Íslenskir kennarar geta tekið þátt í samkeppni um myndband sem sýni hvernig íslensk skólabörn eru fr…
Íslenskir kennarar geta tekið þátt í samkeppni um myndband sem sýni hvernig íslensk skólabörn eru frædd um mikilvægi skóga. Mynd: FAO

Samstarfsnet kynningarfólks í evrópska skógargeiranum auglýsir eftir myndböndum frá kennurum um hvernig skólabörn séu frædd um skóga. Skilafrestur myndbanda hefur verið framlengdur til 31. janúar 2019.

Þetta samstarfsnet er á vegum skógasviðs FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Tilefni samkeppninnar er alþjóðlegur dagur skóga 2019 sem að þessu sinni er helgaður skógum og fræðslu. Alþjóðlegur dagur skóga er 21. mars ár hvert á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Til að vekja athygli á þessum degi er kennurum og leiðbeinendum í skólum vítt og breitt um Evrópu boðið að senda inn stutt myndbönd sem sýni hvernig uppvaxandi kynslóðir séu fræddar um mikilvægi skóga.

Sigurvegaranum í samkeppninni verður boðið til Rómaborgar á alþjóðlegum degi skóga, 21. mars 2019, til að taka þátt í hátíðahöldum.

Skilafrestur myndbanda er 31. janúar 2019.

#IntlForestDay  #Althjodlegurdagurskoga