Ekki má gera upp á milli starfsmanna vegna kynferðis, kynþáttar, stjórnmálaskoðana, trúarskoðana eða af öðrum málefnalegum ástæðumLaus störf

Störf skal auglýsa laus í samræmi við reglur ríkisins. Gæta skal jafnræðis í ráðningarferlinu. Ráðning á að byggjast á hæfni umsækjanda til að inna auglýst starf af hendi. Við ráðningar skal hafa hliðsjón af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Í ráðningarviðtali skal gæta jafnræðis og skal frá ráðningu gengið með formlegum hætti. Nýir starfsmenn skulu fá fræðslu um skipulag og starfsemi stofnunarinnar eftir því sem við á hverju sinni.

Jafnrétti

Við ráðningar skal virða jafnréttisáætlun Skógræktarinnar. Þess skal gætt að gera ekki upp á milli starfsmanna í kjörum vegna kynferðis, kynþáttar, stjórnmála- eða trúarskoðana eða af öðrum ómálefnalegum ástæðum. Stjórnendum ber að stuðla að markvissri aðlögun erlendra starfsmanna á vinnustað og huga að íslenskunámi ef þurfa þykir.

Starfslok

Fyrir uppsögn starfsmanns þurfa að vera málefnalegar ástæður. Starfsmaður á rétt á skriflegum rökstuðningi fyrir ákvörðun um uppsögn, óski hann þess. Sé um að ræða meintar ávirðingar í starfi, ber yfirmanni að veita áminningu en gefa starfsmanni fyrst tækifæri til að tjá sig um málið, nema ávirðingar séu svo alvarlegar að það réttlæti fyrirvaralausa uppsögn. Gefa skal starfsmanni kost á starfslokasamtali við stjórnanda. Starfsmenn skulu láta af störfum eigi síðar en í lok þess mánaðar sem þeir verða 70 ára.

Upphaf starfs

Þegar starfsmaður hefur starf hjá Skógræktinni vill stofnunin vinna að því að aðkoma og fyrstu dagar í starfi verði sem gagnlegastir fyrir starfsmann. Í þessu felst kynning á samstarfsmönnum, að vinnuaðstaða sé með viðeigandi hætti og tilnefndur sé sérstakur starfsmaður sem er leiðbeinandi nýliða fyrstu dagana í starfi eftir því sem við á og þörf er hverju sinni.