Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögrum fornum fosshyl, stórgerðum og skeifulaga, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skograekt

Myndbönd

Rás Skógræktarinnar á Youtube með ýmiss konar myndböndum um skógrækt

hringdu_i_skoginn

Viltu rækta skóg?

Skógræktarsamningur við Skógræktina um skógrækt á lögbýlum, góður kostur!

skadvaldar

Skaðvaldar í trjám

Eru skaðvaldar á ferð í þínum trjám? Sendu okkur upplýsingar um skaðvalda.

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Gagnvirk kort sem sýna allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.


Fréttir

17.11.2017 : Árleg ráðstefna um konur og skógrækt í bígerð

Þriggja daga vinnufundi um jafnrétti og fjölbreytni í norræna skógargeiranum lauk á sunnudag með þátttöku tveggja fulltrúa frá Skógræktinni, Sigríðar Júlíu Brynleifs­dóttur, sviðstjóra skógarauðlindasviðs, og Eddu S. Oddsdóttur, sviðstjóra rannsókna­sviðs. stefnt er að því að halda norræna ráðstefnu um konur og skógrækt á hverju ári í tíu ár og sú fyrsta verði í Svíþjóð 2019. Einnig er stefnt að stofnun skógarkvenna­samtaka á Íslandi á næsta ári.

Lesa meira

16.11.2017 : Aukinn þvermálsvöxtur með því að grisja fyrr?

Mögulega mætti auka þvermálsvöxt í ungum skógi með því að grisja fyrr en venjan hefur verið. Á sauðfjárjörðum má beita slíkan skóg eftir grisjun til að hindra vöxt greina eða teinunga af rótum þeirra trjáa sem grisjuð voru burt. Óvísindaleg athugun í þessa veru var gerð á skógræktarjörð í Fljótsdal og sagt er frá henni í nýju myndbandi Skógræktarinnar.

Lesa meira

16.11.2017 : Ráðstefna um kolefnisbindingu

Aðgerðir Íra til bindingar kolefnis með breyttri landnotkun og aukinni skógrækt verða tíundaðar á ráðstefnu sem fram fer í Bændahöllinni í Reykjavík 5. desember. Að ráðstefnunni standa Bændasamtök Íslands, Landbúnaðarháskóskóli Íslands Landgræðsla ríkisins og Skógræktin.

Lesa meira

15.11.2017 : Kynbættur fjallaþinur jólatré framtíðarinnar

Þess er vænst að kynbættur fjallaþinur verði vinsælasta jólatréð hér á landi þegar fram líða stundir. Þetta íslenska úrvalstré geti þá keppt við danskan nordmannsþin sem í dag er mest selda jólatréð. Þetta segir í frétt á vef Ríkisútvarpsins og fjallað var um málið í fréttum Sjónvarps. Rætt er við Brynjar Skúlason skógerfðafræðing sem stýrir trjákynbótum hjá Skógræktinni.

Lesa meira

15.11.2017 : Íslenskir skógar áfram í heimspressunni

Íslensku skógarnir vaxa svo vel að það brakar í þeim. Í Reykjavík, þar sem varla sáust tré fyrir fáeinum áratugum, eru nú tré út um allt. Nytjategundir í íslenskum skógum vaxa 10-20 sinnum betur en íslenska birkið. Þetta er meðal þess sem finnska blaðakonan Lotte Krank-Van de Burgt fékk að kynnast á ferð með Aðalsteini Sigurgeirssyni, fagmálastjóra skógræktarinnar, um íslenska skóga.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

05.12.2017, kl. 13:00 - 16:00 Ráðstefna um kolefnisbindingu

Bændahöllinni í Reykjavík

Ráðstefna um möguleika í kolefnisbindingu verður haldin í Bændahöllinni í Reykjavík þriðjudaginn 5. desember. Meðal annarra heldur írski sérfræðingurinn Eugene Hendrick erindi um aðgerðir sem Írar hafa ráðist í til þess að binda kolefni með breyttri landnotkun og aukinni skógrækt.

04.01.2018 - 31.05.2018 Lesið í skóginn og tálgað í tré

Námskeið fyrir kennaranema við HÍ á vormisseri 2018

Nemendur kynnast því hvernig hægt er að nýta skóginn í kennslu og læri helstu vinnubrögðin við gerð hluta úr íslensku efni.