Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögrum fornum fosshyl, stórgerðum og skeifulaga, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skogar

Fagráðstefna skógræktar/ þemadagur NordGen

„Fræöflun og trjákynbætur“ Hofi á Akureyri í samstarfi við NordGen Forest

skadvaldar

Skaðvaldar í trjám

Eru skaðvaldar á ferð í þínum trjám? Sendu okkur upplýsingar um skaðvalda.

skograekt

Trjátegundir

Fræðsluvefur um trjátegundir í skógrækt á Íslandi.

hringdu_i_skoginn

Viltu rækta skóg?

Skógræktarsamningur við Skógræktina um skógrækt á lögbýlum, góður kostur!


Fréttir

02.05.2018 : Nýr vefur: Skogur.is fær andlitslyftingu

Nýr vefur Skógræktarinnar er nú í vinnslu. Vefurinn fær nýtt útlit, bryddað verður upp á nýjungum, vefurinn gerður aðgengilegri fyrir snjalltæki og fleira. Meðan á yfirfærslunni stendur verður tímabundið lát á fréttaflutningi og öðrum uppfærslum vefsins. Lesa meira

26.04.2018 : Mæðivisnuveira og HIV: Margt er líkt með skyldum

„Mæði-visnuveira og HIV: Margt er líkt með skyldum“ er heiti nýrrar greinar sem komin er út í alþjóðlegavísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences (IAS). Þetta er yfirlitsgrein þar sem reifuð eru ýmis líkindi með mæðivisnuveiru sem veldur m.a. lungnabólgu og heilabólgu í sauðkindum og HIV-veirunni sem veldur alnæmi í fólki.

Lesa meira

26.04.2018 : Skógræktin bindur fyrir Coca-Cola

Undirritað var í gær samkomulag milli Coca-Cola á Íslandi og Skógræktarinnar um gróðursetningu trjáplantna í 1,5 hektara á ári næstu 3 árin í Haukadal í Bláskógabyggð. Samtals verður því gróðursett í 4,5 hektara til loka ársins 2020. Kolefnisbindingin verður eign Coca-Cola á Íslandi í hálfa öld.

Lesa meira

25.04.2018 : Fallega vaxa ungskógar

Námskeið í ungskógaumhirðu var haldið laugardaginn 14. apríl á Hvanneyri að frumkvæði Félags skógarbænda á Vesturlandi. Landbúnaðarháskóli Íslands hélt utan um námskeiðið en um kennsluna sá Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda, með dyggri aðstoð Guðmundar Siguðrssonar, skógræktarráðgjafa á Vesturlandi.

Lesa meira

18.04.2018 : Umhirða skógarplantna heima á hlaði

Þróttmiklar skógarplöntur eru ein af undirstöðum árangursríkrar skógræktar. Heilbrigðar plöntur eru betur í stakk búnar til þess að takast á við aðstæður á gróðursetningarstað sem oftast eru mun óblíðari en þær aðstæður sem ríkja í gróðrarstöðinni þar sem plöntum er séð fyrir vatni, næringu og skjóli. Í grein í Bændablaðinu gefur Rakel J. Jónsdóttir, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni, leiðbeiningar um góða umhirðu skógarplantna frá afhendingu til gróðursetningar.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

04.01.2018 - 31.05.2018 Lesið í skóginn og tálgað í tré

Námskeið fyrir kennaranema við HÍ á vormisseri 2018

Nemendur kynnast því hvernig hægt er að nýta skóginn í kennslu og læri helstu vinnubrögðin við gerð hluta úr íslensku efni.