Ólafur Stefán Arnarsson

sérfræðingur

Staða: Gagnagrunnssérfræðingur á loftslagsdeild rannsóknasviðs

Hlutverk: Byggja upp og halda utan um gagnagrunna ÍSÚ o.fl. en einnig forritun og spálíkanagerð

Mógilsá
Mógilsá við Kollafjörð, Kjalarnesi, 116 Reykjavík

Vísindaleg og reglubundin söfnun upplýsinga um skóga og skógrækt á Íslandi. Vöktunarverkefni

Arnór Snorrason

Ólafur St. Arnarsson sér einkum um að byggja upp og halda utan um gagnagrunna landsskógarúttektar, gagnagrunna bindingar og losunar gróðurhúsalofttegunda vegna skóga og skógræktar, forritun á gagnavinnsluferlum og spálíkanagerð. Þá tekur hann einnig þátt í vettvangsúttektum og mælingum. Staða gagnagrunnssérfræðings varð til í kjölfar áætlunar ríkisstjórnar Íslands frá 2018 um aukna kolefnisbindingu með landgræðslu og skógrækt sem er hluti af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Ólafur starfar innan nýrrar loftslagsdeildar sem stofnuð var við rannsóknasvið skógræktar í ársbyrjun 2019.

Ólafur lauk eðlisfræði frá HÍ 1994 og hefur frá aldamótum unnið við forritun og uppbyggingu gagnagrunna, m.a. hjá Kaupþingi og Veðurstofunni þar sem hann þróaði og rak jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar. Áður en hann kom til starfa hjá Skógræktinni starfaði hann sem DevOps hjá Netapp Iceland. DevOps er aðferðafræði við hugbúnaðarþróun sem sameinar hefðbundna hugbúnaðarþróun og upplýsingatæknikerfi. Markmiðið er að stytta þróunartímann og koma ótt og títt út nýjum eiginleikum, lagfæringum og uppfærslum í nánum tengslum við þróun þeirrar starfsemi sem hugbúnaðurinn á að duga fyrir.