Lat. Rhizosphaera kalkhoffii

Lífsferill

Grenibarrfellisveppur (Rhizosphaera kalkhoffii) vex á mörgum grenitegundum. Hann myndar örsmáa svarta punkta með hvítri örðu í miðjunni á föllnum nálum. Nýsmitaðar nálar verða gulflekkóttar síðsumars, nema á blágreni þar sem þær verða brúnleitar með fjólubláum blæ.

Tjón

Grenibarrfellisveppurinn veldur helst tjóni á trjám sem ekki vaxa við kjöraðstæður. Hér hefur hann einkum skemmt rauðgreni en það er sjaldgæft að hann drepi trén.

Varnir gegn skaðvaldi

Ekki er ástæða til að grípa til varnaraðgerða.