Endurmenntun LbhÍ heldur í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur námskeið um áburðargjöf í garðyrkju. Það er ætlað öllum sem hafa áhuga á garðrækt og jarðrækt, sem og garðyrkjufræðingum, skrúðgarðyrkjufræðingum og þeim sem sinna garðaráðgjöf.

Farið verður yfir helstu grunnatriði um næringarefni og áburð, hlutverk áburðarefna í plöntum, hlutfall næringarefna og næringarskort, sýrustig og kölkun jarðvegs. Fjallað verður um helstu einkenni íslensk jarðvegs, jarðvegsbætur og undirbúning jarðvegs til ræktunar. Einnig um lífrænan áburð, notkun hans, helstu tegundir lífræns áburðar, kosti og galla ásamt áburðarskömmtum. Sömuleiðis um ólífrænan áburð, helstu tegundir tilbúins áburðar, hlutfall næringarefna í áburði og áburðarskammta.

  • Kennari: Jón Kr. Arnarson, garðyrkjufræðingur LbhÍ.
  • Tími: Mið. 24. mars, kl. 9-15 (7 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.
  • Verð: 29.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og gögn innifalin í verði).
  • Hagnýtar upplýsingar: Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám.