Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögrum fornum fosshyl, stórgerðum og skeifulaga, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Gagnvirk kort sem sýna allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skograekt

Trjátegundir

Fræðsluvefur um trjátegundir í skógrækt á Íslandi.

heimsokn

Verkefnabanki Lesið í skóginn

Vantar þig verkefni í útinámi?


Fréttir

24.05.2016 : Áður óþekkt trjátegund fundin

Eftir sautján ára rannsóknarstarf á Nýju-Kaledóníu í suðvestanverðu Kyrrahafi hafa skoskir vísindamenn uppgötvað nýja trjátegund sem þó var fyrir framan nefið á þeim allan tímann. Tegundin er af sömu ættkvísl og apaþrautartré, Araucaria, sem einnig hafa verið kölluð apahrellir á íslensku. Hin nýuppgötvuðu tré eru hluti af mjög sérstæðri flóru Nýju-Kaledóníu sem nú er ógnað með stórfelldum áformum um nikkelvinnslu.

Lesa meira

20.05.2016 : Fræbombur til skóggræðslu

Taílendingar hyggjast stórauka skóggræðslu í landi sínu og rækta upp skóglendi á stórum svæðum þar sem náttúrlegum skógum hefur verið eytt. Eitt beittasta vopnið í þeirri baráttu verða fræbombur sem varpað verður úr flugvélum í milljónatali. Gert er ráð fyrir að árangurinn af slíkum lofthernaði verði um 70%

Lesa meira

18.05.2016 : Undirbúningur hafinn fyrir Skógardaginn mikla

Skógardagurinn mikli verður með hefðbundnu sniði í ár, fjölbreyttur og skemmtilegur að vanda með mat og drykk, skemmtiatriðum, keppnum og fleiru og fleiru. Ýmislegt verður í boði fyrir börnin, tónlistar- og skemmtiatriði flutt á sviði, Íslandsmeistarakeppnin í skógarhöggi haldin og að venju heilgrillað naut af Héraði, austfirskt lambakjöt, pylsur, ketilkaffi og lummur og fleira. Dagskráin verður nánar kynnt í byrjun júní.

Lesa meira
Þórsmörk

18.05.2016 : Þórsmörk og National Geographic

Gönguleiðin um Fimmvörðuháls og Laugaveginn er meðal tuttugu leiða sem nafntogað útivistarfólk útnefndi bestu gönguleiðir heims fyrir bandaríska landfræðitímaritið National Geographic. Skógurinn á Þórsmörk er þjóðskógur. Honum var bjargað fyrir rúmum 80 árum þegar Skógrækt ríkisins tók að sér að friða hann, auka útbreiðslu hans á ný og hlúa að svæðinu.

Lesa meira

18.05.2016 : Af skógum og skógrækt á liðnu ári

Fjallað er um asparglyttu, kal í kjölfar asparryðs og fleira sem snertir heilsufar trjágróðurs á Íslandi í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2015. Fyrirhuguð sameining skógræktarstofnana kemur einnig við sögu, tilraunir og rannsóknir í skógrækt, aðstaða í þjóðskógunum og skjótur árangur í skógrækt á auðnum, bæði sunnan- og norðanlands ásamt ýmsu fleiru.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

24.06.2016 - 25.06.2016 Skógardagurinn mikli 2016

Skógardagurinn mikli verður með hefðbundnu sniði í ár, fjölbreyttur og skemmtilegur að vanda með mat og drykk, skemmtiatriðum, keppnum og fleiru og fleiru.

22.03.2017 - 24.03.2017 Fagráðstefna skógræktar 2017

50 ára afmæli Rannsóknastöðvar skógræktar Mógilsá

Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 22.-24. mars 2017. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá sér um ráðstefnuna að þessu sinni og fagnar um leið fimmtíu ára afmæli sínu. Búast má við að fyrirlesarar verði bæði innlendir og erlendir og þema ráðstefnunnar verður tengt skógræktarrannsóknum fyrr og nú.