Skógrækt á lögbýlinu Galtalæk Biskupstungum. Ljósmynd: Agnes GeirdalFyrstu gróðursetningar undir merkjum Suðurlandsskóga eru frá árinu 1998. Starfsvæði þeirra náði yfir Reykjanes, Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslur. Lög um Suðurlandsskóga voru sett á Alþingi 1997, en ný lög um landshlutaverkefnin, sem Suðurlandsskógar urðu hluti af, voru samþykkt 2. júní 2006.

Eftir sameiningu skógræktarstofnana 2016 heyrir skógrækt á lögbýlum undir skógarauðlinda­svið Skógræktarinnar og sinna skógræktarráðgjafar Suðurlandi frá starfstöð Skógræktarinnar á Selfossi. Ársyfirlit um skógrækt á lögbýlum birtist í Ársriti Skógræktarinnar sem gefið er út árlega.

Ársskýrslur Suðurlandsskóga

1995 1996 1997 1998 1999
2000 2001 2002 2003 2004
2005 2006 2007 2008 2009
2010 2011 2012 2013 2014
2015