Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögru og stórgerðu skeifulaga jarðsigi, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skograekt

Trjátegundir

Fræðsluvefur um trjátegundir í íslenskri skógrækt. Vefurinn er enn í vinnslu

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Hér er að finna yfirlit um allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

skadvaldar

Skaðvaldar í trjám

Eru skaðvaldar á ferð í þínum trjám?


Fréttir

06.07.2015 : Blæasparleiðangur á Austurlandi

Skógræktarmenn fóru um mánaðamótin og skoðuðu blæösp á öllum þeim stöðum á Austurlandi þar sem tegundin hefur fundist villt. Svo virðist sem að minnsta kosti sumir íslensku blæasparklónanna geti orðið að sæmilega stórum og stæðilegum trjám við góð skilyrði og mun beinvaxnari en bæði birki og reyniviður.

Lesa meira

02.07.2015 : Skógarleikar í Heiðmörk á laugardag

Skógræktarfélag Reykjavíkur blæs til Skógarleika, hátíðar fyrir alla fjölskylduna, sem haldin verður á áningarstaðnum Furulundi í Heiðmörk laugardaginn 4. júlí kl. 14-17.  Þar leiða nokkrir færustu skógarhöggsmenn á Suður- og Vesturlandi saman hesta sína í hefðbundnum skógarhöggsgreinum svo sem axarkasti, trjáfellingu og afkvistun trjábola.

Lesa meira

02.07.2015 : Skógardagur Norðurlands í Vaglaskógi 11. júlí

Skógardagur Norðurlands 2015 verður haldinn laugardaginn 11. júlí í Vaglaskógi. Dagskráin hefst klukkan 13 og stendur til kl. 17. Í boði verða gönguferðir um trjásafnið og fræhúsið, helstu viðarvinnslutæki til sýnis, grisjunarvél sýnd að verki, gestir geta reynt sig í bogfimi og ýmsum leikjum, boðið verður upp á ketilkaffi, lummur og fleira og fleira.

Lesa meira

01.07.2015 : Skógrækt mikilvægur þáttur í loftslagsstefnu Íslands

„Við höfum ýmis tækifæri til að minnka losun og auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti. Skógrækt og landgræðsla er mikilvægur þáttur í okkar loftlagsstefnu.“ Þetta sagði Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands í loftslagsmálum, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í tilefni af því að í gær tilkynntu íslensk stjórnvöld Sameinuðu þjóðunum að þau ætluðu að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkjanna og Noregs, um að minnka losun um fjörutíu prósent til ársins 2030, miðað við árið 1990.

Lesa meira

01.07.2015 : Ísleifur Sumarliðason látinn

Ísleifur Sumarliðason, skógtæknifræðingur og fyrrverandi skógarvörður á Vöglum, lést í Reykjavík mánudaginn 29. júní, 88 ára að aldri. Ísleifur tók við embætti skógarvarðar á Norðurlandi að loknu þriggja ára námi í Danmörku. Hann var skógarvörður á Vöglum í 38 ár, til ársins 1987. Útförin verður gerð frá Neskirkju í Reykjavík 7. júlí kl. 13.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

11.07.2015, kl. 13:00 - 17:00 Skógardagur Norðurlands 11. júlí

Gönguferðir, viðarvinnsla, grisjunarvél, leikir, skúlptúrar, veitingar og fleira

Skógardagur Norðurlands 2015 verður haldinn laugardaginn 11. júlí í Vaglaskógi. Dagskráin hefst klukkan 13 og stendur til kl. 17.

24.08.2015 - 27.08.2015 Loftslagsbreytingar og þróunarmöguleikar skógarplantna

 Ráðstefna um loftslagsbreytingar og hvaða möguleika skógartré hafa til að þróast og laga sig að breytingunum.