Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögru og stórgerðu skeifulaga jarðsigi, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skograekt

Trjátegundir

Fræðsluvefur um trjátegundir í íslenskri skógrækt. Vefurinn er enn í vinnslu

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Hér er að finna yfirlit um allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

heimsokn

Verkefnabanki Lesið í skóginn

Vantar þig verkefni í útinámi?


Fréttir

30.01.2015 : Fyrr og nú - Úr eyðimörk í skóg á 8 árum

Fjöldi landeigenda tekur þátt í Hekluskógaverkefninu og hafa margir þeirra náð undraverðum árangri í ræktun birkiskóga á örfáum árum, gjarnan á afar rýru landi. Meðal þeirra eru Benedikt Benediktsson og fjölskylda sem eiga landspildu syðst í landi Svínhaga á Rangárvöllum, rétt ofan Bolholts. Þau hafa breytt eyðimörk í skóg á átta árum.

Lesa meira

29.01.2015 : Áskoranir í uppeldi skógarplantna

Á fyrsta fræðslufundi nýs árs í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri fjallar Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga, um framleiðslu skógarplantna og veltir upp ýmsum áskorunum í uppeldi plantnanna en spáir líka í framtíðina, hvert stefna skuli í þessum efnum. Lesa meira

27.01.2015 : Íslendingar í samtök jólatrjáaframleiðenda

Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag Íslands hafa í sameiningu gengið í Evrópusamtök jólatrjáaframleiðenda, CTGCE. Fulltrúi Íslands í samtökunum er Else Møller, skógfræðingur.

Lesa meira

27.01.2015 : Sérhæfð útkeyrsluvél til landsins

Keypt hefur verið til landsins sérhæfð timburútkeyrsluvél af gerðinni Gremo. Vélin var flutt inn notuð frá Svíþjóð. Hún er sú stærsta sem hingað til hefur verið í notkun hérlendis og auðveldar mjög útkeyrslu timburs úr þeim skógum sem grisjaðir eru með vél.

Lesa meira

27.01.2015 : Fjórðungur skóga heimsins er í Evrópu

Í Evrópu vex fjórðungur allra skóga á jörðinni eða 25%. Þetta er merkilegt og undirstrikar þýðingu evrópskra skóga fyrir allan heiminn en sýnir okkur líka að skógarmálefnunum þarf að skipa ofarlega á forgangslista stjórnmálanna og þeim alheimsvandamálum sem tengjast skógum, málefnum sem snerta loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun. Og nú er rétti tíminn til athafna eins og segir í nýrri frétt á vef Forest Europe.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

20.02.2015 - 21.02.2015 Tálgun 1 - ferskar viðarnytjar

Í samstarfi við Iðuna fræðslusetur

Námskeið sem hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn, tálgað í tré sem hefur verið kennt í frá árinu 2001 og notið mikilla vinsælda.

26.02.2015, kl. 12:30 - 16:00 Fararheill eða feigðarflan

Málþing um öryggi ferðalanga og náttúruvernd

Leitað verður svara við því hvernig byggja megi upp ferðaþjónustu í sátt við náttúruna með öryggi ferðamanna að leiðarljósi.

06.03.2015 - 07.03.2015 Tálgun II - Vistsporin stigin á heimilinu

Framhaldsnámskeið

Framhaldsnámskeið fyrir þau sem sótt hafa grunnnámskeiðin Lesið í skóginn - fersk tálgun á árunum 2001-2014 (Tálgun I), lært að tálga með hnífum og öxi og nota „öruggu hnífsbrögðin“ við tálgunina.

06.03.2015 - 07.03.2015 Trjá- og runnaklippingar I

Í samstarfi við Iðuna fræðslusetur

Námskeið fyrir allt áhugafólk um garðyrkju sem vill kynna sér hvernig standa skuli að klippingu trjáa og runna.