Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögrum fornum fosshyl, stórgerðum og skeifulaga, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Gagnvirk kort sem sýna allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skograekt

Trjátegundir

Fræðsluvefur um trjátegundir í skógrækt á Íslandi.

heimsokn

Verkefnabanki Lesið í skóginn

Vantar þig verkefni í útinámi?


Fréttir

04.05.2016 : Umræða um nýja skógræktarstofnun hafin á Alþingi

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um nýja skógræktarstofnun á Alþingi í gær. Mikil eining virðist vera um málið á þinginu, ef marka má þessa fyrstu umræðu, og var að heyra á þeim fulltrúum stjórnarandstöðunnar sem til máls tóku að þeir myndu styðja málið heils hugar.

Lesa meira

03.05.2016 : Þriðjungur ræktaðra skóga er á Suðurlandi

Flatarmál ræktaðra skóga er mest á Suðurlandi. Þar er tæpur þriðjungur allra ræktaðra skóga á landinu. Hlutfall ræktaðra skóga af flatarmáli viðkomandi landshluta er þó hæst á Austurlandi og ef aðeins er litið er litið til láglendis neðan 400 metra yfir sjó er skóglendið mest á Vesturlandi. Mesta flatarmál skógar í einstöku sveitarfélagi er á Fljótsdalshéraði. Allar þessar upplýsingar er að finna í nýuppfærðri skóglendisvefsjá á vef Skógræktar ríkisins.

Lesa meira

02.05.2016 : Ytra-Fjallsskógur er sveitarprýði

Níutíu ár eru um þessar mundir frá því að kjarrlendi í Fjallshnjúk í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu var friðað með öllu. Þar hefur síðan verið skógrækt og er bændaskógurinn á Ytra-Fjalli sá fyrsti í sýslunni. Landið tók miklum breytingum með friðun, að sögn Indriða Ketilssonar, bónda á Ytra-Fjalli, en hann segir mikið verk að grisja í stórri hlíð. Rætt er við Indriða í Morgunblaðinu í dag.

Lesa meira

29.04.2016 : Vinna hafin við skipurit nýrrar skógræktarstofnunar

Stýrihópur um sameiningu skógræktarstofnana ríkisins í eina nýja stofnun kom saman á miðvikudag. Haldið var áfram vinnu við stefnuskjal fyrir hina nýju stofnun og þá mælikvarða sem notaðir verða til að meta störf hennar og árangur. Einnig voru lagðar fram fyrstu hugmyndir að mögulegu skipuriti. Fyrsta umræða um lög um nýja skógræktarstofnun er á dagskrá Alþingis í dag.

Lesa meira

29.04.2016 : Árni Bragason verður landgræðslustjóri

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, hefur skipað Árna Bragason í embætti landgræðslustjóra til næstu fimm ára. Árni hefur frá árinu 2010 starfað sem forstjóri Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, Nordgen í Svíþjóð.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

Enginn viðburður fannst skráður.