Sífellt er unnið að endurbótum á aðstöðu fyrir gesti í þjóðskógum landins eftir því sem efni Skógræktarinnar leyfa. Nýtt grillskýli er risið í Haukadalsskógi. Það er gert eftir fyrirmynd skýlis í Þjórsárdal en er þó ögn stærra. Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi, leiðir okkur í allan sannleikann um skýlið. Myndirnar voru teknar á vinnudegi þegar starfsfólk Skógræktarinnar á Suður- og Vesturlandi kom til að leggja hönd á plóginn við gerð skýlisins.