Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur

Námskeiðið er endurmenntunarnámskeið ætlað öllum garðyrkjugræðingum sem vilja bæta þekkingu sýna og rifja upp og læra nýjar klippingar.  

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Á námskeiðinu verður fjallað um aðferðir við trjá- og runnaklippingar, bæði nýjar og gamlar. Einnig verður fjallað um lífsstarfsemi trjáa og muninn á heilbrigði þeirra í náttúrulegu umhverfi og borgarumhverfi. Hvernig bregst gróður við áreiti svo sem klippingum og hvernig er hægt að lágmarka skaða þegar tré eru snyrt. Fjallað verður um trjáklippingar og hvernig meta skal ástand trjágróðurs. Hvernig á að meta ástand trjáa áður en þau eru klippt svo hægt sé að gera sér grein fyrir því hvaða inngrip hentar hverju þeirra. Hvenær á að klippa og hvenær ekki. Einnig verður farið yfir hvaða klippingu mismunandi tegundir þurfa s.s. eðalrósir, klifurplöntur, skriðular plöntur ofl. Verklegar æfingar í mati á trjám og klippingum, auk þess sem farið verður lauslega í hvaða viðhald verkfæra.
Nemendur taki með sér verkfæri og vinnufatnað í samræmi við veður í verklega tíma.
 
Kennari: Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari, brautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar við LbhÍ.
 
Tími: Fim. 31. Jan og fös. 1. feb, kl. 09:00-15:00 (16 kennslustundir) í Reykjavík (nánar síðar)
 
Verð: 39.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og gögn innifalin í verði).
 
Skráning til 24. janúar.

Sækja um: Vefur Endurmenntunar LbhÍ