Lat. Oligonychus ununguis

Lífsferill

Köngulingur (Oligonychus ununguis) er af flokki áttfætlna, skyldur köngulóm og vísar heitið til þess. Köngulingur verpir á haustin og eggin klekjast út í byrjun sumars.

Tjón

Köngulingur stingur gat á frumur á yfirborði nála sem skapar rauðgula flekki á nálunum. Köngulingur er skaðlegastur á rauðgreni. Mest er af honum á heitum, þurrum sumrum.

Varnir gegn skaðvaldi

Varnaraðgerðir eru yfirleitt óþarfar nema í jólatrjáaræktun, Viðkomandi jólatrjáaræktendum er bent á Halldór Sverrisson og Eddu S. Oddsdóttur á Mógilsá.