Aðventuskreytingar. Ljósmynd af vef LbhÍNú er tækifæri að ná tökum á aðventuskreytingum, meðal annars úr efniviði skógarins. Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands heldur námskeið um aðventu- og jólaskreytingar 16. nóvember í húsnæði skólans á Reykjum Ölfusi.

Námskeiðið er opið öllum og hentar sérstaklega vel þeim sem vinna í blómaverslunum eða hafa það í hyggju, sem og áhugafólki.

Tíminn frá fjórða sunnudegi fyrir jól og fram að jólum kallast aðventa eða jólafasta. Aðventan er samofinn blómum, greni og jólaskreytingum, allt gert til að undirbúa jólahátíðina og veita smá birtu inn í skammdegið.

Námskeið er byggt upp bæði sem sýnikennsla og verkleg kennsla. Settar verða saman í bland einfaldar og flóknari skreytingar sem hafa það sameiginlegt að tengjast jólum og aðventunni á einn eða annan máta.

Nemendur fá tækifæri til að setja saman sínar eigin jólaskreytingar með handleiðslu fagmanns og taka í lokin með sér heim afrakstur dagsins.

Kennsla: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir blómaskreytir og Valgerður Jódís Guðjónsdóttir blómaskreytir.

Tími:
Lau. 16. nóv, kl. 10-16 í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum  Ölfusi.

Verð:
27.900 kr. (Námsgögn, kaffi, hádegismatur og allt efni innifalið)

Skráning