Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögrum fornum fosshyl, stórgerðum og skeifulaga, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


jolatre

Jólatré

Þú getur fengið íslenskt jólatré og jafnvel sótt jólatréð þitt sjálf(ur) í íslenskan skóg í öllum landshlutum á aðventunni.

skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

skograekt

Trjátegundir

Fræðsluvefur um trjátegundir í skógrækt á Íslandi.

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Gagnvirk kort sem sýna allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.


Fréttir

07.12.2016 : Þurrlendisskógar jarðarinnar að hverfa

Í stuttu myndband frá FAO er athygli heimsbyggðarinnar vakin á eyðingu skóga á þurrlendissvæðum jarðarinnar og eyðimerkurmyndun sem henni fylgir. Þessari þróun þarf að snúa við og það er einn liðurinn í því að tryggja framtíð lífs á jörðinni.

Lesa meira

06.12.2016 : „Við eigum bara að sjá um þetta“

Páll Ingvarsson, skógarbóndi á Reykhúsum í Eyjafjarðarsveit, segir framtíðina vera að íslenskir bændur sjái um ræktun þeirra jólatrjáa sem seld eru hérlendis. Rætt var við hann og Ingólf Jóhannsson hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga í fréttum Sjónvarpsins.

Lesa meira

06.12.2016 : Jólamarkaður í Vaglaskógi á laugardag

Enn meiri fjölbreytni verður á jólamarkaðnum í Vaglaskógi þetta árið en var í fyrra þegar markaðurinn var haldinn í fyrsta sinn. Fleiri hafa nú skráð sig fyrir söluborðum og verður ýmislegt spennandi í boði til jólahalds og jólagjafa auk jólatrjáa, greina og annars varnings úr skóginum. Markaðurinn verður laugardaginn 10. desember kl. 13-17.

Lesa meira

06.12.2016 : Íslenska jólatréð

Hlynur Gauti Sigurðsson, skógræktarráðgjafi Skógræktarinnar á Vesturlandi og kvikmyndagerðarmaður hjá KvikLandi, hefur sent frá sér nýtt myndband um íslenska jólatréð. Þar segir Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, frá kostum þess að velja lifandi íslenskt jólatré.

Lesa meira

05.12.2016 : Eikurnar á Skógarbala aldursgreindar

Tveir sérfræðingar Skógræktarinnar, Lárus Heiðarsson skógfræðingur og Ólafur Eggertsson fornvistfræðingur, aldursgreindu eikurnar á Skógarbala í Fljótsdal í skemmtilegu innslagi Landans í Sjónvarpinu sunnudaginn 4. desember.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

24.01.2017 - 26.01.2017 Keðjusagarnámskeið í janúar

Öllum opið en hámarksfjöldi 12

Námskeið í trjáfellingu og grisjun með keðjusög verður haldið hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi 24.-26. janúar. Skráningarfrestur er til 17. janúar

22.03.2017 - 24.03.2017 Fagráðstefna skógræktar 2017

50 ára afmæli Rannsóknastöðvar skógræktar Mógilsá

Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 22.-24. mars 2017. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá sér um ráðstefnuna að þessu sinni og fagnar um leið fimmtíu ára afmæli sínu. Búast má við að fyrirlesarar verði bæði innlendir og erlendir og þema ráðstefnunnar verður tengt skógræktarrannsóknum fyrr og nú.