Séð frá bænum Höfða í Dýrafirði út  Dýrafjörð með Mýrafell fyrir miðju.   Vöxtuleg skjólbelti bændanna Sighvats  Jóns Þórarinssonar og Kristínar Álfheiðar  Arnórsdóttur sjást á túnum. Þarna er  samningur um 327 hektara haga­ og   landgræðsluskóg frá árinu 2000.   Fullplantað er í svæðið, alls 202.500   plöntum. Megin  tegundir eru björk 43%,  greni 25% og lerki 11%. Auk þess er tals­ vert af elri í landinu og ósköpin öll af  alaskalúpínu sem gerir sitt til að græða  upp landið og búa það til skógræktar.  Á Höfða er stundaður kúa  búskapur og  nú er takmörkuð beit stórgripa hafin á  afmörkuðum svæðum í haga  skóginum.Séð frá bænum Höfða í Dýrafirði út Dýrafjörð með Mýrafell fyrir miðju. Vöxtuleg skjólbelti bændanna Sighvats Jóns Þórarinssonar og Kristínar Álfheiðar Arnórsdóttur sjást á túnum.

Þarna er samningur um 327 hektara haga­ og landgræðsluskóg frá árinu 2000. Fullplantað er í svæðið, alls 202.500 plöntum.

Megintegundir eru björk 43%, greni 25% og lerki 11%. Auk þess er tals­vert af elri í landinu og ósköpin öll af alaskalúpínu sem gerir sitt til að græða upp landið og búa það til skógræktar.

Á Höfða er stundaður kúabúskapur og nú er takmörkuð beit stórgripa hafin á afmörkuðum svæðum í hagaskóginum.