Frá Skógardeginum mikla í Hallormsstaðaskógi. Mynd af vefnum
Frá Skógardeginum mikla í Hallormsstaðaskógi. Mynd af vefnum
Tilkynnt hefur verið að Skógardagurinn mikli sem fallið hefur niður undanfarin tvö ár vegna veirufaraldursins, verði haldinn laugardaginn 25. júní í Hallormsstaðaskógi.
 

Þetta kemur fram á Facebook-síðu viðburðarins og er eflaust mörgum fagnaðarefni. Undirbúningur fyrir viðburðinn er þegar hafinn og má búast við að marga þyrsti að taka þátt í þessum einstaka viðburði í sumar eftir langt hlé. Skógardagurinn mikli er fjölskylduhátíð í Hallormsstaðarskógi og fastir liðir á dagskránni þar eru Íslandsmót í skógarhöggi, grillveisla, og fjölbreytt skemmtidagskrá með tónlist og fleiri atriðum. Auðvitað er svo eldað ketilkaffi að skógarmannasið sem er ómissandi þáttur í skógarhátíðum.

 Texti: Pétur Halldórsson