Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögrum fornum fosshyl, stórgerðum og skeifulaga, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skogar

Laus störf

Þrjár stjórnunarstöður eru nú lausar til umsóknar hjá Skógræktinni. Umsóknarfrestur er til 11. júlí.

skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Gagnvirk kort sem sýna allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skadvaldar

Skaðvaldar í trjám

Eru skaðvaldar á ferð í þínum trjám? Sendu okkur upplýsingar um skaðvalda.


Fréttir

08.07.2016 : Skógarleikar í Heiðmörk 16. júlí

Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til Skógarleika í Heiðmörk laugardaginn 16. júlí. Þar leiða skógarhöggsmenn saman hesta sína í hefðbundnum skógarhöggsgreinum, gestir geta spreytt sig í tálgun, eldsmiður sýnir listir sínar og boðið verður upp á skógarlegar veitingar. Hátíðin verður í Furulundi í Heiðmörk kl. 14-17.

Lesa meira

08.07.2016 : Upplýsingar um skaðvalda óskast

Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, hvetur fólk til að senda upplýsingar um skaðvalda á trjám og aðrar skemmdir á trjágróðri hvar sem er á landinu. Gefnar hafa verið út á vefnum leiðbeiningar um hvernig best sé að skrá slíkar upplýsingar og bæklingur um helstu skaðvalda. Birkikemba herjar nú á birki víða um land og sums staðar eru tré brún að sjá vegna hennar.

Lesa meira

07.07.2016 : Horfið eftir fræjum á álitlegum öspum

Alaskaösp blómstraði mikið í vor víða um land og eftir hagstætt tíðarfar síðustu vikur er útlit fyrir að mikið fræ verði á aspartrjám. Þá er gott tækifæri til að safna fræi af álitlegum trjám og nýta til ræktunar. Fræmiðstöðin á Vöglum í Fnjóskadal hvetur fólk til að fylgjast með fallegum aspartrjám í nágrenni sínu og safna af þeim fræi þegar þau eru þroskuð.

Lesa meira

06.07.2016 : Ásatrúarmenn þökkuðu skóginum fyrir hoftimbur

Rúmlega sextíu ára gamalt lerki í Jónsskógi í Hallormsstaðaskógi var rjóðurfellt til að afla viðar í hof ásatrúarmanna sem nú rís í Öskjuhlíð í Reykjavík. Nýlega blótuðu ásatrúarmenn í Jónsskógi til að þakka skóginum timbrið og biðja heilla þeim trjám sem upp vaxa í stað þeirra sem felld voru.

Lesa meira

05.07.2016 : Starfsmannahandbók Skógræktarinnar

Starfsmannahandbók Skógræktar er nú í endurskoðun og verður uppfærð útgáfa birt hér á vefnum á næstu mánuðum. Endurskoðun og skipulag starfsmannamála er eitt þeirra verkefna sem vinna þarf að á fyrstu dögum nýrrar stofnunar og þar verður vandað til verka.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

22.03.2017 - 24.03.2017 Fagráðstefna skógræktar 2017

50 ára afmæli Rannsóknastöðvar skógræktar Mógilsá

Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 22.-24. mars 2017. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá sér um ráðstefnuna að þessu sinni og fagnar um leið fimmtíu ára afmæli sínu. Búast má við að fyrirlesarar verði bæði innlendir og erlendir og þema ráðstefnunnar verður tengt skógræktarrannsóknum fyrr og nú.