Ráðstefna um loftslagsmál verður haldin föstudaginn 1. mars í stofu 102 á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Rúmur tugur vísindamanna heldur erindi um margvíslega þætti loftslagsmála.

Í tilkynningu segir að á almennum vettvangi sé mikið rætt um þá ógn sem stafar af hnattrænni hlýnun vegna aukins koltvíoxíðs í andrúmslofti, loftslagsbreytingum henni samfara og áhrifum þeirra á veðurfar og vistkerfi okkar. Um þetta verður fjallað á ráðstefnunni og leitast við að útskýra hina eðlis- og efnafræðilegu ferla, sem stýra loftslagi á jörðu. Ráðstefnan er á vegum verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Ráðstefnan verður í stofu 102 á Háskólatorgi. Hún hefst kl. 13.10 og lýkur um kl. 17. Fundarstjóri verður Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfis-og byggingarverkfræðideild.

Dagskrá ráðstefnunnar

13.00 Ráðstefnan sett. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherra umhverfis- og auðlindamála
13.10 Jón Atli Benediktsson, rektor H.Í., flytur ávarp

13.15 Helga Barðadóttir, sérfræðingur,umhverfis-og auðlindaráðuneyti. Stefnumótun og skuldbindingar í loftslagsmálum
13.30 Júlíus Sólnes, prófessor emerítus við umhverfis-og byggingarverkfræðideild. Orkuójafnvægi jarðkerfisins og hlýnun heimshafanna
13.45 Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður viðJarðvísindastofnun Háskólans. Kolefnisbúskapur jarðar
14.00 Steffen Mischke, prófessor við jarðvísindadeild. The climate of the Earth during the last one million years
14.15 Hera Guðlaugsdóttir, loftslagssérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Áhrif eldgosa á loftslag
14.30 Helgi Björnsson, prófessor emerítus við jarðvísindadeild. Jöklar á hverfanda hveli.

14.45-15.30 Kaffihlé (kaffiveitingar í boði verkfræði- og náttúruvísindasviðs)

15.30 Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur á Veðurstofu Íslands. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á hafstrauma og sjávarstöðu.
15.45 Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfræðingur við Hafrannsóknastofnun. Súrnun sjávar og vistkerfi hafsins.
16.00 Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur og aðjúnkt við umhverfis-og byggingarverkfræðideild og verkefnisstjóri hjá Raunvísindastofnun. Áhrif loftslagsbreytinga á land; skriðuföll og önnur náttúruvá.
16.15 Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor við líf-og umhverfisvísindadeild. Gróður og vistkerfi í hlýnandi loftslagi.
16.30 Gísli Már Gíslason, prófessor við líf-og umhverfisvísindadeild. Áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi straumvatna.
16.45 Ráðstefnuslit. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Prófessor við líf-og umhverfisvísindadeild

17.00 Léttar veitingar