Umhverfi, skipulag og lýðheilsa er sjö vikna námskeið á vegum Endurmenntunar LbhÍ sem hentar öllum sem hafa áhuga á að efla sig á sviði umhverfis- og skipulagsfræða. Það nýtist meðal annars arkitektum, landslagsarkitektum, hönnuðum, starfsfólki á umhverfis- og skipulagssviði sveitarfélaga og öðrum sem vilja endurmennta sig á þessum sviðum og efla þekkingu sína og færni.

Á námskeiðinu kynnast nemendur margþættum áhrifum umhverfis og skipulags á heilsu og líðan. Fjallað er um undirstöðuatriði heilbrigðis og helstu áhættuþætti og sjúkdóma sem skerða mest lífslíkur og lífsgæði á Íslandi. Einstök atriði eru m.a. áhrif umhverfis og skipulags á tækifæri fólks til hreyfingar, útivistar og aðgengis að hollum mat, hreinu lofti og vatni.

Nánar