Fagráðstefna skógræktar verður haldin á Hótel Geysi í Haukadal 29.-30. mars undir yfirskriftinni Skógrækt 2030 – Græn ábyrg framtíð

Fagráðstefna skógræktar er haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands, Skógfræðingafélags Íslands og Bændasamtaka Íslands. Fyrri dagurinn verður með óhefðbundnu sniði í anda yfirskriftar ráðstefnunnar um græna ábyrga framtíð í skógrækt til 2030. Haldin verða stutt inngangserindi um þrjú umfjöllunarefni. Að því búnu verður efnt til pallborðsumræðna. Efnin sem tekin verða fyrir eru:

  1. Skógræktarstefna til 2030
  2. Kolefnisbinding, ný markmið, tækifæri og vottun
  3. Viðarafurðir

Seinni dagur ráðstefnunnar verður hefðbundnari og á dagskrá hans er nú óskað eftir erindum og veggspjöldum til kynningar á rannsóknum sem tengjast skógrækt landnýtingu, loftslagsmálum, skógum eða skyldum málaflokkum. Vegna óvissu um hvort hægt yrði að halda ráðstefnuna hefur ekki verið hægt að auglýsa fyrr. Því er skilafrestur stuttur eða til 1. mars 2022. Haft verður samband við höfunda fyrir 11. mars.

  • Skráningarfrestur erindis/veggspjalds er til 1. mars 2022

Skrá erindi/veggspjald

 

Skipulag ráðstefnu

Þriðjudagur 29.mars 2022

8:00-9:30

Skráning og kaffi

9:30-10:00

Upphaf ráðstefnu

10:00-11:30

Skógræktarstefna til 2030

10:00-10:50

Stutt inngangserindi

10:50-11:30

Pallborðsumræður

11:30-12:30

Matur

12:30-14:00

Kolefnisbinding, ný markmið, nýir aðilar, vottun

12:30-12:50

Stutt inngangserindi

13:20-13:50

Pallborðsumræður

13:50-14:10

Kaffi

14:10-15:40

Viðarafurðir til framtíðar

14:10-14:30

Stutt inngangserindi

14:50-15:30

Pallborðsumræður

15:30-15:45

Praktískar upplýsingar, taka sig til fyrir ferð

15:45-18:00

Ferð

   

19:30

Fordrykkur

20:00

Hátíðarkvöldverður

 

 

Miðvikudagur 30.mars 2022

9:00-15:30

Erindi