Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Lesa meira
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögru og stórgerðu skeifulaga jarðsigi, einu mesta náttúruundri landsins.

Lesa meira
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Lesa meira
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Lesa meira
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Lesa meira
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Lesa meira
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Lesa meira
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Lesa meira
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Lesa meira
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Lesa meira
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Lesa meira
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Lesa meira
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Lesa meira
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Lesa meira

Sjá alla skógana


skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Yfirlit um sjá allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skadvaldar

Skaðvaldar í trjám

Eru skaðvaldar á ferð í þínum trjám?

skograekt

Stefna

Skógar á Íslandi: Stefna á 21. öld.

Fréttir

19.09.2014 : Eitt besta skógræktarsumarið í langan tíma

Rúnar Ísleifsson, skógarvörður á Norðurlandi, segir að leita þurfi mörg ár aftur í tímann til að finna sambærilegan trjávöxt og var í sumar. Í framhaldi af því spáir hann góðum vexti barrtrjáa næsta sumar, verði veðurfar þokkalegt. Rætt var við Rúnar í sjónvarpsfréttum. Lesa meira

18.09.2014 : Ryðleysið í Sandlækjarmýrinni

Frábærar yfirlitsmyndir voru teknar með flygildi (dróna) yfir skóginum í Sandlækjarmýri í lok síðasta mánaðar. Nær ekkert lerki er í grennd við þessar aspir og því nær asparryðið sér ekki á strik. Þetta sýnir að asparskóg með klónum sem móttækilegir eru fyrir ryði má auðveldlega rækta á ryðfrían hátt sé þess gætt að ekkert lerki sé í nánd.

Lesa meira

18.09.2014 : Veðurspá 2050

Í myndbandi þar sem spáð er í veðrið á Íslandi árið 2050 er gert ráð fyrir því að birki geti vaxið um nær allt landið, þar á meðal hálendið. En veðurfarsbreytingarnar hafa ekki eingöngu gott í för með sér fyrir Ísland frekar en önnur svæði á jörðinni. Spáð er mikilli úrkomu á landinu um mestallt landið en síst þó á Norðaustur- og Austurlandi.

Lesa meira

18.09.2014 : Fyrr og nú

Við hleypum nú af stað nýrri myndasyrpu hér á vef Skógræktar ríkisins og köllum hana „Fyrr og nú“. Fyrsta myndaparið sendi Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi. Myndirnar eru teknar í Langadal á Þórsmörk og sýna glögglega hversu mjög birkið hefur sótt fram frá því Mörkin var friðuð fyrir beit fyrir um 80 árum. Óskað er eftir myndum af þessum toga af skóglendi vítt og breitt um landið þar sem breytingar á landi með skógarækt sjást vel.

Lesa meira

15.09.2014 : Tré bjarga mannslífum

Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum er áætlað að trjágróður bjargi árlega yfir 850 manns frá dauða þar í landi með því að hreinsa andrúmsloftið, einkum í þéttbýli. Með sama hætti eru trén talin koma í veg fyrir um 670 þúsund tilfelli bráðaeinkenna í öndunarvegi. Efnahagslegur sparnaður af þessu er metinn á um 850 milljarða íslenskra króna.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

03.10.2014 - 04.10.2014 Húsgagnagerð úr skógarefni

Námskeið á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Námskeið í nýtingu grisjunarefnis í húsgagnagerð og aðrar hagnýtar nytjar. Námskeiðið er á vegum Endurmenntunar LBHÍ og er öllum opið. Það hentar öllum sem vilja læra hvernig hægt er að smíða úr því efni sem fellur til við grisjun.

09.10.2014, kl. 10:00 - 17:00 Kransagerð úr náttúrulegum efniviði

Námskeið hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk

17.10.2014 - 18.10.2014 Tálgunarnámskeið - ferskar viðarnytjar

Námskeið á Reykjum í Ölfusi

Kennd verða öruggu hnífsbrögðin og fjallað um ýmsar íslenskar viðartegundir, eiginleika þeirra og nýtingarmöguleika. Tálgaðir verða nytjahlutir, grisjuð tré og farið yfir umhirðu bitáhalda.