Hið eina sanna jólatré er í margra huga rauðgreni. Samt hefur það látið undan síga sem jólatré á Íslandi. Okkur gengur illa að láta það endast öll jólin í hlýjum og þurrum húsakynnum okkar. Ef vatnið lækkar niður fyrir stubbinn í jólatrésfætinum missir tréð safaspennu og hættir að geta dregið upp vatn. Þá þornar það fljótt upp og barrið fellur af. Það finnst okkur leitt.
Sitkalús er meðal þeirra fáu skordýra sem ekki leggjast í dvala yfir veturinn. Fullorðin dýr drepast ef frost fer niður í tólf til fjórtán stig og því gæti kuldakastið sem nú stendur yfir dregur úr hættu á sitkalúsafaraldri næsta sumar. Ólíklegt er aftur á móti talið að kuldinn hafi áhrif á asparglyttu, jafnvel þótt hún sé bjalla yfir veturinn, því líklega þolir hún mjög mikið frost.
Valdimar Reynisson, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi, kennir á námskeiði sem Endurmenntun LbhÍ heldur 21. janúar í samstarfi við Skógræktina um umhirðu ungskóga. Á námskeiðinu verður fjallað um mikilvægi umhirðu ungskóga og ávinning umhirðunnar enda mikilvægt að vanda vel til verka við framkvæmdir og sinna skógum vel strax frá upphafi.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir skógfræðingur kennir á námskeiði um skógarhönnun og landnýtingaráætlanir sem haldið verður á vegum Endurmenntunar LbhÍ í janúar 2023 í samvinnu við Skógræktina.
TreProx-verkefnið um nýsköpun í þjálfun og aðferðum við viðarframleiðslu og staðlagerð verður kynnt á fundi í húsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík mánudaginn 12. desember kl. 11. Aðgangur er öllum heimill og einnig verður kynningunni streymt á Youtube.