Hinn árlegi Skógardagur Norðurlands fer að þessu sinni fram í Vaglaskógi 23. júní 2018. Að venju verður margt í boði en meðal nýjunga nú má nefna að efnt verður til göngu á Hálshnjúk ofan Vaglaskógar þaðan sem víðsýnt er um Fnjóskadal og nágrenni. Gangan hefst nokkru áður en dagskráin í skóginum byrjar þannig að göngufólk ætti að komast niður aftur til að njóta hennar. Fræðsla um skóginn og starfsemina þar, ketilkaffi, steiktar lummur, ratleikur og ýmislegt fleira verður í boði sem skýrist nánar þegar nær dregur. Takið daginn frá. Skógardagur Norðurlands er einn þeirra skógarviðburða þennan dag sem kynntir verða undir yfirskriftinni Líf í lundi.

Nánar um Líf í lundi