóginum, garðinum eða sumarbústaðarlandinu.