Litlaskarð

  • Eigandi: Skógræktin
  • Sveitarfélag: Borgarbyggð
  • Byggingarár: 1956, en endurbyggt 1990
  • Skráning og myndir: Í júlí 2012 

Lýsing: Skógræktin eignast jörðina Litlaskarð 1989. Um það leyti voru flest hús á jörðinni ónýt að undanskilinni vélageymslu og verkstæði. Þessi hús voru endurbyggð og þeim breytt 1990. Framkvæmdir voru kostaðar af landbúnaðarráðuneytinu og Skógræktinni. Húsið er nú rekið sem frístundahús og leigt út til starfsmanna ríkisins. Litlakot er ein hæð, timburklætt hús með lágu risi. Steyptur sökkull er undir húsinu. Húsið er tengt hitaveitu. Flatarmál hússins er um 120 m². Flatarmál jarðarinnar er um 305 hektarar.