Landið allt

hallormsstadir

Hallormsstaðaskógur

Stærsti skógur landsins með fjölbreyttu útivistarsvæði, s.s. trjásafni, gönguleiðum, bátaleigu og grillsvæðum. Í skóginum er hin víðkunna Atlavík þar sem löngum voru haldnar útisamkomur.

Lesa meira
asbyrgi

Ásbyrgi

Fjölbreyttur skógur í ægifögru og stórgerðu skeifulaga jarðsigi, einu mesta náttúruundri landsins.

Lesa meira
grundarreitur

Grundarreitur í Eyjafirði

Sögulegur skógur frá árinu 1900 með fjölda ólíkra trjátegunda.

Lesa meira
reykjaholaskogur

Reykjarhólsskógur

Skemmtilegur útivistarskógur með gönguleiðum að útsýnisskífu þar sem útsýni er mjög gott til allra átta.

Lesa meira
vaglaskogur

Vaglaskógur

Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins með fjölda útivistarmöguleika.

Lesa meira
valir-a-thelamork

Vaglir á Þelamörk

Framtíðarútivistarskógur í nágrenni Akureyrar.

Lesa meira
vatnshornsskogur

Vatnshornsskógur

Vöxtulegasti náttúrulegi birkiskógur á Vesturlandi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi.

Lesa meira
nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Lesa meira
stalpastadaskogur

Stálpastaðaskógur

Vinsælir göngustígar í hlíðóttum skógi með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni.

Lesa meira
jafnaskardsskogur

Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Útivistarparadís, steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira
haukadalsskogur

Haukadalsskógur

Skemmtilegur og skjólsæll útivistarskógur með merktum gönguleiðum og sérhönnuðum stíg fyrir hjólastóla.

Lesa meira
thingvellir

Furulundurinn á Þingvöllum

Á hinum sögufrægu Þingvöllum má finna Furulundinn í Almannagjá, fyrstu árangursríku skógræktartilraun á Íslandi.

Lesa meira
thjorsardalur

Þjórsárdalur

Skógurinn er kjörinn staður til útivistar, enda er í honum að finna fjölda merktra og ómerktra stíga og skógarvega.

Lesa meira
thorsmork

Þórsmörk

Stórbrotið svæði með fjölbreyttu landssvæði og gömlum, ævintýralegum skógi - þeim sem næst kemst náttúrulegum birkiskógi á Íslandi.

Lesa meira
tumastadir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Lesa meira

Sjá alla skógana


skograekt

Frælisti Skógræktarinnar

Til sölu fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.

heimsokn

Skóglendisvefsjá

Yfirlit um sjá allt skóglendi á Íslandi, frá birkikjarri til ræktaðra skóga.

skadvaldar

Skaðvaldar í trjám

Eru skaðvaldar á ferð í þínum trjám?

skograekt

Stefna

Skógar á Íslandi: Stefna á 21. öld.

Fréttir

24.07.2014 : Metuppskera á Hrymsfræi

Aldrei hefur verið meiri uppskera af lerkifræi en í fyrra í fræhöllinni á Vöglum í Fnjóskadal þar sem frjóvgað er saman rússalerki og evrópulerki svo út kemur blendingsyrkið ‚Hrymur‘. Helmingi fræsins var dreift til gróðrarstöðva í vor en hinn helmingurinn geymdur til næsta árs. Því ætti talsvert að verða tiltækt af Hrym til gróðursetningar bæði 2015 og 2016.

Lesa meira

23.07.2014 : Kristján Jónsson á Veturliðastöðum kvaddur

Laugardaginn 19. júlí var jarðsunginn á Hálsi í Fnjóskadal Kristján Jónsson, bóndi á Veturliðastöðum. Kristján vann hjá Skógrækt ríkisins í aldarfjórðung eða svo. Hann var hagur á járn og tré og smíðaði m.a. vél til að leggja út plast fyrir skjólbelti.

Lesa meira

22.07.2014 : Vel heppnaður skógardagur á Vöglum

Skógardagur var haldinn á Vöglum í Fnjóskadal sunnudaginn 20. júlí í björtu og fallegu veðri og tæplega 20 stiga hita. Sýnd var grisjunarvél að störfum og vakti mikla athygli og hrifningu gesta sem voru nokkuð á annað hundrað talsins. Einnig var fræframleiðslan í fræhöllinni á Vöglum kynnt og eldiviðarframleiðslan.

Lesa meira

21.07.2014 : Skógræktin 25% af loftslagsskuldbindingu

Miklar breytingar eiga sér nú stað í gróðurfari landsins vegna hlýnunar loftslags. Fyrirhuguð nýskógrækt gæti uppfyllt fjórðung af skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum fram til 2020. Þetta kom fram í spjalli við Brynhildi Bjarnadóttur, doktor í skógvistfræði og lektor við Háskólann á Akureyri, í þættinum Sjónmáli á Rás 1.

Lesa meira

21.07.2014 : Eikarskógar á Íslandi og mikill trjávöxtur í sumar

Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, ræddi um möguleikana á eikarskógrækt á Íslandi og mikinn trjávöxt það sem af er sumri í tveimur fréttum sem sendar voru út á Stöð 2 um helgina.

Lesa meira

FréttasafnViðburðir

28.08.2014, kl. 10:00 - 16:00 Flokkun, framsetning og samskipti við söluaðila

Námskeið hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk

Hvernig tré eru flokkuð eftir ákveðnum stöðlum, val, merking og skráning á trjám fyrir sölu. Markaðssetning, sala og samskipti við söluaðila.

09.10.2014, kl. 10:00 - 17:00 Kransagerð úr náttúrulegum efniviði

Námskeið hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk