Óli Odds (Ólafur Oddsson) er mörgum kunnur enda kemur hann víða við. Um langt árabil hefur hann kennt og leiðbeint fólki á öllum aldri við að nota íslenska skóga og njóta þeirra. Í þessu myndbandi gefur hann örlitla innsýn inn í fagheim sinn þegar hann leiðsinnir áhugasömu fólki úr skógargeiranum heima í skóginum sínum, Ólaskógi í Kjósinni. Farið er í hvernig auka má upplifun fólks af skóginum með ýmsum hætti, leiðbeint um grisjun með öruggu hnífsbrögðunum, skógurinn skoðaður og spáð í nýtingu hans og umhirðu, fjallað um eldiviðarvinnslu, uppkveikju, eldun yfir opnum eldi og fleira.