Lat. Elatobium abietinum

Lífsferill

Sitkalús (Elatobium abietinum) fjölgar sér með kynlausri æxlun allt árið um kring. Faraldrar eru eftir milda vetur, yfirleitt á haustin en ef veturinn er einstaklega mildur er hætta á vorfaraldri. Lúsin situr neðan á nálum og heldur sig mest á eldri nálum. Fyrstu einkenni eru ljósar þverrákir á nálum og gulnun. Síðan verður nálin brún og drepst.

Tjón

Sitkalúsin veldur mestum skemmdum á amerískum grenitegundum t.d. sitkagreni og blágreni. Hún drepur mjög sjaldan tré.

Varnir gegn skaðvaldi

Ástæðulaust er að verja heila lundi gegn lúsinni en beina varnaraðgerðum að stökum trjám sem eru mikilvæg fyrir ásýnd svæðisins.