Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögru og stórgerðu skeifulaga jarðsigi, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skograekt

Trjátegundir

Fræðsluvefur um trjátegundir í íslenskri skógrækt. Vefurinn er enn í vinnslu

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Hér er að finna yfirlit um allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

skadvaldar

Skaðvaldar í trjám

Eru skaðvaldar á ferð í þínum trjám?


Fréttir

28.08.2015 : iCONic

Í ætt barrtrjáa er að finna einhverjar stærstu, hávöxnustu og langlífustu lífverur jarðarinnar. Alþekkt eru risastóru rauðviðartrén í Kaliforníu, stærstu tré í heimi. En nú er svo komið að barrtrén þurfa hjálp. Í Skotlandi hefur verið tekið frá landsvæði þar sem meiningin er að verði griðastaður fyrir barrviðartegundir sem nú eru í útrýmingarhættu.

Lesa meira

27.08.2015 : Hvað gera tré þegar hlýnar?

Nýlokið er á Selfossi alþjóðlegri ráðstefnu um loftslagsbreytingar og þróunarmöguleika skógarplantna. Þar var fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða möguleika skógartré hafa til að þróast og laga sig að breytingunum. Í tengslum við ráðstefnuna stendur nú yfir tveggja daga námskeið eða vinnusmiðja um þessi málefni. Rætt var við Aðalstein Sigurgeirsson, forstöðumann á Mógilsá, í Samfélaginu á Rás 1 í dag.

Lesa meira

27.08.2015 : Athyglisverðar greinar í Icelandic Agricultural Sciences

Rannsókn sem fjallað er um í nýrri grein í vefritinu Icelandic Agricultural Sciences bendir til að orkuarðsemi lífrænna kúabúa á Íslandi sé meiri en hefðbundinna kúabúa. Önnur ný grein í ritinu fjallar um samfélög þráðorma í Surtsey hálfri öld eftir að eyjan myndaðist. Þráðormar gegna mikilvægu hlutverki í frumframvindu vistkerfa og rannsóknin er mikilvægt innlegg í grunnrannsóknir á jarðvegslífi á Íslandi. Slíkar rannsóknir eru fágætar hérlendis en tveir vísindamenn á sviði skógvísinda eru meðal höfunda greinarinnar.

Lesa meira

26.08.2015 : Áhrif gjörnýtingar trjáviðar á jarðvegskolefni

Út er komin í vísindaritinu Forest Ecology and Management ný yfirlitsgrein þar sem fjallað er um áhrif þess á vistkerfi skóga þegar ekki eingöngu trjábolurinn er tekinn út úr skóginum við skógarhögg heldur allur standandi lífmassi trésins. Í greininni er rætt um hvernig þetta hefur áhrif á jarðvegskolefni og vaxtarhraða skóga, til dæmis eftir grisjun á miðri vaxtarlotu, en jafnframt hugað að því hver áhrifin verða á næstu kynslóð trjáa, nýgræðinginn sem vex upp eftir lokahögg. Greinarhöfundar segja brýnt að afla betri þekkingar á þessu með langtímarannsóknum.

Lesa meira

25.08.2015 : Skógareyðing fram til 2050 gæti samsvarað stærð Indlands

Útilt er fyrir að skóglendi sem samanlagt samsvarar stærð Indlands hverfi af yfirborði jarðar fyrir miðja öldina ef mannkyn snýr ekki af þeirri braut skógareyðingar sem fetuð hefur verið. Sú hugmynd er reifuð að ríku löndin greiði löndum hitabeltisins fyrir að vernda skóga sína og það sé ódýrari leið en ýmsar aðrar í baráttunni við loftslagsbreytingarnar. Ákveðin upphæð verði greidd fyrir hvert kolefnistonn.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

Enginn viðburður fannst skráður.