Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögrum fornum fosshyl, stórgerðum og skeifulaga, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skogar

Auglýst eftir skógræktarráðgjafa á Vesturlandi

Skógræktin óskar að ráða skógræktarrágjafa vegna bændaskógræktar á Vesturlandi

skograekt

Staða skógarvarðar á Suðurlandi laus til umsóknar

Skógræktin auglýsir lausa til umsóknar stöðu skógarvarðar á Suðurlandi.

skogar

Staða sviðstjóra rannsókna laus til umsóknar

Skógræktin auglýsir lausa til umsóknar stöðu sviðstjóra rannsóknasviðs.

skadvaldar

Skaðvaldar í trjám

Eru skaðvaldar á ferð í þínum trjám? Sendu okkur upplýsingar um skaðvalda.


Fréttir

26.08.2016 : Hlutverk viðarlífmassa í norræna lífhagkerfinu

The Wood biomass in the Nordic Bioeconomy (Woodbio) er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í salnum Rima í Hörpu í Reykjavík 4. október. Fjallað verður um hlutverk viðarlífmassa í norræna lífhagkerfinu.

Lesa meira

26.08.2016 : Að láta sig framtíðina varða

Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið, Minding the future - Bioeconomy in changing Nordic reality, verður haldin í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík dagana 5.-6. október. Vinnusmiðja WoodBio-verkefnisins fer fram 4. október í aðdraganda ráðstefnunnar.

Lesa meira

26.08.2016 : Þjónustuhús rís í Laugarvatnsskógi

Smíði þjónustuhúss í þjóðskóginum á Laugarvatni gengur vel. Grind þess verður reist í næstu vikum en tíðarfarið í haust og vetur ræður miklu um hvenær húsið verður tilbúið.

Lesa meira

25.08.2016 : Að rækta skóg í stað þess að fylla skurði

Brynhildur Bjarnadóttir, skógvistfræðingur og lektor við HA, segir í Morgunblaðinu í dag frá rannsóknum sínum á öndun að og frá skógi sem ræktaður er á framræstu landi. Skógrækt gæti verið góður kostur til að stöðva koltvísýringslosun frá framræstu landi og arðsamt fyrir landeigandann um leið.

Lesa meira
Jafnaskarðsskógur

25.08.2016 : Auglýst eftir skógræktarráðgjafa á Vesturlandi

Skógræktin óskar eftir að ráða skógræktarráðgjafa vegna bændaskógræktar á Vesturlandi.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

12.09.2016 - 15.09.2016 Alþjóðleg ráðstefna um búfjárbeit í norðrinu

Beitarmálin rædd frá ýmsum hliðum í Reykjavík í september

Alþjóðleg ráðstefna um búfjárbeit verður haldin á Hótel Natura í Reykjavík dagana 12.-15. september. Ráðstefnan er styrkt af áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun. Norræni genabankinn, NordGen, stendur fyrir ráðstefnunni ásamt Landgræðslu ríkisins.

04.10.2016, kl. 9:00 - 16:00 Hlutverk viðarlífmassa í lífhagkerfinu

Ráðstefna í Hörpu 4. október

Fjallað verður um hlutverk viðarlífmassa í norræna lífhagkerfinu á ráðstefnu WoodBio-verkefnisins í Hörpu.

05.10.2016 - 06.10.2016 Að láta sig framtíðina varða

Ráðstefna NordBio um lífhagkerfið

Minding the future - Bioeconomy in changing Nordic reality, alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík

11.10.2016 - 13.10.2016 Keðjusagarnámskeið Hallormsstað

Notkun og viðhald við fellingu og grisjun

Mikilvægt er að allir sem nota keðjusög læri réttu handtökin og tileinki sér rétt vinnubrögð til þess að afköst verði góð en ekki síður til að fyllsta öryggis sé gætt og komist verði hjá slysum. Landbúnaðarháskóli Íslands heldur reglulega námskeið um trjáfellingar og grisjun með keðjusög. Slíkt námskeið verður til dæmis haldið á Hallormsstað í október.