Húsgagnalína úr íslenskum viði verður frumsýnd á Hönnunarmars  28.-31. þessa mánaðar. Samhliða verður gefin út samnefnd bók „Skógarnytjar“. Með verkefninu er lagður grunnur að nýrri viðarmenningu sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu nýrrar auðlindar. Jafnframt er miðlað upplýsingum um framtíðarmöguleika.

Verkefnið „Skógarnytjar“ byggist á tveggja ára rannsóknar- og þróunarvinnu sem unnin hefur verið í samstarfi við alla helstu aðila í skógrækt á Íslandi.

Kynnt verður til sögunnar húsgagnalína unnin úr íslenskum viði, sem brúar bil á milli skógræktar og annars iðnaðar á landsvísu.

Samnefnd bók, „Skógarnytjar“, leggur grunn að nýrri viðarmenningu sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu nýrrar auðlindar og miðlar upplýsingum um framtíðarmöguleika.

Stóll og borð úr íslenskum viðiSýningin verður opnuð fimmtudaginn 28. mars klukkan 20 í Ásmundarsal við Freyjugötu í Reykjavík. Hún er opin öllum eins og hér segir:

  • Fim 28.03 kl. 20 - 22.30
  • Fös 29.03 kl. 08 - 22.30
  • Lau 30.03 kl. 08 - 22.30
  • Sun 31.03 kl. 08 - 22.30

Efnt verður til sérstaks viðburðar þegar bókin kemur formlega út. Það verður laugardaginn 30. mars milli klukkan 13 og 15.

Fylgjast má nánar með á Facebook-viðburði verkefnisins.

Texti: Pétur Halldórsson