• Eigandi: Skógræktin
  • Sveitarfélag: Fljótsdalshérað
  • Aðalbygging, byggingarár: 1926, viðbygging 1936, 1963 og 1974
  • Skráning: 23.05.2012

Lýsing: Íbúðarhúsið að Hafursá er með glæsilegri íbúðarhúsum í sveit á Austurlandi. Byggingin er tvær reisulegar hæðir með kjallara sem er að hluta til niðurgrafinn. Húsið var reist í áföngum. Fyrsti hluti var byggður 1928 en viðbygging 1936. Byggingameistari og yfirsmiður var Oddur Kristjánsson frá Akureyri. Lítil viðbygging var svo gerð 1963. Árið 1974 skemmdist efri hæðin í bruna og þá var smíðaður kvistur á norður/suðurbyggingu. Húsið er steinsteypt og hefur verið vel við haldið. Við síðari byggingaframkvæmdirnar hafa blandast saman ýmsar byggingastefnur en heildarútlit hússins er í góðu jafnvægi. Skógræktin eignast jörðina Hafursá 1967. Austan við aðalbyggingu eru gripahús og hlaða sem ekki hafa notið viðhalds og mættu að ósekju víkja en fjósið mætti endurbyggja og nota í tengslum við ferðaþjónustu sem rekin er á staðnum.