Hér að neðan er að finna umsagnir um drög að landsáætlun í skógrækt, sendar inn á samráðstímabilinu maí-júní 2021. Umsagnirnar eru birtar í tímaröð eftir því sem þær bárust. Fáeinir aðilar óskuðu eftir lengri skilafresti og verða umsagnir þeirra birtar jafnóðum og þær berast.

Seltjarnarnesbær

Fullt nafn Ásgerður Halldórsdóttir
Netfang asgerdur@seltjarnarnes.is
Textasvæði Seltjarnarnesbær gerir ekki athugasemd við landsáætlun í skógrækt 2021-2031 mjög metnaðarfullt verkefni. Gangi ykkur vel. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarsjtóri.

Ólafur St. Arnarsson

Fullt nafn Ólafur Stefán Arnarsson
Netfang olstar.ehf@gmail.com
Textasvæði

Orkustofnun áætlar að árleg nýtanleg vatnsaflorka í landinu sé 64 TWh. Þar af hafa verið virkjaðar 12 TWh. Skógræktin birtir ekki áætlaða skógarkolefnisbindigetu landsins næsta áratuginn. Eina viðleitnin í þá veru í skógræktaráætluninni er tilvitnun í Ara fróða í Íslendingabók. Ekkert bendir þó til að veðurfar á Íslandi á næsta áratug verði svipað því og var við landnám.

Ólafur R. Dýrmundsson

Fullt nafn Ólafur R. Dýrmundsson
Netfang oldyrm@gmail.com
Textasvæði

Hef kynnt mér landsáætlun um skógrækt 2021-2031, hið ágætasta plagg og þó sérstaklega minnihlutaálit nefndarinnar sem samdi áætlunina, þeirra Tómasar Grétars Gunnarssonar og Salvarar Jónsdóttur. Tek ég undir álit þeirra heils hugar. Þá kem ég hér á framfæri ábendingum í fimm liðum um þætti sem mér finnst ekki gerð nægileg skil, eða engin, í áætluninni:

1) Of mikil áhersla er lögð á ræktun innfluttra trjátegunda og ekki nægilega tilgreint hvar og í hversu miklum mæli eigi að rækta þær. Á meðal þeirra eru ágengar trjátegundir á borð við stafafuru sem m.a. koma við sögu í vafasamri skógræktartilraun í afrétti Mosfellsbæjar, án friðunar, á landi þar sem sauðfé gengur sumarlangt. Þess verði gætt að ganga ekki um of á náttúruleg gróðurlendi svo sem lyngheiðar, fjalldrapa, eini, birki- og víðikjarr.

2) Ekki verði ræktaður erfðabreyttur (GMO) trjágróður í landinu.

3) Þar sem svo til öll skógrækt utan kaupstaða og kauptúna er á bújörðum tel ég að miða eigi áætlanir um skógrækt sem mest við búskógrækt (agroforestry) þar sem skógrækt, og þar með skjólbeltarækt verði liðir í landbúnaðarframleiðslu á viðkomandi jörðum. Við þá skipulagningu verði einkum höfð að leiðarljósi vistrækt (permaculture) sem er alþjóðlega viðurkennd ræktunarstefna.

4) Með vaxandi skógrækt, ekki síst í nágrenni þéttbýlis; í kaupstöðum, kauptúnum og sumarhúsabyggðum, verði við alla skipulagningu skógræktar gætt sjónarmiða eldvarna þar sem gróðureldar eru vaxandi vandamál hér á landi.

5) Nefndin ræði og beini þeirri tillögu til ráðherra og ráðuneytis umhverfismála að tengja saman áætlanir á borð við landsáætlun í skógrækt og landgræðsluáætlun. Í framhaldi af því liggur beint við að hefja vinnu við gerða rammaáætlunar um landvernd og landnýtingu þar sem allir þættir yrðu teknir með. Þarna má hafa til hliðsjónar vinnu sem hófst um aldamót við gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma í fjórum áföngum. Fyrir um þrem ártugum var gerð tilraun til að vinna slíkt verk en nú er það orðið enn brýnna vegna samkeppni um lands til landbúnaðar og annarra nota. Þá liggur nú þegar fyrir mikið af upplýsingum sem má nýta, m.a. þessi landsáætlun um skógrækt. Sjá nánar í grein eftir mig um rammaáætlun um landvernd og landnýtingu í Bændablaðinu, 2. ágúst 2018, bls. 36.

Vesturbyggð

Fullt nafn Elfar Steinn Karlsson
Netfang elfar@vesturbyggd.is
Textasvæði

Umsagnarbeiðni þín var tekin fyrir á 84. fundi skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar sem haldinn var 14. maí, eftirfarandi var bókað á fundinum undir 4. fundarlið: 3. Kynning á drögum að landáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar 2021-2031 - ósk um umsögn

Lagt fram til kynningar erindi frá Skógræktinni, dags. 7. maí 2021.

Í erindinu er óskað eftir umsögn um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar. Landsáætlun í skógrækt fjallar um málaflokkinn skógrækt, sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Skógræktin er sú ríkisstofnun sem fæst við málaflokkinn. Heildstæð stefna á þeim forsendum sem hér gilda hefur ekki áður verið unnin. Lokaafurð er heildarstefna í skógrækt á Íslandi til næstu 10 ára.

Skipulags- og umhverfisráð fagnar því að sett sé fram vönduð stefna á landsvísu um skógrækt. Sveitarfélagið vill þó árétta að ætíð þurfi að skoða umsóknir um skógræktarverkefni svæðisbundið. Aðstæður geta verið mismunandi og ólíkir hagsmunir sem þurfi ávallt að vega og meta hverju sinni. Gæta verður að skógrækt falli vel að landi og myndi ákveðna samfellu. Þá leggur ráðið til að við skógrækt á Vestfjörðum verði, eins og kostur er, litið til tegunda sem eru einkennandi fyrir svæðið og horft til náttúrulegs landslags. Þetta tilkynnist hér með.

Sæmundur Kr. Þorvaldsson

Fullt nafn Sæmundur Kr. Þorvaldsson
Netfang lyngholt@snerpa.is
Textasvæði

Athugasemdir við minnisblað Tómasar Grétars Gunnarssonar og Salvarar Jónsdóttur vegna Landsáætlunar í skógrækt, sérálit.

Almennt: Almernnt finnst mér álit minnihluta vera sett fram í óþarflega mikilli vissu um áreiðanleika (að því er mér finnst klisjukenndra) áliktana sem ýmsar stofnanir og fræðimanna kreðsur temja sér að líta á sem „hina einu réttu“ þegar kemur að umræðu um náttúru- vistfræði og náttúrvernd, og sé á einhver hátt vísindalega betur undirbyggð en röksemdir t.d. náttúrufræðinganna sem skrifaðir eru fyrir meirihlutaáliti. Þesskonar endurteknar „skýrslu-staðreyndir“ finnst mér stundum hafa orðið til við aðeins eina upphrópun og má þar t.d. nefna dæmið þegar hinn merki Pétur M. Jónasson hélt því fram í bók sinni um Þingvallavatn að grenilundir á svæðinu ógni stórlega lífríki vatnsins. Þetta hefur verið marg hrakið en virðist ekki hagga mörgum sjálfsskipuðum handhöfum „réttra“ nárrúruvísinda.

Annað dæmi má nefna en það var ruglið sem Skotvís kokkaði upp á árunum upp úr 1990 þegar efnt var til umfangsmikils átaks sem kennt var við landgræðsluskóga. Því var haldið fram að stóraukin birki-skógrækt ógnaði „bersvæðafuglinum“ rjúpunni – og allnokkrir fuglafræðingar bökkuðu það upp en virtust svo hafa sáralítið til síns máls og alveg sérstaklega ekki þegar stærðarhlutföll skóga og skóglauss lands er haft í huga.

Sérálitshöfundum er tíðrætt um hve náttúra íslands er sérstök og einstök og henni megi því ekki raska, hvorki í smáum skala nér stórum landslagsskala. Sérstaða íslenskrar náttúru felst einmitt ekki í því hve séhæfð og afmörkuð hún er heldur þvert á móti. Í náttúru Íslands eru mjög margar tegundir jurta og fugla með ótrúlega vítt aðlögunarsvið. Margar fuglategundir sem hér eru, eru það sem kalla má „tækifærissinar“ og nýta þær aðstæður sem eru í boði hér þótt þeir nýti sér annað annars staðar þar sem eittvað betra kann að bjóðast. Þeir eru enda margir á jaðri útbreiðslusvæðis síns og „á jaðrinum“ þurfa tegundir að kunna að bregaðst við ýmsu.

Vissulega er ósnortin náttúra falleg og heillandi en hérlendis er hún víðast enganvegin ósnortin þótt því sé haldi fram í auglýsingapésum og hefðbundnum glansmyndum. Hugtakið „ósnortið“ er ekki mikils virði ef það er notað eftir hentugleikum. Hér falla sérálits höfundar í þá gryfju að mála upp sterka rómantýska liti og vega þá á móti einhverju óljósu varg-eðli manna eða meintri græðgisvæðingu. Þetta minnir helst á orð ónefnds fyrrverandi umhverfisráðherra sem lét þess getið að hann væri „Svo sem ekkert á móti skógrækt með útlendum trjáegundum en hann vildi ekki sjá mengandi pappírs- og sellulósaverksmiðjur rísa hérlendis og væri þess vegnaí á móti ræktun útlendra trjátegunda...“

Auðnum verður ekki ógnað með umræddri landsáætlun í skógrækt og mólendi (sem sagt er afar verðmætt og hafi mikla sérstöðu vegna þess hve algengt það er hérlendis) verður heldur ekki ógnað með því að rækta skóga í hluta þess -á nýjan leik, því núverandi mólendi er sennilega að mestu fyrrum birkiskógarbotn.

Vissulega þarf að hafa aðgát við allar framkvæmdir og áætlanir en sérálitsmenn virðast telja sig vera að berjast við „þann stóra sjálfan“ (sem er að vísu skemmtilegur Íslenskur siður) en ég geld varhuga við því, þar sem í fæstum tilfellum verða það stórir aðilar sem fást við skógrækt. Einfalt regluverk og fagleg þekking á skógrækt getur hæglega tryggt að úr þessu verið ekki sjálfkrafa einhver „mengandi stóriðnaður“

Að skapa auðlind með ræktun í sínu nærumhverfi ætti að teljast jákvæður póstur í mannlegu umhverfi og þarf að vera gerleg án þess að menn hafi að baki sér óvígan her sérfræðinga, júrista og fullt af pening og tíma.

Mikið púður fer í að mála hættuna af hinum erlendu og meintu ágengu tegundum en um það þarf ekki að hafa mörg og hástemd viðvörunarhróp í tilfelli tjrátegunda. það hefur ekki vafist fyrir mannkyni allar götur frá steinöld að uppræta skóg. Flestar trjátegundir fjölga sér hægt og verða ekki kynþroska fyrr en margra ára – öfugt við grös og því auðvelt að stíga inn í framvindu ef hún ógnar einhverju. Stafafuran er nefnd til sögunnar sem varasöm ef ekki hættuleg tegund í lifríki Íslands, það er í sjáfu sér forvitnilegt þar sem önnur útlend tegund hefur örugglega náð mun meiri árangri í ágengni sinni en furan. Það er viðjan (Salix myrsinifolia) en sennilega rugla menn henni saman við ilmbjörkina í hæfilegri fjarlægð og því kallar hún síður fram kvíða. Það er helst að frumherjategundin birki geti átt það til að fjölga sér hratt og vel fái hún til þess næði.

Svokallaður nytjaskógur er skógur sem ræktaður er upp með ákveðnum aðferðum til að stýra honum til uppskeru verðmætis í formi smíðatimburs eða annara beinna viðarafurða. Þesskonar ræktun kallar á vissa einsleitni fyrst og fremst til að tryggja rekstrarafkomu ræktunarinnar rétt eins og byggið á akrinum verður ekki ræktað að viti í bland með túnvingli eða bugðupunti. Til eru mörg og margreynd módel fyrir nytjaskógrækt og oftast er leitast við að hafa þá eins fjölbreytta og kostur er til að tryggja auðugra vistkerfi og um leið meira ræktunaröryggi. En timburnytjaskógur sem ekki verður hagkvæmur í rekstri verður einfaldlega engum til fjárhagslegs gagns.

Svo er gjarna talað um fjölnytjaskóg en þessi orð geta svosem haft allskonar merkingu eftir atvikum. Orðið vísar þó til þess að nytjarnar séu ekki af viðinum einum saman heldur komi fleira til. Þannig er það eimitt í hinum þróaðri skógarlöndum að timbrið er bara ein afurðin sem litið er til en amk. 200 aðrir vöruflokkar geta komið úr skógi (en verða ekki til án hans) að ekki sé nú talað um önnur áhrif svo sem skjól fyrir aðra ræktun s.s. grænmeti, grös og búfé.

Þá er enn ótalið verndargildi skóga fyrir jarðveg, vatnsbúskap, skordýr og margar fuglategundir. Það er að mínu viti mjög og alvarlega ofsagt að hættur sem minnihlutinn málar upp séu svo stórar og alvarlegar að ekki megi hæglega stýra hjá þeim – en um leið tryggja að íbúar landsins geti nýt sér kosti skóga. Við höfum bæði þekkingu og reynslu til að rækta góða og sjálfbæra skóga- og vítin til að varast (reynslan). En að trúa því að reglugerðarfrumskógur og þunglammalegt leyfiskerfi tryggi vænlegan árangur er kolröng nálfgun, hún er fremur nálgun áður ónefnds umhverfisráðherra; „öruggast að gera ekki neitt“. Við áherslur á verndun landslags þarf að skoða vel hvað er átt við, hvaða landslag ? Er það t.d. búsetulandslagið sem var við landnám eða er það búsetulandslagið sem við blasti 1980 ?? Eða er það landslagið sem barnið okkar elst upp við og er ekki það sama og við ólumst upp við. Víða um lönd eru skógar og skógrækt sérstaklega stunduð til að fela nútíma landslag – hús og vegi sem hvort tveggja eru nauðsynlegir innviðir -einnig í dreyfbýli. Skóga má rækta til að auðvelda rekstur mannvirkja s.s. spara orku, safna snjó á tiltekin svæði os.frv. – en því miður dugar birkitegundin sjaldnast til sliks.

Ég held því fram að skórækt sé og verði mjög þýðingarmilkir á Íslandi í framtíðinn og ekki síst í þeirri loftslagsvág sem að okkur steðjar. Þá er ég ekki að tala um kolefnisbindingu heldur framtíðar-möguleika matvælaframleiðslu á Íslandi sem augljóslega verður ekki byggð á auknini kvikfjárrækt. Að stefna að allskonar skógrækt á svo litlu sem 0,6 % landsins á næstu 20 árum ætti að vera álitin einhverskonar lágmarkskrafa (og það strax) í samfélagi sem vill lifa sjálfbært í landi sínu. Réttara markmið væri sennilega að stefna að 30% skógarþekju, eða eins og staðan var trúlega við landnám. Ef það væri markmiðið í umræddri landsáætlun væri ef til vill ástæða til að viðhafa varúðarreglur og matsskyldur að umfangi í átt við það sem minnihlutinn leggur til. Skógrækt er ekki aðeins það að planta trjám, hún er: verkvitið, fræðin, listin og reksturinn við að rækta skóg á þann hátt að úr honum verði stöðugt framboð afurða, tiltekið umhverfi eða önnur gildi sem eru eftirsóknarverð fyrir skógareigandann.

Brynjar Skúlason

Fullt nafn Brynjar Skúlason
Netfang brynjar@skogur.is
Umsögn í viðhengi

Landsáætlun í skógrækt-umsögn-Brynjar Skúlason

 

 

Samband íslenskra sveitarfélaga

Fullt nafn Samband íslenskra sveitarfélaga -
Netfang gudjon@samband.is
Umsögn í viðhengi Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. 1-umsogn-um-drog-ad-landsaaetlun-i-skograekt.pdf

Landssamtök skógareigenda

Fullt nafn Landssamtök skógareigenda
Netfang hlynur@skogarbondi.is

Textasvæði

 

 

Umsögn í viðhengi

 

Viðhengi 2

Í viðhengi eru tvær umsagnir frá LSE. Ein ný og hin frá janúar 2020. Báðar styðja þær við hugmyndir um stóreflda nytjaskógrækt, landi og þjóð til heilla.

Viðhengi 1
1-umsogn-lse-um-landsaaetlun-i-skograekt_juni2021.pdf

Viðhengi 2
2-landsaaetlun-i-skograekt-samradsgatt_athugasemdir-fra-lse_jan-2020.pdf

Edda S. Oddsdóttir

Fullt nafn Edda Sigurdis Oddsdottir
Netfang edda@skogur.is
Textasvæði  
Umsögn í viðhengi 1-umsogn-um-minnihlutaalit-vegna-landsaaetlunar-i-skograekt.pdf

 

 Skorradalshreppur

Fullt nafn Skorradalshreppur

Netfang

skipulag@skorradalur.is
Textasvæði Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tekið verði undir minnihlutaálit verkefnisstjórnarinnar er varðar að sveitarfélag ber ábyrgð á veitingu framkvæmdaleyfis, sem jafnframt þarf að vera í samræmi við skipulag, sbr. 13. gr. laga nr. 123/2010 og 4.-5. gr. rg. nr. 772/2012. Mikilvægt er að landsáætlun sé skýr, taki tillit til gildandi laga s.s. laga um skóga- og skógrækt nr. 33/2019 og laga um náttúruvernd nr. 60/2013 auk gildandi alþjóðlegra samninga.

 

Landvernd

Fullt nafn Landvernd
Netfang audur@landvernd.is
Textasvæði Vinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi.
Umsögn í viðhengi 1-skograektaraaetlun-umsogn-landverndar_loka_15-juni-2021.pdf

Bird Life International

Fullt nafn Barend van Gemerden
Netfang barend.vangemerden@birdlife.org
Textasvæði Dear Madam, Sir, Please find attached a letter from BirdLife International, co-signed by 38 nature conservation organisations active in the East Atlantic Flyway, to raise our concerns about the adverse effects the National Forestry Plan 2021-2031in its current form will have on the breeding habitat of migratory birds. Sincerely yours, Dr Barend van Gemerden Coordinator BirdLife Global Flyways Programme on behalf of Patricia Zurita CEO BirdLife International
Umsögn í viðhengi 1-birdlife-international-re-iceland-forestry-plan-38-signatures.pdf

Félag skógarbænda á Austurlandi

Fullt nafn Félag skógarbænda á Austurlandi
Netfang haukurgudmundsson88@gmail.com
Textasvæði Stjórn FSA tekur undir umsögn LSE um landsáætlun í skógrækt og styður hana heilshugar. Haukur Guðmundsson, ritari FSA fyrir hönd stjórnar.

Reynir Kristinsson

Fullt nafn Reynir Kristinsson
Netfang reynir@kolvidur.is
Textasvæði Ég sakna betri tenginga milli landsáætlunarinnar og landnýtingaráætlana sveitarfélga. Sveitarfélögin þurfa að koma inn með skýrum hætti hvar megi eða megi ekki vera skógur og þetta þarf að koma inn í aðalskipulag sveitarfélaganna eins fljótt og kostur er svo að það tefji ekki þegar kemur að umsóknum um framkvæmdaleyfi til skógræktar. Markmið 2.1 er um 60.000 ha. viðbótaskógrækt þetta hefði mátt vera 100 þús. ha. til bindingar, viðarframleiðslu og þar með atvinnusköpunar ekki síst á landsbyggðinni. Í þessum kafla er fjallað um markaði og bent á að erlendis séu markaðir fyrir bindingu. Hér á landi hefur Kolviður boðið upp á kolefnisbindingu fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð s.l. 15 ár. Hátt á annað hundrað fyrirtæki eru að nýta sér þetta samstarf og á annað þús. einstaklingar hafa einnig bundið losun sína í samstarfi við Kolvið. Rannsóknarmiðstöð Skógræktarinnar í Mógilsá hafa annast rannsóknir og mælingar í verktöku fyrir Kolvið.

 

Skógareigendur á Suðurlandi

Fullt nafn Skógareigendur á Suðurlandi
Netfang bjorn@bjarndal.is
Textasvæði Umsögn Félags skógareigenda á Suðurlandi. mbk, Björn B. Jónsson
Umsögn í viðhengi 1-landsaaetlun.pdf

Náttúrufræðistofnun Íslands

Fullt nafn Þorkell Lindberg Þórarinsson
Netfang thorkell.l.thorarinsson@ni.is
Textasvæði Meðfylgjandi er umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031.
Umsögn í viðhengi 1-landsaaetlun-i-skograekt-bref-med-umsogn_loka.pdf

Hið íslenska náttúrufræðifélag

Fullt nafn Hið íslenska náttúrufræðifélag
Netfang hin@hin.is
Textasvæði Umsögn HÍN er í meðfylgjandi viðhengi.
Umsögn má líka senda sem skjal í viðhengi 1-landsaaetlun-athsemir-hin_-18.06.2021.pdf
 

Náttúruverndarsamtök Íslands

Fullt nafn Árni Finnsson
Netfang arni@natturuvernd.is
Textasvæði Sjá umsögn Náttúruverndarsamtaka Íslands Mbk. Árni Finnsson.
Umsögn í viðhengi

1-umsognn-skograektaraaetlun-juni-2021.pdf

Náttúruminjasafn Íslands

Fullt nafn Náttúruminjasafn Íslands
Netfang ragnhildur.gudmundsdottir@nmsi.is
Textasvæði Meðfylgjandi er umsögn Náttúruminjasafns Íslands um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031.
Umsögn í viðhengi 1-nmsi_alit_vegna_landsaaetlunar_i_skograekt_loka.pdf

Bændasamtök Íslands

Fullt nafn Bændasamtök Íslands
Netfang gudrun@bondi.is
Textasvæði Sjá hjálagða umsögn.
Umsögn í viðhengi 1-umsogn_bi_landsaaetlun_skograekt_180621.pdf

Sveinn Runólfsson

  Sveinn Runólfsson
Netfang sveinnrun@gmail.com
Textasvæði Í viðhengi er PDF skjal með umsögn Andrésar Arnalds og Sveins Runólfssonar um drög að landsáætlun í skógrækt.
Umsögn í viðhengi 1-landsaaetlun_skograekt_loka_18_juni_a.pdf

Umhverfis-og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Fullt nafn Anna Ragnarsdóttir Pedersen
Netfang anna@hornafjordur.is
Textasvæði Meðfylgjandi er umsögn umhverfis-og skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Umsögn í viðhengi 1-sveitarfelagid-hornafjordur-umsogn-skograektaraaetlun.pdf

Vistfræðifélag Íslands

Fullt nafn Vistfræðifélag Íslands
Netfang vistfraedifelag@gmail.com
Textasvæði  
Umsögn í viðhengi 1-umsogn_landsaaetlun_skogr_vistfraedifelag.pdf
 

Stjórn Skógfræðingafélags Íslands

Fullt nafn Stjórn Skógfræðingafélags Íslands
Netfang stjorn@skogfraedingar.is
Textasvæði Stjórn Skógfræðingafélags Íslands hefur lesið yfir drög að landsáætlun í skógrækt og sérálit tveggja nefndarmanna. umsögn stjórnarinnar er í viðhengi
Umsögn í viðhengi 1-umsogn-stjornar-skogfraedingafelags-islands-um-landsaaetlun-i-skograekt-og-seralit-tveggja-nefndarmanna-.docx

Samtök náttúrustofa

Fullt nafn Samtök náttúrustofa
Netfang sns@sns.is
Textasvæði Umsögn Samtaka náttúrustofa um skógræktaráætlun landsáætlun í skógrækt 2021-2025.
Umsögn í viðhengi 1-20210616_skograektaraaetlun_sns.pdf
 

Skógræktarfélag Íslands

Fullt nafn Skógræktarfélag Íslands
Netfang bj@skog.is
Textasvæði Reykjavík 18. júní 2021. Skógræktin Miðvangi 2-4 700 Egilsstaðir skogur@skogur.is Umsögn: Drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 Stjórn Skógræktarfélags Íslands hefur kynnt sér drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031. Á margan hátt er skýrslan viðamikil og lýsandi um fjölmargt er áhrærir skógræktargeirann og stöðu hans hér á landi. Fjallað er á ítarlegan og á upplýsandi hátt um helstu samninga og samþykktir er varða skógrækt með einhverjum hætti bæði hér á landi og alþjóðlega. Félagið gerir athugasemdir við eftirfarandi atriði. Nr. 1. Sjá 1.2.5. Hver eru lykilviðfangsefnin sem stefnan þarf að taka á ? s.8. „að auðvelda aðgengi fólks …… og félagasamtaka í skógræktarstarfinu,“ Einnig síðar í 2.2 Meginmarkmið 5 s. 11 s. 26 Greinargerð með meginmarkmiði 5 Mikilvægt er að þessum þáttum verði sinnt með markvissum hætti. Mikilvægi innviðaruppbygginar er óumdeild svo sem með góðum vegum og stígum um skóglendi en er á sama tíma ekki fjármögnuð með nokkrum hætti. Hestamenn hafa komið ár sinni þannig fyrir borð að úthlutað er árlega af ríkissjóði til reiðstíga víða um land. Það er áhugavert fordæmi. Nr. 2. Erlend tengsl s. 46. Ekki er fjallað um fræðsluferðir Skógræktarfélags Íslands sem hafa verið haldnar árlega í yfir 20 ár en þær hafa opnað, fyrir leikum sem lærðum, augu manna fyrir skógrækt bæði í Evrópu og víðar og þar með víkkað sjóndeildarhring skógargeirans á Íslandi. Nr. 3. Skógræktarfélag Íslands s. 47 Í umfjölluninni hefði verið eðlilegt að fjalla ítarlega um Yrkjusjóðinn hlutverk og starf, en hann hefur starfað í nær 30 ár. Auk þess Kolvið samstarfsverkefni SÍ og Landverndar en sjóðurinn hefur eflst verulega frá stofnun 2007. Einnig hefði verið eðlilegt að fjalla sérstaklega um skógarreiti aðildarfélaga SÍ. Vel yfir 200 einstaka skógarreiti skógræktarfélaganna er að finna víða um land (gömlu skógargirðingar félaganna) þar á meðal vinsælustu útivistarsvæði landsins. Nr. 4. Landgræðsluskógar 3.2.8.3. s. 55. Litlar upplýsingar liggja fyrir um lifun eða vöxt plantna. Ekki allskostar rétt því að á upphafsárum Landgræðsluskóga voru gerðar nokkuð ítarlegar rannsóknir á árangri Landgræðsluskóga sjá: https://www.skog.is/wp-content/uploads/2019/03/SRR_1992_lr.pdf Þessum rannsóknum var fylgt eftir í nokkur ár. Það er hins vegar rétt að ekki hefur verið unnið markvisst að rannsóknum síðan, nema hvað á vegum verkefnisins „íslensk skógarúttekt“ á Mógilsá hefur farið fram mat á árangri (lifun, vöxtur, kolefnisbinding) á Landgræðsluskógaverkefninu meðfram öðrum skógræktarverkefnum, án þess að niðurstöður úr Landgræðsluverkefninu hafi verið teknar út fyrir sviga og gerð sérstaklega grein fyrir þeim – sem væri auðvelt að gera. Nr. 5. 4.3 Meðferð skógræktar í stjórnsýslu sveitarfélaga s. 65. Í skýrslunni er fjallað nokkuð ítarlega um framkvæmdaleyfi samkvæmt skipulagslögum og er þessi yfirferð ágæt. Það hefur hins vegar sýnt sig marg oft að leyfisumsóknir og meðferð og afgreiðsla þeirra hjá sveitarfélögum er oft á tíðum með ólíkindum. Telja verður brýnt að Skógræktin vinni að því að efla upplýsingar og verkþætti gagnvart sveitarfélögum þannig að slíkt ferli virki með „eðlilegum hætti“. Nr. 6. Sérálit – minnisblað Þegar sérálitið er lesið virðist það við fyrstu sýn vera ritað af miklum rökum og staðfestu en þegar betur er að gáð kemur í ljós að röksemdir og tilbúningur höfunda er reistur á þunnum ís. Þar eru allskonar fullyrðingar sem virðast vera settar fram til þess að ýta undir misskilning og skapa misklíð. Draga má athugasemdir minnihlutans í þrjá meginþætti. a) Framandi ágengar trjátegundir. Þrátt fyrir að einstaka lönd hafi bannað stafafuru (Noregur) eru önnur lönd, m.a. all margar þjóðir í ESB, sem bæði nota stafafuru og aðrar aðfluttar tegundir. Í nágrenni við okkur er Skotland sem byggir skógrækt sína að verulegu leyti á erlendum tegundum þ.á.m. sitkagreni og stafafuru. Á Írlandi þekja sitkagreniskógar rúmlega 343 þúsund hektara, eða 51.1% af heildarflatarmáli skóglendis á Írlandi og stærstan hluta af timburskógum Íra. Engum írskum ráðamanni myndi detta í hug að banna þessa tegund á grundvelli þess að hún hafi verið staðin að því að fjölga sér með sjálfsáningu. Hér á landi er engin ógn af útbreiðslu stafafuru enda allt ferlið mjög fyrirsjáanlegt og þekkt. Útbreiðslan er hæg vegna þess að loftslag er hér miklu svalara og kaldara heldur en víða annarsstaðar. Ekki er hægt að bera það saman við allt önnur skilyrði. Á um 100 árum gæti stafafura hugsanlega breiðst að meðaltali út um nokkra tugi metra og aðallega undan meginvindáttum. Ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af, heldur gæti það miklu fremur talist fagnaðarefni. Ef svo einkennilega vildi til að menn vildu hamla útbreiðslu er rétt að benda á að Íslendingar eru heimsmeistarar í eyðingu skóga. Þá er einnig rétt að benda á að miklum fjármunum hefur verið varið í að finna út hvaða tegundir og kvæmi henta hér á landi. Að kasta slíkri þekkingu fyrir róða væri heimskulegt. Einnig er rétt að benda á að sala á stafafuru er ein helsta tekjulind skógræktarfélaga hér á landi en milli 20 – 30 félög selja stafafuru jólatré árlega. Með sölu trjáa sem ræktuð eru hér á landi er dregið verulega úr því sótspori sem innflutningur á erlendum jólatrjám sem eru ræktuð í öðrum löndum hefur í för með sér. b) Skógrækt ógni fuglastofnum Höfundar byggja ætlaða ógn á líkindum og gefa sér ótrúlega forsendur. Slíkar æfingar eru svo sem ágætar til síns brúks en byggja á mjög vafasömum forsendum. Rétt er að benda á að flestar mófuglategundirnar sem nefndar eru lifa á meginlöndum þar sem vaxa tré. Ekki er vitað til þess að stofnanir eða samtök hafi raunverulegt yfirlit yfir eða vakti árlega mófuglastofna hér á landi svo nokkru nemi eða fylgist nákvæmlega með árlegum stofnbreytingum. Breytingar á þessum sömu stofnun eru einnig háðar umhverfisaðstæðum og breytingum á þeirra vetrarslóðum því þar eru jafnvel stundaðar skotveiðar þannig að jafn einföld mynd og höfundar draga upp dæmir sig sjálf. Væntanlega er auðvelt að fylgjast með stofnum sem eru ofarlega í fæðukeðjunni eins og arnarstofni og fálka og mikið púður er lagt í að fylgjast með rjúpnastofninum. Væri ekki nærtækara að höfundar vinni heimvinnuna fyrst til að geta tíundað nákvæmlega hver áhrif skógræktar á fuglastofna hugsanlega verða. Þá er rétt að benda á að mólendi er eitt algengasta gróðurfyrirbæri landsins þannig að þar er af miklu að taka. Það væri t.d. mjög áhugavert að rannsaka fjölgun nýrra fuglategunda sem hafa numið hér land vegna nýskógræktar. Fuglaáhugafólk fagnar auknum fjölbreytileika fuglalífs hér á landi, því staðreyndin er sú að aukinni skógrækt fylgja fleiri fuglar sem teljast nýbúar sem auka fjölbreytni íslenskrar náttúru. Hvort fuglastofn mófugla var minni hér við land við landnám þegar birki þakti um 1/3 skal ósagt látið. c) Áætlunin brjóti á íslenskum lögum og alþjóðasamningum Fullyrðing höfunda sérálitsins, að fyrirliggjandi áætlun brjóti á alþjóðlegum samningum og íslenskum lögum, er sett fram á hæpnum forsendum. Að íslensk lög geri ekki ráð fyrir að notaðar séu innfluttar tegundir við endurheimt vistkerfa og að slíkar tegundir hafi einkum neikvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni er afar villandi. Trjárækt á mjög litlum hluta landsins er ekki ógn við líffræðilega fjölbreytni íslenskrar náttúru heldur mun hún auka fjölbreytni og mynda lífvænlegri vistkerfi en öll vistkerfi eru sífellt að breytast og munu jafnvel breytast enn hraðar með vaxandi áhrifum loftslagsbreytinga. Því miður eru vistkerfi Íslands ekki ósnortin eins og oft er haldið fram heldur afleiðing ófyrirsjáanlegra hamfara sem menn hrundu af stað við landnám. Þær miklu afleiðingar sem búsetan hafði eftir að mannfólk með búsmala sinn settist að hér á landi og tók að ryðja skóga og yrkja landið, beita það og svo framvegis, markaði djúp sár sem eru að mestu ógróin og verða ekki að fullu endurheimt. Ung og fábreytt flóra og fána hafa áreiðanlega haft sitt að segja um þær alvarlegu afleiðingar sem búsetan olli. Hér hafa engar innlendar plöntur þróast enda aðeins 10 þúsund ár frá því ísa leysti og væntanlega hefur þorri flórunnar borist til landsins með einum eða öðrum hætti. Höfundar sérálitsins vitna oftar en ekki máli sínu til stuðings í alþjóðasamþykktir og samninga. Rétt er að geta þess að samkvæmt Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er í 2. gr hennar orðrétt: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.“ Það er því rétt að taka fram að hér á landi gilda íslensk lög og þau halda gildi sínu þrátt fyrir að við göngumst undir ýmsa alþjóðasamninga. Í sérálitinu er ýmsum alþjóðasamningum teflt fram og síðan gefa höfundar sér að verið sé að brjóta samþykktir. Þessi aðferðarfræði er í sjálfu sér þekkt en er fyrst og fremst notuð til að slá ryki í augu þeirra sem ekki þekkja til stöðu og samhengis íslenskra laga og alþjóðlegra samninga. Það er hins vegar með ólíkindum þegar höfundar fullyrða blákalt að margt í landsáætluninni varði við lögbrot. Það er því augljóst að sérálitið er uppfullt af gífuryrðum og með öllu ómarktækt. Með góðum kveðjum Jónatan Garðarsson, Brynjólfur Jónsson, formaður framkvæmdastjóri
Umsögn í viðhengi 1-umsogn-sk.-islands-um-landsaaetlun-i-skograekt-endanleg.pdf

Fuglavernd

Fullt nafn Fuglavernd
Netfang fuglavernd@fuglavernd.is
Textasvæði  
Umsögn í viðhengi 1-lsk_fuglavernd_juni_2021.pdf

Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Ingibjörg Svala Jónsdóttir

Fullt nafn Þóra Ellen Þórhallsdóttir
Netfang theth@hi.is
Textasvæði Umsögn fylgir í viðhengi
Umsögn í viðhengi 1-umsogn-lif-og-umhverfisvisindadeild-haskola-islands.pdf

Félag skógarbænda á Vesturlandi

Fullt nafn Félag skógarbænda á Vesturlandi
Netfang hrutsstadir@simnet.is
Textasvæði Umsögn - Landsáætlun í skógrækt
Umsögn í viðhengi 1-landsaaetlun-i-skograekt-umsogn-2021.pdf
 

Jón Gunnar Ottósson

Fullt nafn Jón Gunnar Ottósson
Netfang ottosson.j.g@gmail.com
Textasvæði Sjá umsögn í meðfylgjandi viðhengi
Umsögn í viðhengi 1-umsogn-um-drog-ad-landsaaetlun-i-skograekt.docx

Ólafur Arnalds

Fullt nafn Ólafur Arnalds
Netfang oa@lbhi.is
Textasvæði  
Umsögn má líka senda sem skjal í viðhengi 1-landsaaetlun-i-skograekt-2021-oa.pdf

Skógræktarfélag Reykjavíkur

Fullt nafn Skógræktarfélag Reykjavíkur
Netfang heidmork@heidmork.is
Textasvæði Umsögn Skógræktarfélags Reykjavíkur Skógræktarfélag Reykjavíkur fagnar landsáætlun í skógrækt og því faglega starfi sem hefur átt sér stað í starfi nefndarinnar. Um er að ræða mikilvægt starf til að skýra verkferla og auka samstarf milli hagaðila til þessa að til að ná markmiðum í skógrækt. Sjaldan hefur mikilvægi útivistarskóga sannað jafn glögglega gildi sitt og síðastliðið ár þegar mikli aukning átti sér stað í Heiðmörk í heimsfaraldri. Fjölbreyttir útivistarhópar nýta í auknu mæli skógana hjá okkur. Það er stefna Skógræktarfélags Reykjavíkur byggja upp fjölbreytilega útivistarskóga sem eru öllum opnir og fögnum við þeirri áherslu sem lögð er á þátt útivistarskóga í drögum að landsáætlun í skógrækt. Mikilvægt er að tryggja notkun á fjölbreyttum trjátegundum sem henta til skógræktar á hér á landi. Sérstaklega í ljósi þeirra loftslagsbreytinga sem eru að eiga sér stað, en þær munu hafa í för með sér breytingar á skilyrðum til ræktunar skóga í Íslandi. Þá hafa nú þegar borist fleiri skordýr og sjúkdómar til landsins sem herja á trjágróður og hafa áhrif á vöxt og viðgang trjátegunda sem nú þegar eru í ræktun. Með því að nota fjölbreyttar tegundir má tryggja aukið ræktunaröryggi til framtíðar og getu til þess að takast á við þau áföll sem skógar hér á landi kunna að verða fyrir. Sem dæmi um slík áföll í skógrækt síðustu ár má nefna skaða á birki sem hefur hlotist af birkiþélu og birkikembu, en landnám slíkra skaðvalda dregur úr vexti birkiskóga. Mikilvægt er að gefa aukinn gaum að þætti skógræktar í að byggja hér upp sjálfbært lífhagkerfi. Samstarf Skógræktarfélags Reykjavíkur við Tækniskólann sem hófst á síðasta ári er skref í að tengja saman skógarafurðir við iðngreinar og mikilvægt skref að okkar mati til að byggja upp þekkingu í að nýta þær skógarafurðir sem verða til við skógrækt. Með ræktun fjölbreyttra trjátegunda má auka möguleika til verðmætasköpunar með úrvinnslu úr efnivið sem hefur ólíka eiginleika og bíður upp á fjölbreytta viðarvinnslu. Skógræktarfélag Reykjavíkur hvetur til þess að þegar í stað verði farið í markvissa skógrækt til að markmið um kolefnisbindingu fyrir árið 2040 náist. Það að skýra verkferla við skipulag skóga og auðvelda ákvarðanatöku í sveitarfélögum til heimilda landeigenda til skógræktar, er afar mikilvægt skref til þess að markmið um kolefnisbindingu nái fram að ganga.

Ungir umhverfissinnar

Fullt nafn Finnur Ricart Andrason
Netfang loftslagsfulltrui@umhverfissinnar.is
Textasvæði  
Umsögn í viðhengi 1-umsogn-ungra-umhverfissinna-vid-drog-ad-landsaaetlun-i-skograekt-2021-2031.pdf

Sigurður H Magnússon

Fullt nafn Sigurður H Magnússon
Netfang sigurdurh@vortex.is
Textasvæði  
Umsögn í viðhengi 1-umsogn-shm.docx

Landgræðslan

Fullt nafn Landgræðslan
Netfang land@land.is.is
Textasvæði  
Umsögn í viðhengi 20210618-umsogn-landgraedslunnar.pdf

Eyjafjarðarsveit

Fullt nafn Eyjafjarðarsveit
Netfang stefan@esveit.is
Textasvæði "Skógræktin - Kynning á drögum að landsáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar - 2105014 Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar fagnar fram kominni landsáætlun í skógrækt og lýsir sig sammála henni í öllum meginatriðum. Hér á eftir fara nokkrir punktar nefndarinnar varðandi meginmarkmiðin: Meginmarkmið 1. Skógrækt stuðli að sjálfbærri þróun samfélagsins. Veðurfar hentar vel í Eyjafirði til skógræktar og landbúnaðar eins og dæmin sanna. Skógrækt á bújörðum fer vel saman með hefðbundnum landbúnaði og verður mikilvægt leið fyrir landbúnaðinn til að leggja sitt af mörkum til kolefnisbindingar og gera þannig þjóðfélagið og landbúnaðinn umhverfislega sjálfbært. Timburframleiðsla skapar störf og styður við þá atvinnustarfsemi sem fyrir er auk þess að stuðla að því að Ísland verði sjálfbært um ýmsar timburafurðir. Meginmarkmið 2. Skógar og skógrækt verði lykilþættir í því að Ísland nái kolefnishlutleysi árið 2040 og bindi eftir það meira kolefni en það losar. Skógar verði jafnframt aðlagaðir loftslagsbreytingum. Skógrækt á bújörðum þar sem ræktunarskilyrði eru góð er mikilvæg leið til að ná þessu markmiði. Kynbætur og val á heppilegum efnivið til skógræktar er mikilvægt til að tryggja örugga skógrækt til lengri tíma. Meginmarkmið 3. Skógrækt og skógarnytjar stuðli að atvinnu, nýsköpun og eflingu byggðar með sjálfbærni að leiðarljósi. Eftirspurn eftir timbri sem byggingarefni er vaxandi enda sé það sótt í skóga sem ræktaðir eru með sjálfbærum hætti. Það er ekkert sem hindrar að Ísland geti með tímanum uppfyllt eigin þörf fyrir timbur með tíð og tíma og að því ber að stefna. Öflug skógrækt á bújörðum í sátt við aðra landnotkun er forsenda þess að slíkt markmið náist og skapar mikilvæga atvinnu í hinum dreifðu byggðum. Meginmarkmið 4. Skógrækt og skógvernd stuðli að bættum umhverfisgæðum á borð við jarðvegsvernd, endurheimt vistkerfa og eflingu líffjölbreytni. Birki og víðir hefur víða sáð sér út í Eyjafjarðarsveit, sérstaklega í nánd við ræktaða skógarreiti þar sem dregið hefur úr beitarálagi með friðun eða verulega fækkun sauðfjár. Líklegt er að svipuð þróun muni halda áfram víða um land og breytingar verði á skipulagi sauðfjárbeitar samhliða fækkun sauðfjárbúa. Meginmarkmið 5. Skógar og skógrækt stuðli að auknum útivistarmöguleikum almennings og bættri lýðheilsu. Stuðlað verði að þátttöku almennings í skógræktarstarfi. Nefndin tekur undir mikilvægi þess að almenningur hafi aðgang að skógum til útivistar og tryggja þurfi að þannig verði það áfram til framtíðar." Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar tók undir þessa bókun á fundi 3. júní 2021. Þetta tilkynnist hér með.

Dalvíkurbyggð 

Fullt nafn Dalvíkurbyggð
Netfang margret@dalvikurbyggd.is
Textasvæði Góðan dag. Eftirfarandi var til afgreiðslu í Umhverfisráði Dalvíkurbyggðar á föstudaginn. „202105049 - Umhverfisráð - 353 (28.5.2021) - Drög að Landsáætlun í skógrækt 2021-2031 Með tölvupósti, dagsettum 7. maí 2021, óskar Hrefna Jóhannesdóttir fyrir hönd Skógræktarinnar eftir umsögnum um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og drög að umhverfismati hennar. Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að landsáætlun í skógrækt.“ Afgreiðsla nefndarinnar er gerð með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar og verður þér gert viðvart verði afgreiðsla á annan veg í sveitarstjórn heldur en hér er tilkynnt. Þetta tilkynnist hér með. Kær kveðja, Margrét Ásgeirsdóttir Ritari og skjalastjóri Fjármála- og stjórnsýslusvið Ráðhúsinu, 620 Dalvík S: 460-4900 www.dalvikurbyggd.is

Reykjanesbær

Fullt nafn Reykjanesbær
Netfang reykjanesbaer@reykjanesbaer.is
Textasvæði Sjá umsögn Reykjanesbæjar í viðhengi
Umsögn í viðhengi reykjanesbaer-landsaaetlun-i-skograekt-umsogn.pdf

Hörgársveit 

Fullt nafn Hörgársveit
Netfang horgarsveit@horgarsveit.is
Textasvæði Góðan dag Erindið hefur fengið umfjöllun í skipulags- og umhverfisnefnd og sveitarstjórn Hörgársveitar þann 18.6.2021 þar sem eftirfarandi var bókað undir lið 1-c: c) Í lið 5, landsáætlun í skógrækt, beiðni um umsögn Lagt fram erindi þar sem óskað er umsagnar vegna landsáætlunar. Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki almennar athugasemdir við áætlunina, en leggur áherslu á að í landsáætlun í skógrækt verði ekki lagðar fjárhagslegar kvaðir á sveitarfélögin í landinu umfram það sem nú er. Með kveðju, Snorri Finnlaugsson Sveitarstjóri

Fjarðabyggð

Fullt nafn Fjarðabyggð
Netfang annaberg@fjardabyggd.is
Textasvæði Sæl verið þið, Hér með sendir Fjarðabyggð umsögn sína á drögum að landsáætlun í skógrækt. Með kveðju Anna Berg Samúelsdóttir
Umsögn í viðhengi umsogn-fjb.-drog-ad-landsaaetlun-i-skograekt.pdf

Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit

Fullt nafn Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit
Netfang atli@skutustadahreppur.is
Textasvæði

Góðan dag, varðandi beiðni um umsögn vegna landshlutaáætlana í skógrækt voru eftirfarandi umsagnir um áætlunina staðfestar af viðeigandi sveitarstjórnum.

Frá Skútustaðahreppi var eftirfarandi umsögn staðfest af sveitarstjórn þann 22. júní 2021:
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps gerir ekki athugasemd við skógræktaráætlun Skógræktarinnar 2021 - 2031 og umhverfismat áætlunarinnar en hvetur til þess að Landgræðslan og Skógræktin auki samstarf sín á milli eða sameinist eftir atvikum. Jafnframt er minnt á að skipulagsvaldið er í höndum sveitarfélaganna, þar með talið sá hluti skipulagsvalds er varðar beitarmál.

Frá Þingeyjarsveit var eftirfarandi umsögn staðfest af sveitarstjórn þann 24. júní 2021:
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við skógræktaráætlun Skógræktarinnar 2021 - 2031 og umhverfismat hennar. Bestu kveðjur Atli Steinn Sveinbjörnsson Skipulagsfulltrúi

Umhverfisstofnun

Fullt nafn Umhverfisstofnun
Netfang ust@ust.is
Textasvæði Umsögn Umhverfisstofnunar um drög að landsáætlun í skógrækt, sjá viðhengi.
Umsögn í viðhengi umhverfisstofnun-umsogn.pdf

 Svalbarðsstrandarhreppur 

Fullt nafn Svalbarðsstrandarhreppur
Netfang sveitarstjori@svalbardsstrond.is
Textasvæði Sæl hér fylgir bókun umhverfis- og atvinnumálanefndar, sveitarstjórn hittist á mánudag og fer yfir fundargerðina. Ég set fundarðgerðina sjálfa með í viðhengi 2106006 Landsáætlun í skógrækt: Kynning á drögum að landsáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps fagnar drögum að landsáætlun í skógrækt, 2021-2025. Nefndin leggur áherslu á að haft verði samráð við sveitarfélög og lýsir sig reiðubúna til samstarfs um skipulag skógræktar. Kv Björg
Umsögn í viðhengi umhverfis-og-atvinnumalanefnd-fundur-nr.-20.pdf

 Samtök ferðaþjónustunnar

Fullt nafn Samtök ferðaþjónustunnar
Netfang baldur@saf.is
Textasvæði Sæl, Það er mjög sérstakt að setja þetta ekki inná Samráðsgátt. Við teljum það mjög miður að þetta sé ekki kynnt á samráðsgátt enda er það staðurinn þar sem fólk og félagasamtök sækja upplýsingar um hvað er að gerast hjá stjórnvöldum. SAF vilja því gera athugasemd að þetta sé ekki kynnt á samráðsgátt. kv. Baldur

Sveitarfélagið Vogar

Fullt nafn Sveitarfélagið Vogar
Netfang david@vogar.is
Textasvæði Afgreiðsla Umhverfisnefndar Sveitarfélagsins Voga vegna umsagnar um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar er: Nefndin gerir ekki athugasemdir við drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 eða umhverfismat áætlunarinnar. Þetta tilkynnist hér með. Með kveðju, Davíð Viðarsson Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Skipulags-og byggingarfulltrúi Bæjarskrifstofa S. 440 6200 Iðndalur 2, 190 Vogar www.vogar.is