Þórveig Jóhannsdóttir

skógræktarráðgjafi
Aðalskrifstofa
Skógræktin, Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum

Þórveig Jóhannsdóttir er alin upp á skógræktarjörðinni Brekkugerði í Fljótsdal og útskrifaðist frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri vorið 2012 með BS-próf í skógrækt og landgræðslu með áherslu á skógrækt. Þórveig hefur meðal annars starfað  hjá Héraðs- og Austurlandsskógum við eftirlit með gróðursetningu og kortlagningu, einnig í gróðrarstöðinni Barra við afgreiðslu og umsjón með flokkun plantna og við Kaupmannarhafnarháskóla að gagnagrunnsvinnu um áhrif skógarhöggs. Áður en Þórveig kom til starfa hjá Skógræktinni gegndi hún starfi aðstoðarmanns þjóðgarsvarðar á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.