Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Lesa meira
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögru og stórgerðu skeifulaga jarðsigi, einu mesta náttúruundri landsins.

Lesa meira
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Lesa meira
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Lesa meira
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Lesa meira
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Lesa meira
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Lesa meira
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Lesa meira
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Lesa meira
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Lesa meira
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Lesa meira
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Lesa meira
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Lesa meira
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Lesa meira

Sjá alla skógana


skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Yfirlit um sjá allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skadvaldar

Skaðvaldar í trjám

Eru skaðvaldar á ferð í þínum trjám?

skograekt

Stefna

Skógar á Íslandi: Stefna á 21. öld.

Fréttir

26.09.2014 : Eldgos og skógrækt

Ekki er enn hægt að meta hversu mikið losnar af koltvísýringi í eldsumbrotunum sem standa yfir norðan Vatnajökuls. Þar að auki er koltvísýringslosun frá eldstöðum aðeins örlítið brot af því sem losnar af mannavöldum í heiminum. Önnur lofttegund sem eldstöðin spúir er mun viðsjárverðari mönnum og náttúru. Það er brennisteinstvíoxíð, SO2, sem getur í versta falli haft þau áhrif að kólni í veðri. Ekki er þó hætta á því nema í meiri háttar sprengigosum. Skógrækt getur dregið verulega úr umhverfisáhrifum vegna eldgosa.

Lesa meira

26.09.2014 : Skógræktarmenn frá Finnlandi á Stálpastöðum

Finnskir skógræktarmenn heimsóttu í gær Stálpastaðaskóg í Skorradal og nutu leiðsagnar Valdimars Reynissonar skógarvarðar um skóginn. Finnarnir gerðu góðan róm að skóginum. Einn úr hópnum gat gefið góð ráð um vinnubrögð við grisjun með grisjunarvél sem einmitt er þar að störfum þessa dagana.

Lesa meira

26.09.2014 : Fyrr og nú - Lundur Dalbæjarbóndans

Guðmundur Sveinsson frá Feðgum í Meðallandi gerði djarflega tilraun til skógræktar í ungu hrauni þegar hann hóf skógrækt á litlum reit í Eldhrauni árið 1978. Tilraunin tókst ljómandi vel. Trén sjá nú um sig sjálf og mikill munur að líta yfir reitinn frá því sem var fyrir 15 árum.

Lesa meira

25.09.2014 : Birkifræ til Hekluskóga

Á síðustu árum hefur almenningur safnað birkifræi fyrir Hekluskóga og lagt drjúgan skerf að því mikilvæga verkefni. Þótt heldur minna sé af fræi þetta árið en undanfarin haust má víða finna allmörg tré með fræi. Endurvinnslan hf. aðstoðar verkefnið með því að taka á móti fræi frá almenningi á móttökustöðvum í Reykjavík og senda til Hekluskóga. Ræktun birkiskóga í grennd við eldfjöll minnkar hættuna á gróður- og jarðvegseyðingu í kjölfar öskugosa.

Lesa meira

23.09.2014 : Starfsfólk NordGen í Haukadalsskógi

Árleg starfsmannaferð norræna genabankans NordGen var farin til Íslands þetta árið og í dag tók Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, á móti hópnum í Haukadalsskógi. Gestunum þótti mikið koma til myndarlegra trjánna í skóginum og höfðu á orði að þetta væri „alvöru skógur“.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

03.10.2014 - 04.10.2014 Húsgagnagerð úr skógarefni

Námskeið á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Námskeið í nýtingu grisjunarefnis í húsgagnagerð og aðrar hagnýtar nytjar. Námskeiðið er á vegum Endurmenntunar LBHÍ og er öllum opið. Það hentar öllum sem vilja læra hvernig hægt er að smíða úr því efni sem fellur til við grisjun.

09.10.2014, kl. 10:00 - 17:00 Kransagerð úr náttúrulegum efniviði

Námskeið hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk

17.10.2014 - 18.10.2014 Tálgunarnámskeið - ferskar viðarnytjar

Námskeið á Reykjum í Ölfusi

Kennd verða öruggu hnífsbrögðin og fjallað um ýmsar íslenskar viðartegundir, eiginleika þeirra og nýtingarmöguleika. Tálgaðir verða nytjahlutir, grisjuð tré og farið yfir umhirðu bitáhalda.

23.10.2014, kl. 12:30 - 16:30 Hvaða áhrif hefur ferðamaður á náttúru Íslands?

Málþing í Gunnarsholti

Landgræðslan og Umhverfisstofnun halda málþing um áhrif ferðamannsins á náttúru Íslands í samvinnu við Ferðamálastofu. Málþingið verður haldið í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Dagskrá auglýst síðar.