Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Kort af þjóðskógunum
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögrum fornum fosshyl, stórgerðum og skeifulaga, einu mesta náttúruundri landsins.

Kort af þjóðskógunum
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Kort af þjóðskógunum
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Kort af þjóðskógunum
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Kort af þjóðskógunum
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Kort af þjóðskógunum
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Kort af þjóðskógunum
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Kort af þjóðskógunum
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Kort af þjóðskógunum
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Kort af þjóðskógunum
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Kort af þjóðskógunum
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Kort af þjóðskógunum
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Kort af þjóðskógunum
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Kort af þjóðskógunum

/thjodskogarnir/


jolatre

Jólatrjáavefur

Fræðsluvefur um jólatré og ræktun þeirra.

jolatre

Vantar þig jólatré?

Þú getur fengið íslenskt jólatré og jafnvel sótt jólatréð þitt sjálf(ur) í íslenskan skóg í öllum landshlutum á aðventunni.

hringdu_i_skoginn

Viltu rækta skóg?

Skógræktarsamningur við Skógræktina um skógrækt á lögbýlum, góður kostur!

skograekt

Myndbönd

Rás Skógræktarinnar á Youtube með ýmiss konar myndböndum um skógrækt


Fréttir

23.12.2017 : Hvar næ ég mér í jólatré?

Skógræktin og skógræktarfélög víða um land hafa ýmist afskorin jólatré til sölu eða bjóða fólki að koma í skóginn að höggva sér tré. Á upplýsingasíðu Skógræktarinnar um jólatré má komast að því hvar best hentar hverjum og einum að næla sér í tré og komast í leiðinni í réttu jólastemmninguna.

Lesa meira

18.12.2017 : Kolefnisröfl á mannamáli

Að stöðva losun frá framræstu landi er mjög mikilvæg loftlagsaðgerð. Ekki er þó nóg að minnka losun. Við verðum að ná koltvísýringi úr lofthjúpnum og binda. Einfaldasta leiðin er nýskógrækt en einnig má binda kolefni í basalti og græða upp örfoka land. Þetta er boðskapur Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs, í grein sem birtist á Vísi í dag.

Lesa meira

16.12.2017 : Framtíðarsýn í loftslagsmálum

Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, og Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi, skrifa grein sem birtist á Vísi þar sem þeir svara skrifum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um loftslagsmál sem birtist í Fréttablaðinu 14. desember. Þeir benda á að skógar hér á landi bindi kolefni bæði hraðar og í meira magni en áður var talið. Ekki sé rétt hjá Þorgerði að áhrif bindingar í skógi komi fram á löngum tíma og dugi skammt í því tímahraki sem fram undan er.

Lesa meira

15.12.2017 : Um innviði

„Við erum rík þjóð og nú ríkir góðæri. Það er einmitt á slíkum tímum sem fjárfesta á í innviðum, helst varanlegum innviðum sem gefa fjölbreyttan ágóða í framtíðinni og gera okkur betur kleift að takast á við erfiðari tíma þegar þeir koma. Skógar eru meðal þeirra innviða.“ Þetta skrifar Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri í grein sem birtist í nýútkomnu jólablaði Bændablaðsins.

Lesa meira

14.12.2017 : Hver er framtíð örverulífs í jarðvegi?

Föstudaginn 15. desember flytur Thorunn Helgason, doktor í líffræði við háskólann í York, hádegiserindi í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, um landbúnað, jarðveg og framleiðni þar sem hún spyr hver sé framtíð örverulífs í jarðvegi.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

04.01.2018 - 31.05.2018 Lesið í skóginn og tálgað í tré

Námskeið fyrir kennaranema við HÍ á vormisseri 2018

Nemendur kynnast því hvernig hægt er að nýta skóginn í kennslu og læri helstu vinnubrögðin við gerð hluta úr íslensku efni.