Með samstarfsverkefninu Líf í lundi vill Skógræktarfélag Íslands ásamt Skógræktinni og Landssamtökum skógareigenda hvetja til þess að skógardagur verði haldinn í skógum um allt land laugardaginn 23. júní 2018. Líf í lundi aflar fjármagns til að kynna megi alla þessa viðburði með myndarlegum hætti.

Viðburðirnir eru sjálfstæðir á hverjum stað en hvatt er til samstarfs milli stofnana, félaga, fyrirtækja og einstaklinga, jafnvel sveitarfélaga um skipulagningu og framkvæmd þessara viðburða. Sameiginlegt markmið dagsins er að fá almenning út í skóg til að njóta umhverfisins, fræðast um skóga og skógrækt og skemmta sér með margvíslegum hætti. Nánari upplýsingar verða birtar á Skógargáttinni þegar nær dregur.

Meira um Líf í lundi