Þegar auglýst hafði verið eftir umsóknum um styrki úr Vorviði vorið 2022 bárust umsóknir frá 43 aðilum. Eftir yfirferð umsókna fékk 21 aðili styrkloforð upp á samanlagt 8,2 milljónir króna.

Við árslok var gert upp við 16 aðila liðlega og námu úthlutanir til þeirra rétt um 5 milljónum króna. Hjá fimm aðilum varð ekkert af framkvæmdum og margir fengu ekki það plöntumagn sem að var stefnt enda var spurn eftir trjáplöntum meiri en framboð þetta árið.