Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögru og stórgerðu skeifulaga jarðsigi, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Hér er að finna yfirlit um allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skograekt

Trjátegundir

Fræðsluvefur um trjátegundir í skógrækt á Íslandi.

heimsokn

Verkefnabanki Lesið í skóginn

Vantar þig verkefni í útinámi?


Fréttir

12.02.2016 : Víðtækt samráð um sameiningarmál

Stýrihópur um sameiningu skógræktarstofnana ríkisins kom saman í gær á fundi hjá Capacent í Reykjavík. Þar var farið yfir stöðu mála í þeirri greiningarvinnu sem nú fer fram til undirbúnings að sameiningu Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefna í skógrækt. Í þessari vinnu er lögð áhersla á gott samráð við alla sem hagsmuna eiga að gæta í skógrækt og skyldum málum. Sömuleiðis að starfsfólk þeirra stofnana sem sameina á taki virkan og lýðræðislegan þátt í undirbúningnum.

Lesa meira

10.02.2016 : Öskudagur hjá skógarfólki

Öskudagslið í alls kyns búningum heimsóttu starfsfólk Norðurlandsskóga og Skógræktar ríkisins í Gömlu-Gróðrarstöðinni í dag og fengu góðgæti að launum.

Lesa meira

08.02.2016 : Stuðningur við sauðfjárrækt verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu auðlinda

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Skógræktarfélag Íslands telja það grundvallaratriði að ríkisstuðningur við bændur í nýjum búvörusamningum verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og að komið verði í veg fyrir beit á örfoka landi. Samtökin hafa sent landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, viðeigandi þingnefndum, og forystumönnum Bændasamtaka Íslands og Landssamtökum sauðfjárbænda áherslur sínar vegna samninganna. Lesa meira

08.02.2016 : Fundir um sameiningarmál

Vinna að undirbúningi sameiningar Skógræktar ríkisins, Landshlutaverkefna í skógrækt og Hekluskóga gengur vel. Stýrihópur yfirmanna stofnananna hefur hafið störf og skipað í þrjá vinnuhópa starfsfólks til að laða fram viðhorf og hugmyndir starfsfólksins um nýja stofnun, væntingar þeirra og áherslur.

Lesa meira

05.02.2016 : Svíþjóð gæti orðið kolefnisjákvæð með efldri skógrækt

Öflug skógrækt með öflugum skógarnytjum er jákvæð fyrir loftslagið. Jákvæð áhrif skógariðnaðarins í Svíþjóð gera að verkum að jafnmikið er bundið af koltvísýringi í Svíþjóð og það sem losnar af gróðurhúsalofttegundum í landinu. Ef framleiðsla skógariðnaðarins verður aukin verður kolefnisbókhald Svíþjóðar jákvætt, segir Johan Bergh, prófessor við Linnéuniversitetet sem greinir frá nýjum rannsóknarniðurstöðum á skógarviku Future Forests í Svíþjóð 17. febrúar.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

18.03.2016 - 19.03.2016 Húsgagnagerð úr skógarefni I

Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur

Hentar t.d smíðakennurum, almennum kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, handverksfólki og öðrum sem vilja læra hvernig hægt er að smíða úr því efni sem er að falla til við grisjun. Skráning til 13. mars.

01.04.2016 - 02.04.2016 Tálgun I - ferskar viðarnytjar

Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur

Námskeiðið hentar t.d kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, ömmum, öfum og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að nota ferskan við úr skóginum, garðinum eða sumarbústaðarlandinu. Skráningarfrestur er til 28. mars.

05.04.2016 - 07.04.2016 Trjáfellingar og grisjun með keðjusög - Hveragerði

Viltu læra á keðjusög, bæta fellingartækni og umhirðu saga?

Námskeiðið hentar þeim sem ekkert kunna á keðjusagir og vilja læra á þær. Einnig þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga. Skráningarfrestur er til 28. mars