Pinus banksiana

Hæð: Miðlungsstórt tré, óvíst með mögulega hæð hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna tré með misbreiða krónu, tvær nálar í knippi

Vaxtarhraði: Fremur hægur

Landshluti: Óvíst

Sérkröfur: Ljóselsk tegund

Styrkleikar: Harðgerð

Veikleikar: Hægur vöxtur, mjög lítil reynsla

Athugasemdir: Gráfura er helsta furutegundin í barrskógum í austanverðu Kanada og kvæmi frá norðanverðu Alberta-fylki virðist harðgert hérlendis. Vegna hægs vaxtar og ekki sérstaklega beinvaxins vaxtarlags hefur þessi furutegund ekkert fram yfir stafafuru eða skógarfuru hérlendis og áhugi á henni í skógrækt er því lítill