Heimsins græna gull

Alþjóðleg ráðstefna um ástand og horfur skóga heimsins í Hörpu 22. október 2011.

graena_gull_haus

Hápunktur alþjóðlegs ár skóga á Íslandi

Allur skógræktargeirinn á Íslandi stóð fyrir þessari alþjóðlegu ráðstefnu á alþjóðlegu ári skóga. Fjallað var um ástand og horfur skóga heimsins.Ráðstefna þessi var hápunktur margra viðburða sem íslenskt skógræktarfólk hefur staðið fyrir á árinu. Markmið ráðstefnunnar var að kynna fyrir íslensku skógræktarfólki ástand og horfur í skógum heimsins. Helstu talsmenn og sérfræðinga í málefnum skóga á heimsvísu fjölluðu um þátt skóga og þýðingu þeirra fyrir mankynið.

Ávörp og fyrirlestrar

 

Jón Loftsson, skógræktarstjóri, bauð ráðstefnugesti velkomna á ráðstefnuna.

 

 

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, ávarpaði ráðstefnugesti.

Ávarp

 

 

Deildarstjóri skógræktardeildar FAO, Mette Wilkie Løyche, fór yfir ástand og horfur í skógum heimsins og gaf okkur innsýn í þau tækifæri, hættur og ógnanir sem steðja að skógum jarðar á heímsvísu.

Fyrirlestur
Texti
 

Fulltrúi Evrópulandanna, Jan Heino, fyrrverandi skógræktarstjóri Finnlands, kallaði erindi sitt European Forest for People og fór í því yfir ástand og horfur í skógum Evrópu og hver eru brýnustu verkefnin sem Evrópuþjóðirnar eru að glíma við.

Fyrirlestur

 

Skógræktarstjóri Svíþjóðar, Monika Stridsman, fræddi okkur um ástand og horfur í skógum Svíþjóðar og hvaða þýðingu þessi stærsta og verðmætasta auðlind Svíþjóðar hefur fyrir sænskt þjóðfélag.

Fyrirlestur

 

Skógfræðiprófessor við Dublinarháskóla, Aine Ni Dhubháin, flutti fyrirlestur um skóga og nýskógrækt á Írlandi en Írar stóðu á margan hátt í sömu sporum og Íslendingar um aldamótin 1900 að landið var næarri alveg skóglaust. Hafist var handa við nýskógrækt og í dag er skógarþekja landsins rúm 11%. Hverju hefur þetta breytt fyrir Írland að eignast nýja auðlind og hvernig eru horfur og ástand skóga Írlands?

Fyrirlestur

 

Að lokum flutti Þröstur Eysteinsson, sviðstjóri þjóðskóganna á Íslandi, erindi sem hann kallaði Framlag Íslands til skógræktar í heiminum. Erindið fjallaði um stöðu skógræktar í dag og hverjar eru horfurnar í nánustu framtíð.

Fyrirlestur
Texti

Pallborðsumræður

Að loknum fyrirlestrunum stýrði Jón Geir Pétursson, sérfæðingu í umhverfisráðuneytinu, pallborði, dró saman efni ráðstefnunnar og leitaði viðbragða fyrirlesara við því sem fram hafði komið. Hér má sá upptökur af umræðunum.

Pallborð - Jón Geir Pétursson

Pallborð - Monika, Mette og Jan

Pallborð - Aine og Þröstur

Pallborð - Fyrirspurnir