Fagráðstefna skógræktar 2020 verður haldin á Hótel Geysi í Haukadal 18.-19. mars með þátttöku Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Afurða- og markaðsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni undir yfirskriftinni „Grænir sprotar og nýsköpun“. Skráning er nú hafin á vef Skógræktarinnar.

Ráðstefnan er að haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands.

Efni ráðstefnunnar

Erindi tileinkuð afurða- og markaðsmálum verða uppistaðan í dagskránni fyrri daginn en síðari daginn verða flutt erindi um fjölbreytileg efni sem snerta skógrækt og skógfræði- eða skógtæknileg efni. Fjöldi veggspjalda verður til sýnis og sérstök veggspjaldakynning síðari dag ráðstefnunnar. Í skoðunarferð verður meðal annars komið við í Laugarvatnsskógi þar sem er nýtt bálskýli úr íslensku timbri, reist eftir verðlaunatillögu.

Ráðstefnan kolefnisjöfnuð

Tvö tré verða gróðursett í Haukadalsskógi fyrir hvern þátttakanda á ráðstefnunni til að kolefnisjafna ferðalög og önnur umsvif sem af ráðstefnuhaldinu hlýst.

Skráning á ráðstefnuna

Nú er hafin skráning á Fagráðstefnu skógræktar 2020. Skráning fer fram á vef Skógræktarinnar og þar geta þátttakendur greitt ráðstefnugjald og hátíðarkvöldverð. Í ráðstefnugjaldi er innifalinn hádegisverður báða ráðstefnudagana og kaffihressing. Skoðunarferð er einnig innifalin í gjaldinu. Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að ganga frá skráningu.

Skráning á Fagráðstefnu skógræktar 2020

Gisting og morgunverður

Sérstakt tilboð í gistingu og morgunverð fyrir ráðstefnugesti er í boði á Hótel Geysi. Hafa þarf samband beint við hótelið ef óskað er eftir gistingu og morgunverði. Bent er á vef hótelsins, hotelgeysir.is, og netfangið geysir@geysircenter.is.

 

Dagskrá Fagráðstefnu skógræktar 2020

(með fyrirvara um mögulegar breytingar)

Miðvikudagur 18. mars

Fundarstjóri: Fjalar Sigurðarson

8.30-9.10 Skráning  
9.10-9.15
Gestir boðnir velkomnir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri
9.15-9.25
Setning ráðstefnu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður samtaka iðnaðarins
9.25-9.35 Nýsköpun í stóra samhenginu Sigríður Ingvarsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
9.40-9.45 Hugmyndasamkeppni um nýtingu skóga og skógarafurða á Íslandi- kynning Nýsköpunarmiðstöð Íslands og skógargeirinn
9.50-10.00 Stefna í afurða- og markaðsmálum skóga Björn Bjarndal Jónsson Skógræktinni, Hlynur Gauti Sigurðsson, LSE
9.55-10.05 Nýting viðar í „grænni byggð“ Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, Grænni byggð
10.05-10.30 Kaffihlé  
10.35-10.45
Nýting viðar í „grænni byggð“
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, Grænni byggð
10.50-11.05 Nýjar leiðir í nýtingu timburs Sigurður Ormarsson, Linnéuniversitetet
11.10-11.20 Af hverju eru timburstaðlar mikilvægir? Eiríkur Þorsteinsson, Trétækniráðgjöf slf.
11.25-11.30 Límtré úr íslensku timbri -  myndband
Logi Unnarson Jónsson, Límtré-Vírneti
11.35-11.45 Hvað getum við höggvið af timbri á Íslandi

Ólafur Eggertsson og Arnór Snorrason

11.50-12.00 Yfirlit um úrvinnslu timburs á Íslandi

Bergrún Þorsteinsdóttir og Sigríður Júlía
Brynleifsdóttir, Skógræktinni

12.05-13.00 Hádegisverður

 

 

Fundarstjóri: Fjalar Sigurðarson

13.00-1310 Framtíðarfræði - möguleg(ar) framtíð(ir) Nýsköpunarmiðstöð Íslands - Framtíðarsetur Íslands
13.15-13.25 Lífkol, hvað er það? Tom Fox, Fox Forestry LLC Bandaríkjunum
13.30-13.40 Þróun aðferða við að nota viðarafurðir
í fóður og matvæli
Birgir Örn Smárason, Matís
13.45-13.55 Stuðningsumhverfið í nýsköpun Sigurður Steingrímsson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
14.00-14.10 Byggingarefnið timbur Ólafur Wallevik, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
14.15-14.25 Drónamælingar, samanburður á viðarmagnsspá
með dróna og venjulegum mælingum
Sidney frá Alaska og Björn Traustason, Skógræktinni
14.30-14.45 Stutt kaffihlé  
14.45-14.55 Á klasahugmyndafræðin erindi við timburmenn Íslands?

Hannes Ottósson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands

15.00-15.10 TreProX Björn Bjarndal Jónsson, Skógræktinni
15.15-15.25 Lúpína Libbio Nýsköpunarmiðstöð Íslands
15.30-15.40 Áhrif skaðvalda á vöxt nytjatrjáa Halldór Sverrisson
15.45 Fyrirlestrum lokið, þátttakendur búa sig til ferðar  
16.00 Brottför að Laugarvatni  
     
19.00 Fordrykkur og fleira skemmtilegt  
20.00 Hátíðarkvöldverður  

 

Fimmtudagur 19. mars

Fundarstjóri: Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir

9.00-9.15 Skógur, kjarr, sauðfé og svarti dauði Egill Erlendsson, prófessor HÍ
9.20-9.35 Langtímaáhrif mismunandi áburðar á gróður,
kolefni og nitur í jarðvegi sandsvæða
Guðni Þorvaldsson, Hólmgeir Björnsson og Þorsteinn Guðmundsson, LbhÍ
9.40-9.50 Skógrækt á lögbýlum - reynsla og upplifun
þátttakenda (COST-verkefni)
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Arnór Snorrason, Skógræktinni
9.55-10.10 Viðarmagnsspá fyrir Vesturland Ellert Arnar Marísson, Skógræktinni
10.15-10.50 Kaffihlé og veggspjaldakynning  
10.50-11.05 Foreldragreiningar á íslenskum lerkiblendingum Sæmundur Sveinsson, Matís og Brynjar Skúlason, Skógræktinni
11.10-11.25 Áhrif skjóls á vöxt birkis Hallur Björgvinsson, Skógræktinni
11.30-11.45 Áhrif tegundablöndunar á lifun, vöxt
og kolefnisbindingu: 15 ára niðurstöður
Jón Hilmar Kristjánsson o.fl., LbhÍ
11.50-12.00 Aðferðafræði við mat á kolefnisforða
í skógum einkaaðila
Gústaf Jarl Viðarsson o.fl., LbhÍ
13.05-13.20 Áhrif loftslagsbreytinga á vöxt trjáa Edda Sigurdís Oddsdóttir, Skógræktinni
13.25-13.40 Áhrif jarðvegshlýnunar á magn, vaxtarhraða
og líftíma róta grenis
Páll Sigurðsson, LbhÍ
14.05-14.15 Samantekt og ráðstefnuslit  

Skráning á Fagráðstefnu skógræktar 2020

Undirbúningsnefnd Fagráðstefnu 2020

Bjarni D. Sigurðsson Landbúnaðarháskóla Íslands (bjarni@lbhi.is)
Brynja Hrafnkelsdóttir Skógfræðingafélagi Íslands (brynja@skogur.is)
Jón Ásgeir Jónsson Skógræktarfélagi Íslands
Hlynur G. Sigurðsson Landssamtökum skógareigenda
Sigríður Ingvarsdóttir Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Hreinn Óskarsson Skógræktinni
Björn Bjarndal Jónsson Skógræktinni
Harpa Dís Harðardóttir Skógræktinni
Ólafur Eggertsson Skógræktinni

Frétt á vef: Pétur Halldórsson