Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, segir
skipulagningu á skógrækt vera …
Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, segir
skipulagningu á skógrækt vera margþætta. Ljósmynd: Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, segir að huga þörfi að mörgu við skipulagningu skógræktar. Nú sé unnið að fyrstu landsáætlun í skógrækt til næstu tíu ára. Þar verði fjallað um allt sem tengist skógrækt og áhrifum skóga.

Ræktaðir skógar þekja í dag aðeins hálft prósent landsins og birkiskógar 1,5%,“ segir Hreinn. „Áætlanir eru uppi um aukna skógrækt og mikilvægt er að hún sé skipulögð í sátt við aðra landnýtingu og hagsmuni. Skógrækt er í dag vel skipulögð landnýting, sérstaklega ríkisstyrkt skógrækt.“ 

„Það má skipta skipulagi skógræktar í þrennt: fyrsta stigið snýr að ræktunaráætlunum á einstökum jörðum, næsta að landshlutaáætlunum og þriðja felur í sér áætlun á landsvísu,“ útskýrir Hreinn. „Í nýjum skógræktarlögum sem voru samþykkt á Alþingi í maí síðastliðnum bættust þær síðastnefndu við.“ 

Hreinn segir mikinn áhuga á skógrækt meðal landsmanna. Margir séu nú þegar virkir þátttakendur eða hafa skilað inn umsókn og bíða svara. „Nú eru um 650 þátttakendur í skógrækt á lögbýlum um land allt og um 100 umsóknir í ferli. Umsóknarferlið er nokkuð langt enda þarf að taka tillit til margra þátta þegar ný skógræktarlönd eru skipulögð,“ útskýrir Hreinn. 

Fagleg vinnubrögð einkenna ferlið. Skógræktarráðgjafar hafa umsjón með áætlanagerð og taka tillit til fjölda atriða sem hafa þarf til hliðsjónar. „Landið er skipulagt áður en skógrækt hefst og þarf samþykkt sveitarfélags áður en framkvæmdir hefjast. Skoða þarf hvort á landinu séu friðlýst náttúruverndarsvæði, fornminjar, vatnsból, vistkerfi og jarðminjar sem njóta verndar eða annað sem ekki er æskilegt að rækta skóg á. 

Nú er unnið að fyrstu Landsáætlun í skógrækt. Hún fjallarum stöðu og framtíð skógræktar í landinu næstu 10 árin. Í áætluninni verður fjallað um allt er tengist skógrækt og áhrifum á skóga. Stefnt er því að fyrsta landsáætlunin verði tilbúin haustið 2020 en fyrst mun hún verða til kynningar í samráðsgátt. Ítarlegri landshlutaáætlanir verða svo gerðar fyrir einstök sveitarfélög eða landshluta.

Sett á skogur.is: Pétur Halldórsson