Skógarbændurnir  Sólveig Pálsdóttir og Jón Þorbergsson í  blandskógi af ösp og greni frá því upp  úr aldamótum. Mynd: Ívar Páll BjartmarssonPrestbakkakot á Síðu hefur verið skógræktarjörð frá 1994. Gerður var samningur við Suðurlandsskóga 1998 og skipulagðir um 140 hektarar undir nytja­skógrækt.

Nú hafa verið sett niður rúm­lega 180 þúsund tré, mest af sitkagreni og sitkabastarði en einnig mikið af furu, birki og alaskaösp auk fleiri tegunda.

Jón skógarbóndi gægist inn í myndflötinn með skóginn í bakgrunni og fjórhjólið í forgrunni, þarfasta þjón margra skógarbænda. Ljósmynd: Ívar Páll BjartmarssonUm 3.500 plöntur hafa verið settar niður í skjólbelti. Jólatrjáaakrar eru í skjóli þeirra og gefa nú falleg jólatré af fjallaþin og blágreni. Í skjólbeltunum eru ýmsar víðitegundir en líka ösp, reynir, rósir og berjarunnar. Birki er sett í skógarjaðra til að mýkja útlínur.

Á efri myndinni standa skógarbændurnir Sólveig Pálsdóttir og Jón Þorbergsson í blandskógi af ösp og greni frá því upp úr aldamótum. Öspin er kvistuð upp til að hún lemji ekki grenitrén sem nú eru komin í fullan vöxt. Á neðri myndinni sér yfir hluta skógræktarsvæðisins og stoltur skógarbóndinn í forgrunni með fjórhjólið góða.

Þau Sólveig og Jón segja skógræktina gefandi og mann­bætandi starf sem auki líkur á framtíðarbúsetu á jörðinni.