Stálpastaðir, fjóshlaða

  • Eigandi: Skógræktin
  • Sveitarfélag: Skorradalshreppur
  • Byggingarár: Óþekkt
  • Fasteignamat 2011: Er ekki á fasteignaskrá
  • Skráning og myndir:

Lýsing: Stálpastaðir fóru í eyði 1946. Haukur og Soffía Lára Hafstein Thors ánöfnuðu Skógrækt ríkisins Stálpastaði 1951. Ræktaður hefur verið skógur á um 100 hekturum lands á jörðinni. Íbúðarhúsið er fallið en eftir stendur fjóshlaða sem byggð er úr steypu og grjóti. Hlaðan var innréttuð og notuð sem svefnskáli fyrir starfsmenn Skógræktarinnar um tíma, þegar framkvæmdir voru sem mestar við skógrækt í Skorradal. Byggingarlag hlöðu er sérstakt og reisulegt. Veðrað yfirborð steinsteypu Stálpastaða er sérstakt og gefur þessu eyðibýli eftirtektarvert svipmót. Stórgrýtt steypa í veggjum minnir að nokkru á grjóti hlaðið hús. Þessi sérstæða bygging gæti t.d. í framtíðinni verið nýtt sem gestastofa og afdrep fyrir gesti, þar sem skógræktarstarfið í Skorradal væri kynnt. Nokkru þarf að kosta til viðhalds og aðgengis ef í slíkt yrði ráðist. Ef varðveita á Stálpastaði er nauðsynlegt að ganga strax frá þaki þannig að það nái vel út fyrir veggi og regnvatn spilli ekki veggjum frekar en orðið er.


Hér má sjá hina stórgrýttu steyptu veggi fjóshlöðunnar á Stálpastöðum

 

Áhugaverð grein frá fyrstu árum skógræktar í Skorradal