Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögru og stórgerðu skeifulaga jarðsigi, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skograekt

Trjátegundir

Fræðsluvefur um trjátegundir í íslenskri skógrækt. Vefurinn er enn í vinnslu

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Hér er að finna yfirlit um allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

heimsokn

Verkefnabanki Lesið í skóginn

Vantar þig verkefni í útinámi?


Fréttir

21.05.2015 : Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga

Landsvirkjun býður til opins fundar 22. maí í Hörpu í Reykjavík undir yfirskriftinni „Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga – Tími til aðgerða“. Umfjöllunarefni fundarins snýst um hnattrænar loftslagsbreytingar og hvernig fyrirtæki geta unnið gegn áhrifum þeirra.

Lesa meira

21.05.2015 : Fljótsdalshreppur nú þegar kolefnishlutlaus

Eftir fréttir í fjölmiðlum og hér á vef Skógræktarinnar um að Akureyrarkaupstaður stefndi að því að verða fyrsta kolefnishlutlausa sveitarfélagið var bent á að samkvæmt skýrslu sem kom út árið 2009 væri nú þegar til á Íslandi sveitarfélag sem hefði náð þessari eftirsóknarverðu stöðu. Í Fljótsdalshreppi binst mörg hundruð tonnum meira af kolefni en losað er út í andrúmsloftið. Mestu munar um skógræktina.

Lesa meira

19.05.2015 : Ágræðsludagur á Vöglum

Á uppstigningardag voru sprotar af úrvalstrjám fjallaþins græddir á grunnstofna í fræhöllinni á Vöglum í Fnjóskadal. Til verksins kom danskur sérfræðingur sem kann vel til verka við ágræðslu á þini. Ágræddu trén verða notuð sem frætré til framleiðslu á fyrsta flokks jólatrjám í íslenskum skógum og fyrstu fræin gætu þroskast eftir fimm ár ef allt gengur að óskum.

Lesa meira

18.05.2015 : Fyrsta kolefnishlutlausa sveitarfélagið?

Akureyrarkaupstaður stefnir að því að verða fyrsta kolefnishlutlausa sveitarfélagið á Íslandi. Markmiðinu á að ná með ýmsum leiðum, meðal annars með aukinni skógrækt í bæjarlandinu. Fréttablaðið segir frá þessu í dag á forsíðu sinni

Lesa meira

18.05.2015 : Klæðning úr bergfuruviði

Um helgina var sökkull á sumarhúsi í Mýrdal klæddur með óköntuðum borðum úr íslenskri bergfuru. Bergfura er þéttur viður sem ætti að endast lengi án fúavarnar.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

20.06.2015 Skógardagurinn mikli

Árleg hátíð skógargeirans í Hallormsstaðaskógi þar sem m.a. verður boðið upp á skógarhlaup, Íslandsmót í skógarhöggi, þrautir fyrir börn, tónlist, skemmtun og fleira.