Salix borealis

Hæð: Oftast fremur smávaxið tré en ætti að geta náð a.m.k. 12 m hérlendis

Vaxtarlag: Uppréttur, fástofna runni eða lítið tré með fremur mjóa krónu

Vaxtarhraði: Mikill í æsku en dregur úr honum þegar blómgun hefst

Landshluti: Um land allt, frekar þó í innsveitum

Sérkröfur: Ljóselsk tegund, þarf frjósaman jarðveg til að ná góðum vexti

Styrkleikar: Gott frostþol, myndar mikið rótarkerfi og fær góðan stöðugleika, sjálfsáning

Veikleikar: Minna vind- og saltþol en margar aðrar víðitegundir, trjámaðkur

Athugasemdir: Gömul í ræktun hérlendis og mikið notuð í limgerði á tímabili. Sáir sér nokkuð og myndar stöku sinnum kynblendinga við gulvíði