Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur

Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa í garðyrkju og/eða koma að rekstrarskoðunum á leiksvæðum.

Fjallað verður um leiksvæði barna, gerð leikvalla, staðsetningu, efnisval og fleira. Fjallað verður um þær reglugerðir og staðla sem gilda á Íslandi um leiktæki og leiksvæði. Nemendur kynnast þeirri vinnu sem þarf að fara fram í tengslum við rekstrarskoðanir á leiksvæðum og hvernig þessum skoðunum er háttað hjá sveitafélögunum. Einnig verður fjallað um leiktæki og leiksvæði við fjölbýlishús og á sumarbústaðarsvæðum í tengslum við ábyrgð hús- og lóðafélaga á öryggi þeirra. Á námskeiðinu verður sýnt hvar nálgast má gögn til að undirbúa rekstrarskoðun, verkleg kennsla í framkvæmd rekstrarskoðunar á meðalstóru/stóru leiksvæði og sýnd dæmi um hvað þarf að skoða sérstaklega við skoðanir af þessu tagi.

Kennari: Heiðar Smári Harðarson landslagsarkitekt, skrúðgarðyrkjumeistari og stundarkennari við LbhÍ.

Tími: þri. 19. mars kl. 9-15:30 og mið. 20. mars kl. 9-12 (12 kennslustundir) LbhÍ Keldnaholti, Árleyni22, 112 Reykjavík.

Verð: 29.000 kr. (Kaffi og hádegismatur innifalin í verði).

Skráning til 12. mars.

Sækja um