Gauti Halldórsson, bóndi í Engihlíð, segir frá landgræðslu og hugmyndum um beitarskógrækt. Ljósmynd:…
Gauti Halldórsson, bóndi í Engihlíð, segir frá landgræðslu og hugmyndum um beitarskógrækt. Ljósmynd: Guðríður Baldvinsdóttir

„Staðvinnustofur þátttakenda í Loftslagsvænum landbúnaði“ voru haldnar á dögunum, bæði í Engihlíð í Vopnafirði og Butru í Fljótshlíð. Þátttakendur á Norður- og Austurlandi, ásamt ráðunautum RML, Landgræðslunnar og Skógræktarinnar, komu saman í Engihlíð og skiptust þar á skoðunum, ásamt því að bændur á bænum greindu frá sínu mikla starfi í landbúnaði, landgræðslu og skógrækt.

Björn Halldórsson segir frá endurheimt votlendis og nytjaskógrækt. Ljósmynd: Guðríður BaldvinsdóttirGóðar og fróðlegar samræður einkenndu daginn ásamt einstöku blíðviðri. Meðfylgjandi myndir tók Guðríður Baldvinsdóttir skógrækttarráðgjafi á þessum fallega degi.

Loftslagsvænn landbúnaður er samstarfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML), Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sem hófst í ársbyrjun 2020 þegar fimmtán sauðfjárbúum var boðin þátttaka. Verkefnið hefur stækkað jafnt og þétt og eru nú 27 sauðfjárbú þátttakendur og síðan bættust fjórtán bú í nautgriparækt við haustið 2021. Hvert þátttökubú vinnur að verkefninu í fjögur til fimm ár í senn.

Stjórn verkefnisins skipa fulltrúar RML, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar en jafnframt kemur að verkefninu fjölbreyttur hópur ráðgjafa þessara samstarfsstofnana. Í maímánuði var auglýst eftir  fimmtán nýjum búum í nautgriparækt til þátttöku í Loftslagsvænum landbúnaði og rann umsóknarfrestur út 20. júní. Verkefni þessara nýju búa hefjast í sumarlok.

Sett á vef: Pétur Halldórsson

Útsýni yfir lerkiskógarlund og endurheimt votlendi á láglendinu. Ljósmynd: Guðríður Baldvinsdóttir