Hér má finna ýmis gagnleg rit sem tengjast skógrækt á einn eða annan hátt.

Stefna og skipulag

         

Forsíða bæklings

Skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga

Leiðbeiningabæklingur um þau skipulagsferli sem gilda um skógrækt samkvæmt lögum og reglugerðum.

(Skógræktin og Skipulagsstofnun, 2023)

Forsíða bæklingsins

LSK2020 - Lýsing fyrir gerð landsáætlunar í skógrækt

(Skógræktin 2020)

Helsta markmiðið með LSK2020 er að taka stefnu og fyrirætlan Íslendinga í skógrækt saman á einn stað. Fjallað er um stöðu og framtíð skóga í landinu, ásamt tölusettum markmiðum um árangur í skógrækt.

Forsíða bæklingsins

Skógar á Íslandi: Stefna á 21. öld

(Skógrækt ríksins, 2013)

Viðaukar 1-3

Forsíða bæklingsins

Skiltahandbók fyrir þjóðskógana

(Skógræktin, 2017)

 

Skógrækt

             

 

 

Forsíða bæklingsins

Fræðsluefni um skógrækt

Þriðja útgáfa bæklings með þessu heiti. Hann er einkum ætlaður nýjum skógarbændum en er gagnlegur fyrir allt skógræktarfólk. Farið er yfir mikilvægustu atriði sem snerta skógræktaráætlanir, helstu trjátegundir í skógrækt á Íslandi, undirbúning lands, skógarplöntur og meðhöndlun þeirra, áburðargjöf og pöntugæði. Gefið út í apríl 2020.

Forsíða bæklingsins

Umhirða í ungskógi

Þessi bæklingur kom út 2010 á vegum Héraðs- og Austurlandsskóga og Skógræktar ríkisins. Hann er leiðarvísir um fyrstu umhirðu ung skógar, millibilsjöfnun, mat á göllum, notkun mæliflata sem gefa til kynna þéttleika skógar, tvítoppaklippingar, margstofna tré og fleira.

Forsíða bæklingsins

Fræðsluefni um skjólbeltarækt

Þessi bæklingur kom út 2004 á vegum Norðurlandsskóga. Hann er leiðarvísir um skipulag skjólbelta, undirbúning lands, plöntugerðir og tegundir, gróðursetningu og umhirðu.

Forsíða bæklingsins

Sjálfbær skógrækt - viðmið og vísar

Viðmið og vísar eru þau verkfæri sem notuð eru við að skilgreina og efla sjálfbæra skógrækt (sustainable forest management). Viðmið og vísar nýtast til að afla nauðsynlegra upplýsinga um þróun og mat á skógastefnu, landsáætlunum og öðrum verkefnum í skógrækt, sem grunnur til gagnaöflunar hjá skógargeiranum og til samráðs við skógargeirann og almenning. Með viðmiðum og vísum er einnig mögulegt að fylgjast með, meta og greina framvindu í átt til sjálfbærrar skógræktar í landshlutum og innan þjóðlanda á samevrópska svæðinu.

Gefið út í desember 2019

Lesið í skóginn - tálgað í tré

(Skógræktin/LbhÍ endurútgáfa 2018)

Ólafur Oddsson

Þegar talað er um skógarmenningu er átt við ýmsar athafnir fólks sem tengjast skóginum og eru eða hafa verið hluti af daglegu lífi okkar. Skógarmenningu köllum við þau viðhorf, siði, venjur, vinnulag og hugtök, sem verða til hjá þeim sem umgangast skóg, vinna í skógi, rækta hann og nýta. Þetta rit var gefið út til notkunar á samnefndum námskeiðum sem Ólafur Oddsson, fyrrverandi fræðslustjóri Skógræktarinnar hélt um langt árabil. Eitt og sér nýtist ritið vel þeim sem vilja fræðast um skógarnám, skógarmenningu, nám í skógi og skyld efni.

 

Forsíða bæklingsins

Héraðsskógar - Náttúruauðlind nýrra tíma

Þessi bæklingur kom út á vegum Héraðsskóga 1995 í tilefni af því að þá var aldarfjórðungur liðinn frá því fyrstu trjáplönturnar voru gróðursettar á bújörð með styrk úr ríkisssjóði til að rækta gagnviðarskóg. Bæklingurinn er bæði á íslensku ensku og hefur að geyma mikilvæga þætti úr sögu skógræktar á Íslandi, einkum þó skógræktar á Austurlandi frá því um 1970 fram til um 1995.

 

Skógarafurðir

Gæðafjalir - Viðskiptaflokkun á timbri úr barrtrjám

(Skógræktin, LbhÍ og Trétækniráðgjöf slf. 2020)

Þýðandi: Eiríkur Þorsteinsson

Rit þetta er afurð Treprox-verkefnisins sem er þriggja ára þróunarverkefni 2020-2022 með styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Tilgangur verkefnisins er að styrkja stoðir þess timburiðnaðar sem er smám saman að verða til á Íslandi. Aðdragandinn var samkomulag um samstarf í gæðamálum viðarnytja frá 2018 milli Skógræktarinnar, LSE, LBHÍ og Skógræktarfélags Reykjavíkur, fyrir hönd Skógræktarfélags Íslands. Markmiðið er að unnið verði samkvæmt stöðlum með þær íslensku trjátegundir sem nýta má til timburframleiðslu.

Forsíða bæklingsins

Horft fram á við

(Skógræktin/Skógarfang 2020)

Björn Bjarndal Jónsson og Jóhann Gísli Jóhannsson (ritstj.)

Í upphafi árs 2017 settu Skógræktin og Landssamtök skógareigenda (LSE) af stað teymishóp um afurða- og markaðsmál í skógrækt. LSE hafði forystu um þessa vinnu undir vinnuheitinu „Skógarfang“. Þetta rit er afurð þessa starfs og í því er að finna greiningu og stöðumat í afurða- og markaðsmálum skóga miðað við stöðu mála 2020.

Forsíða bæklingsins

Sveppahandbók Skógræktarinnar

(2. útg. Skógræktin 2020)

Skógræktin gefur þennan litla
bækling út sem handhægt rit til að styðjast við fyrir fólk sem
vill feta sig af stað við sveppanytjar í skógi.

 

Skaðvaldar

                 

Forsíða bæklingsins

Landskönnun á skaðvöldum í skógi og skordýrabeit í lúpínu

(Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins, ágúst – september 2011)

Guðmundur Halldórsson, Brynja Hrafnkelsdóttir, Edda Sigurdís Oddsdóttir og Halldór Sverrisson

 

Loftslagsmál og kolefnisbinding

                 

Forsíða bæklingsins

Skógarkolefni

- Skilyrði fyrir kolefnisbindingu með skógrækt

Bæklingur þessi er þróunarútgáfa gefin út í desember 2019. Reglurnar og skilyrðin sem þar eru tíunduð hafa ekki öðlast gildi.

(Skógræktin 2019)

Forsíða bæklingsins

Loftslagsávinningur norrænu skóganna

(Norræna ráðherranefndin, SNS og Skógræktin, 2018)

Í bæklingnum eru borin saman loftslagsáhrif mismunandi meðferðar á skógi. Niðurstaðan er sú að mestur loftslagsávinningur sé að því að hirða vel um skógana sem nytjaskóga. Þannig viðhaldist binding þeirra til framtíðar. Í villtum skógum hættir nettóbinding þegar skógurinn nær jafnvægi milli nývaxtar og rotnunar.

Forest Reference Level 2021-2025: Iceland

Ísland, ásamt Noregi, er í samstarfi við Evrópusambandið um sameiginlega framkvæmd við að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Markmiðið er að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030, miðað við losun ársins 1990.

Öllum þjóðríkjum samningsins var gert að skrifa skýrslu sem lýsir á gagnsæjan hátt áætlaðri losun/bindingu „eldri“ skóga á tímabilinu 2021-25, miðað við að hirt yrði um þá með sama hætti og gert var á árunum 2000-2009. Þessi áætlun eða spá er kölluð skógræktarviðmið Íslands, á ensku „forest reference level“.

 

Ýmislegt útgefið efni

                 

Forsíða bæklingsins

Forestry in a treeless land

(Skógræktin 2017)

Iceland is not too cold for forests as you might think. In fact, a great deal of the country was once covered with thriving birchwoods. In this booklet you can read all about the centuries-long history of deforestation in Iceland as well as the efforts of afforestation in modern times.

Front page

Ráðstefnurit CTRE-jólatrjáaráðstefnunnar á Íslandi 2017

(Skógræktin/IUFRO 2019)

Þrettánda alþjóðlega jólatrjáaráðstefna IUFRO var haldin á Þórisstöðum Svalbarðsströnd dagana 4.-8. september 2017. Um fjörutíu manns frá átta þjóðlöndum og fjórum heimsálfum sóttu ráðstefnuna. Ráðstefnur þessar hafa verið haldnar annað hvert ár frá árinu 1987 þegar sú fyrsta fór fram í Washington Bandaríkjunum. Ráðstefnan á Þórisstöðum var sú fjórða sem haldin var utan Norður-Ameríku.

Forsíða bæklingsins

Könnun á hagkvæmni þess að kynda upp byggðina í Grímsey með viðarkögglum eða kurli

(Skógrækt ríkisins, 2013)

 


 

Hvers eru tré megnug?

(Skógræktin/CEI-Bois/CEPI/CEPF/EUSTAFOR)

Á þessu veggspjaldi eru sýndar þær ótalmörgu afurðir sem unnar eru úr trjám og þær ólíku atvinnugreinar sem tengjast þeirri framleiðslu. Viðarafurðir eru ekki bara smíðatimbur og eldiviður heldur koma þær við sögu í matvælaiðnaði, bílaframleiðslu, raftækjaiðnaði, lyfja- og lækningagreinum, efnaiðnaði, textíliðnaði og fleiru og fleiru.

Niðurhal

 

 

Fuglar í íslenskum skógum

(Skógræktin 2019)

Aukin skógarþekja á Íslandi hefur skapað betri skilyrði fyrir sumar þær fuglategundir sem hér voru fyrir en einnig gefið nýjum tegundum færi á að nema hér land. Hrossagaukur, rjúpa og jafnvel hrafninn finna sér nú hreiðurstaði í skógum og trjám en hér þrífst líka glókollur, minnsti fugl Evrópu, svartþröstur, krossnefur og fleiri nýir landnemar. Veggspjaldið hannaði Þrúður Óskarsdóttir en ljósmyndirnar tóku Hrafn og Örn Óskarssynir.

Niðurhal

 

 

Forsíða bæklingsins

Birkiveggspjald


(Skógræktin 2023, endurunnið úr veggspjaldi sem Skógrækt ríkisins, Hekluskógar og Suðurlandsskógar gáfu út 2008)