Gott er að kunna góð skil á þeim sveppum sem vaxa úti í náttúrunni og vita hverja skuli láta í friði…
Gott er að kunna góð skil á þeim sveppum sem vaxa úti í náttúrunni og vita hverja skuli láta í friði þrátt fyrir fegurð þeirra. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Endurmenntun LbhÍ stendur fyrir námskeiði um sveppi og sveppatínslu laugardaginn 31. ágúst í samvinnu við Iðuna fræðslusetur. Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógfræðingur og prófessor, kennir og námskeiðið fer fram á Keldnaholti í Reykjavík.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fræðast um sveppi sem finna má á Íslandi og henta í matargerð og hvaða sveppir henta ekki.

Námskeiðið skiptist í tvennt. Fyrri hlutinn er á formi fyrirlestra og sýnikennslu í greiningu og frágangi sveppa en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi til verklegrar kennslu. Nemendur fara þá út ásamt kennara og fá aðstoð og kennslu við þær aðferðir sem notaðar eru til að tína matarsveppi. Þá læra nemendur að greina og hreinsa sveppi. Fjallað verður um helstu geymsluaðferðir sveppa og eins helstu nýtingarmöguleika. Bjarni Diðrik kynnir jafnframt bók sína, „Sveppahandbókin – 100 tegundir íslenskra villisveppa“ og þátttakendum býðst að kaupa hana á niðursettu verði ef þeir svo kjósa.

  • Kennsla: Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógfræðingur og prófessor við LbhÍ
  • Tími: Lau. 31. ágúst kl. 10-17 (7 kennslustundir) hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík og nærliggjandi skóglendi
  • Verð: 17.900 kr. (innifalin eru námsögn og kennsla, en ekki hádegismatur)

Skráning