Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögru og stórgerðu skeifulaga jarðsigi, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skograekt

Trjátegundir

Fræðsluvefur um trjátegundir í íslenskri skógrækt. Vefurinn er enn í vinnslu

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Hér er að finna yfirlit um allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

skadvaldar

Skaðvaldar í trjám

Eru skaðvaldar á ferð í þínum trjám?


Fréttir

03.08.2015 : Lífeldsneyti úr skógi í stað olíu

Á einum áratug hefur skógariðnaðurinn í Svíþjóð dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis um 71 prósent. Greinin notar nú 2,2 teravattsstundir af orku úr jarðefnaeldsneyti en árið 2005 nam notkunin 7,6 teravattsstundum. Samdrátturinn nemur því 5,4 TWst. Þessi mikli árangur hefur náðst með því að bæta orkunýtingu framleiðslukerfanna en þó fyrst og fremst með því að olíu hefur verið skipt út fyrir lífeldsneyti sem framleitt er úr aukaafurðum viðar- og pappírsiðnaðarins.

Lesa meira

30.07.2015 : Fyrr og nú - Vaglaskógur 1906 og 1914

Tvær myndir teknar á sama stað með 108 ára millibili minna okkur á rúmlega aldarlanga friðun síðustu stóru birkiskóganna á Íslandi. Birkið í Vaglaskógi þakkar nú fyrir sig með því að breiðast út um dalinn.

Lesa meira

27.07.2015 : Mæliflatar vitjað í Hvammi

Sérfræðingar Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsár, fara nú um landið og vitja mæliflata sem settir hafa verið niður víðs vegar til að fylgjast með trjágróðri á landinu í verkefninu Íslenskri skógarúttekt. Á dögunum var tekinn út mæliflötur í landi Hvamms í Eyjafjarðarsveit. Þar vaxa alaskaaspir og hafa dafnað vel frá því að síðast var mælt fyrir fimm árum.

Lesa meira

23.07.2015 : Fyrr og nú - 26 metra aspir

Tvær myndir sem teknar eru í Múlakoti í Fljótshlíð með 60 ára millibili sýna aspir sem orðnar voru 11 metra háar þegar þær kól niður í rót í aprílhretinu fræga 1963. Aspir sem nú hafa náð 26 metra hæð uxu upp af teinungum frá rótum eldri aspanna og eru nú með allrahæstu trjám landsins. Í Múlakoti er skemmtilegt trjásafn sem ferðalangar á þessum slóðum ættu að staldra við til að skoða.

Lesa meira

21.07.2015 : Viðarmagnsspá fyrir bændaskógrækt á Fljótsdalshéraði

Út er komið í nýju tölublaði Rits Mógilsár spá um það viðarmagn sem áætla má að fáanlegt verði úr skógum bænda á Fljótsdalshéraði á komandi áratugum. Næstu tíu árin væri hægt að afla þar 24.300 rúmmetra viðar en á tímabilinu 2035-2044 er útlit fyrir magnið verði ríflega 120 þúsund rúmmetrar.

Lesa meira

Fréttasafn



Viðburðir

24.08.2015 - 27.08.2015 Loftslagsbreytingar og þróunarmöguleikar skógarplantna

 Ráðstefna um loftslagsbreytingar og hvaða möguleika skógartré hafa til að þróast og laga sig að breytingunum.