Fallegur 'Hrymur' í skóginum á Miðhúsum á Fljótsdalshéraði. Mynd: Pétur HalldórssonEdda Björnsdóttir og Hlynur Halldórsson eru meðal frumkvöðla í bændaskógrækt hérlendis og meðal fyrstu bænda sem gerðu samning við Héraðs-­ og Austurlandsskóga.

Gróðursettar hafa verið rúmlega 36.500 plöntur upp í samning­ inn en talsvert meira hafa þau gert á eigin spýtur. Um 16 hektarar eru skilgreint skógræktasvæði, nú að mestu fullgróðursett.

Algengustu tegundirnar eru rússalerki og stafafura en þegar landið var tekið til skógrækar var það að mestu rýtt mólendi, melar og tún.

Miðhús eru steinsnar frá Egilsstöðum og skógurinn nýtist íbúum þar til útivistar.

Edda og Hlynur vinna margvíslegar afurðir og handverk úr skóginum og selja í fyrirtæki sínu, Eik. Þau hafa náð frábærum árangri í skógrækt sem til dæmis sést á þessum fallegu lerkitrjám af blendingnum Hrym sem á myndinni eru.