Líffræðiráðstefnan fer fram í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, og húsnæði Íslenskrar erfðagr…
Líffræðiráðstefnan fer fram í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, og húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar.

Á Líffræðiráðstefnunni sem haldin verður dagana 14.-16 október stendur Skógræktin fyrir málstofu undir þemanu Loftslagsbreytingar og skógrækt – tækifæri og áskoranir í skóglausu landi. Ráðstefnan fer fram annað hvert ár og er nú haldin í tíunda sinn.

Málstofan er á dagskrá kl. 13.15 á laugardag, 16. október, og verður í sal N 132 í Öskju. Flutt verða eftirfarandi valin erindi og á eftir verða umræður.

  • Skógar og skógrækt í nýtingu lands – Björn Traustason, landfræðingur, Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktar
  • Áhrif skóga og skógræktar á bindingu og losun gróðurhúsalofttegunda – Arnór Snorrason, skógfræðingur, Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktar
  • Áhrif skógræktar á uppsöfnun kolefnis í jarðvegi – Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor, Landbúnaðarháskóli Íslands
  • Er Ísland að sökkva í skóg? – sjálfsáning trjátegunda á Íslandi – Bjarki Þ. Kjartansson, landfræðingur, Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktar
  • Mismunandi mótstaða birkikvæma gegn skaðvöldum – Brynja Hrafnkelsdóttir, skordýrafræðingur, Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktar

Málstofustjóri verður Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar

Nánar um Líffræðiráðstefnuna 2021

Líffræðiráðstefnan fer fram í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, og í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. Ráðstefnan sem haldin er annað hvert ár spannar alla líffræði og veltur breiddin á framlagi þátttakenda. Þetta er stærsti viðburður sinnar tegundar hérlendis og er ráðstefnan nú  nú haldin í 10. sinn. Á ráðstefnunni kemur saman stór hluti vísindafólks á þessu sviði hérlendis og fulltrúar nær allra stofnana og fyrirtækja sem tengjast lífvísindaheiminum á Íslandi. Ráðstefnan er eins og alltaf opin almennu áhugafólki um líffræði.

Skráning

 Dagskrá

Öndvegisfyrirlesarar

  • Eiríkur Steingrímsson, prófessor í sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands og formaður stjórnar European Molecular Biology Laboratory (EMBL)
  • Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá Íslenskri erfðagreiningu
  • Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í plöntuvistfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
  • Detlev Arendt, þróunarlíffræðingur við European Molecular Biology Laboratory (EMBL) og heiðursprófessor við Rupprechts-Karl-Universität í Heidelberg
  • Johannes Krause, prófessor í þróunarmannfræði við Max Planck Institute for Evolutionary Anthropology
  • Haseeb Randhawa, lektor í sjávarlíffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

Sérstakar málstofur

Líffræðifélag Íslands skipuleggur Líffræðiráðstefnuna í samstarfi við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ, Íslenska erfðagreiningu, Lífvísindasetur HÍ, Hafrannsóknastofnun og fleiri stofnanir og fyrirtæki innanlands, meðal annars Skógræktina.

Texti: Pétur Halldórsson