Ellert Arnar Marísson

verkefnastjóri samstarfsverkefna

Ellert situr í öryggisnefnd Skógræktarinnar (frá mars 2019).

Hvammur Skorradal
Skógræktin, Hvammi Skorradal, 311 Borgarnesi

Mat á viðarmagni á Vesturlandi frá höfuðborgarsvæðinu vestur í Dali

Lokið
Arnór Snorrason

Ellert Arnar Marísson er alinn upp á Sauðárkróki í Skagafirði og Álaborg í Danmörku. Ellert útskrifaðist frá LBHÍ á Hvanneyri vorið 2016 með BS-próf í skógrækt- og landgræðslu með áherslu á skógrækt. Hann hefur meðal annars starfað hjá Skógrækt ríkisins (nú Skógræktinni) sem skógarhöggsmaður og hjá Vesturlandsskógum (nú Skógræktinni) við kortlagningu og eftirlit með gróðursetningum. Ellert hefur einnig rekið verktakafyrirtæki í gróðursetningu og skógarumhirðu frá árinu 2014. Ellert hóf MS-nám í skógfræði við LBHÍ á Hvanneyri haustið 2016 og var veturinn 2017-2018 í skiptinámi við SLU-háskólann í Alnarp í Svíþjóð þar sem hann lagði stund á Euroforester-nám.