Frá jólamarkaðnum á Vöglum. Ljósmynd: Benjamín Örn Davíðsson
Frá jólamarkaðnum á Vöglum. Ljósmynd: Benjamín Örn Davíðsson

Frá 1. desember er opið í starfstöð Skógræktarinnar á Vöglum í Vaglaskógi fyrir fólk sem vill koma og kaupa sér jólatré og greinar. Hinn árlegi jólamarkaður Skógræktarinnar í Vaglaskógi verður líka haldinn þar laugardaginn 7. desember frá kl. 13 til 17.

Mynd: Benjamín Örn DavíðssonHandverksfólk úr Þingeyjarsveit og nágrenni verður með fjölbreyttan varning til sölu.

Til sölu verða einnig jólatré, greinar, arinviður og fleira úr Vaglaskógi

Nemendur úr Stórutjarnaskóla verða með kaffisölu fyrir ferðasjóð sinn.

Sjáumst í jólaskapi í skóginum!

Upplýsingar um fleiri viðburði tengdar jólum, jólatrjám og skógum á aðventunni má finna hér.

Texti: Pétur Halldórsson