Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögru og stórgerðu skeifulaga jarðsigi, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


skograekt

Trjátegundir

Fræðsluvefur um trjátegundir í íslenskri skógrækt

heimsokn

Verkefnabanki Lesið í skóginn

Vantar þig verkefni í útinámi?

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Yfirlit um sjá allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skograekt

Stefna

Skógar á Íslandi: Stefna á 21. öld.

Fréttir

26.11.2014 : Fyrr og nú - Mógilsá

Þegar starfsemi Skógræktar ríkisins hófst á Mógilsá fyrir hálfri öld var þar enginn skógur. Staðurinn var mjög vindasamur enda steyptist norðanáttin ofan af Esju og náði miklum hraða við fjallsræturnar. Nú hreyfir varla hár á höfði á hlaðinu við stöðvarhúsið á Mógilsá hvernig sem viðrar. Skógurinn á Mógilsá er gott dæmi um hversu mjög skógrækt getur breytt veðurfari til hins betra. Ekki þarf nema fáeina áratugi til að þessi áhrif verði veruleg.

Lesa meira

24.11.2014 : Skóggræðsla í Kóreu, Suður-Afríku og Eþíópíu

Suður-Kórea, Suður-Afríka og Eþíópía eru meðal þeirra fjölmörgu landa í heiminum sem nýta sér mátt trjágróðurs til landgræðslu og landbóta á svæðum þar sem gróðri hefur verið eytt og jarðvegseyðing orðið í kjölfarið. Með þessu starfi fæst aftur gjöfult land, bæði fyrir menn og náttúruna sjálfa, sjálfbær vistkerfi og líffjölbreytni.

Lesa meira

21.11.2014 : Garðahlynur við Laufásveg borgartréð 2014 í Reykjavík

Reykjavíkurborg og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa útnefnt borgartréð 2014. Að þessu sinni varð fyrir valinu fallegur garðahlynur við Sturluhallir, Laufásveg 49-51. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri útnefnir tréð borgartréð 2014 klukkan 17 í dag, föstudaginn 21. nóvember, og tendrar ljós á trénu.

Lesa meira
Tumastaðir

21.11.2014 : Gróðrarstöðin á Tumastöðum í gang á ný

Bændablaðið segir frá því í nýjasta tölublaði sínu frá 19. nóvember að líf hafi nú færst í gróðrarstöðina á Tumastöðum í Fljótshlíð sem Skógrækt ríkisins rak á sínum tíma við góðan orðstír. Hjónin Óskar Magnússon og Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir á Sámstaðabakka hafa tekið stöðina á leigu. Þau hyggjast viðhalda stöðinni og skapa þar störf.

Lesa meira

19.11.2014 : Góður árangur af sjálfboðastarfinu í Þórsmörk

Sjálfboðastarf að landbótum og stígagerð á Þórsmerkursvæðinu vekur athygli út fyrir landsteinana og vel gengur að ráða hæfa sjálfboðaliða til starfa. Mikið hefur áunnist þau tvö sumur sem sjálfboðaliðar hafa starfað á svæðinu en verkefnin eru óþrjótandi. Vel er hægt að ráða við aukinn ferðamannastraum, segir verkefnisstjórinn hjá Trail Team Volunteers sem stýrir starfi sjálfboðaliðanna

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

20.01.2015 - 22.01.2015, kl. 9:00 - 17:30 Trjáfellingar og grisjun með keðjusög

Námskeið í Hveragerði í janúar

Námskeið um meðferð og umhirðu keðjusaga. Ætlað byrjendum og lengra komnum. Grisjun, val á trjám til að fella, fellingartækni o.fl.