Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögru og stórgerðu skeifulaga jarðsigi, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Yfirlit um sjá allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skadvaldar

Skaðvaldar í trjám

Eru skaðvaldar á ferð í þínum trjám?

skograekt

Stefna

Skógar á Íslandi: Stefna á 21. öld.

Fréttir

30.10.2014 : Heimsins mesta skógræktarverkefni

Í Kína er bændafólki greitt fyrir að rækta skóg á landbúnaðarlandi. Í einhverju stærsta skógræktarverkefni sem sögur fara af hefur þannig verið ræktaður nýr skógur á landsvæði sem samanlagt nemur ríflega þreföldu flatarmáli Íslands. Mikið verk er að meta árangur af slíku verkefni en markmið þess er ekki síst að hamla gegn uppblæstri og jarðvegseyðingu sem mikil skógareyðing á umliðnum árum hefur valdið.

Lesa meira

28.10.2014 : Útsýnisvegi lokað vegna lerkisjúkdóms í Wales

Váleg tíðindi berast nú af lerkiskógum í Wales. Frá og með 2. nóvember verður útsýnisveginum Cwmcarn Forest Drive road í Wales lokað vegna illvígs sjúkdóms sem þar herjar á lerki. Um 78% trjánna með fram veginum hafa sýkst af hættulegum þörungasveppi, Phytophthora ramorum, (larch disease). Fella verður trén.

Lesa meira

28.10.2014 : Sproti ársins

Toppsproti á stöku furutré í þjóðskóginum á Höfða vakti sérstaka athygli á dögunum þegar Héraðs- og Austurlandsskógar héldu þar námskeið í umhirðu ungskóga. Reyndist árssprotinn 2014 vera 105 cm langur sem er að öllum líkindum met hjá stafafuru hérlendis.

Lesa meira

23.10.2014 : Fyrr og nú - Nátthagi

Á innan við aldarfjórðungi hefur Ólafur Njálsson garðyrkjufræðingur breytt illa grónu landi í Ölfusi í gróskumikinn skóg þar sem hann rekur garðplöntustöðina Nátthaga. Myndir sem teknar eru með 20 ára millibili sýna árangurinn vel.

Lesa meira

21.10.2014 : Eilífðarvélin alaskaösp

Svo virðist sem iðnviðarskógur með alaskaösp geti vel endurnýjast af sjálfu sér eftir rjóðurfellingu þannig að óþarft sé að gróðursetja aftur í skóginn. Ef öspin reynist vera slík „eilífðarvél“ í íslenskri skógrækt eykur það til muna hagkvæmni asparskógræktar til viðarkurlsframleiðslu. Til að kanna þetta betur er nú verið að rjóðurfella aldarfjórðungsgamla ösp í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Lesa meira

Fréttasafn


Vantar þig afurðir úr skógi?

Arinviður

Eldiviður

Sagaður, bæði klofinn og óklofinn, af ýmsum tegundum

Sjá fleiri afurðir
 

Sjá allar afurðir


Viðburðir

31.10.2014 - 01.11.2014 Tálgun II

Vistsporin stigin í eldhúsinu

Framhaldsnámskeið fyrir þá sem sótt hafa grunnnámskeiðið Tálgun og lært að tálga með hnífum og öxi og notað „öruggu hnífsbrögðin“ við tálgunina.

20.01.2015 - 22.01.2015, kl. 9:00 - 17:30 Trjáfellingar og grisjun með keðjusög

Námskeið í Hveragerði í janúar

Námskeið um meðferð og umhirðu keðjusaga. Ætlað byrjendum og lengra komnum. Grisjun, val á trjám til að fella, fellingartækni o.fl.