Bændur um allt land rækta skóga og hafa með sér hagsmunasamtök, Landssamtök skógareigenda.

Kennimerki Landssamtaka skógareigendaUmtalsverður fjöldi bænda um allt land ræktar skóga og starfrækja þeir Landssamtök skógareigenda. Skógarbændur rækta skóga á sínum bújörðum í atvinnuskyni og stunda skógrækt til ýmissa nota, s.s. til viðarframleiðslu, vegna ferðaþjónustu, útivistar eða landgræðslu.

Tilgangur landssamtakanna er m.a. að sameina alla skógarbændur landsins í ein búgreinasamtök, að bæta aðstöðu skógræktar sem atvinnugreinar í sem víðustum skilningi, bændastéttinni til hagsbóta og að vera samtök og málsvari þeirra sem stunda skógrækt á bújörðum.