Útivist í skógi og dvöl í nálægð við tré er andleg og líkamleg heilsubót. Ilmur af trjám eflir ónæmi…
Útivist í skógi og dvöl í nálægð við tré er andleg og líkamleg heilsubót. Ilmur af trjám eflir ónæmiskerfið á náttúrlegan hátt. Í Japan eru skógar nýttir til meðferðar gegn kvíða og þunglyndi

Á tímum kórónaveirunnar er fólk hvatt til útivistar ef aðstæður eru fyrir hendi. Því hefur Skógræktin á Hallormsstað rutt snjó í Trjásafninu á Hallormsstað til að fólk geti fengið sér göngutúr.

Hægt er að ganga frá Trjásafnsplani niður í safnið, út svokölluð Lambaból, upp á þjóðveg og inn að Trjásafnsplani aftur.

Að öðru leyti er upplagt að setja á sig gönguskíðin og ganga skógarvegina, sem eru fjölmargir.

Rétt er líka að minna á að hafa skal í huga tveggja metra regluna. Meðfylgjandi myndir tók Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður af nýruddum gönguleiðum í sólskininu á Hallormsstað í dag. Jafnframt fylgir mynd úr skemmu Skógræktarinnar í skóginum sem nú gegnir hlutverki kaffistofu því þar er meira pláss til að hafa nægilegt bil á milli fólks.

#þjóðskógar #skógræktin #utivist

Sett á vef: Pétur Halldórsson