Vistfræði fjallar um samspil lífvera, sín í milli og við umhverfi sitt. Skógar eru búsvæði margra lífvera og mynda fjölbreytt og flókin vistkerfi sem hafa áhrif langt út fyrir eiginlegt útbreiðslusvæði sitt. Þá veita skógar margvíslega vistþjónustu, s.s. vatnsmiðlun, jarðvegsvernd og kolefnisbindingu. 

Rannsóknir á vistfræði skóga spanna vítt svið, allt frá lýsingu á gerð, eiginleikum og virkni vistkerfa, lífverusamfélaga, tegunda eða stofna og yfir í það að skilja áhrif nýtingar og umhverfisbreytinga á skógana og áhrif þeirra á aðrar landgerðir. Einnig leitast vistfræðirannsóknir við að segja fyrir um hvernig best megi tryggja sjálfbæra nýtingu og líffræðilega fjölbreytni skóganna. Skógar eru einnig öflugar lífverur við bindingu kolefnis, og rannsóknir á hringrás kolefnis auk samspils þess við aðra þætti vistkerfisins eru nauðsynlegar til að öðlas skilning á kolefnisbindingu skóganna.

Fagsviðið nær einnig yfir rannsóknir á skógarsögu Íslands með greiningum á frjókornum, fræjum og lurkum í setlögum frá nútíma (síðustu 10.000 árin). Einnig er árhringjavöxtur kannaður í lifandi trjám og runnum með áherslu á breytingar sem átt hafa sér stað á ráðandi umhverfisþáttum, t.d. veðurfari.

Hlutverk rannsóknasviðs

Það er hlutverk rannsóknasviðs Skógræktarinnar að afla vísindalegra gagna um vistfræði íslenskra skóga og miðla upplýsingum til stjórnvalda, skipulags- og framkvæmdaraðila, landnotenda og annarra sem þurfa á þeim að halda, einkum hvað varðar eftirfarandi þætti:

  • Eiginleiki, virkni og vistkerfaþjónusta skóganna og áhrif landnýtingar og rask á þessa þætti.
  • Líffræðileg fjölbreytni skóga.
  • Framvinda og ástand birkiskógavistkerfisins og leiðir til endurreisnar þess.
  • Vistfræðilegur grunnur fyrir skilyrðum til nýskógræktar á Íslandi og notkun hermilíkana.
  • Leiðandi rannsóknir á sögu skóga á Íslandi síðustu 10.000 árin.
  • Rannsóknir á áhrifum búsetu á skóga landsins.
  • Rannsóknir á vaxtarsögu elstu náttúruskóga landsins, m.a. með aðferðum árhringjafræðinnar.

Rannsóknir á vistfræði skóga tengjast beint og óbeint mörgum samningum og stefnumótun, svo sem: