Dróni skoðar skóg. Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Dróni skoðar skóg. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar, auglýsir eftir háskólanema í verkefnið „Nákvæmni mælinga með drónamyndum á áhrifum á íslensk gróðurvistkerfi“.

Verkefnið fékk styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. Enn fremur er gert ráð fyrir að viðkomandi aðstoði við önnur verkefni á rannsóknasviði.

Menntun og hæfni:

  • Nám í raunvísindum
  • Áhugi á skógrækt og náttúruvísindum er nauðsynlegur
  • Óskað er eftir samviskusömum einstaklingi með góða færni í samskiptum og samstarfi
  • Gott líkamlegt atgervi er nauðsynlegt
  • Góð tölvufærni og almenn tölvuþekking er nauðsynleg, þ.m.t. á Outlook, Word og Excel
  • Námsmenn í skógfræði, skógtækni eða skyldum greinum ganga fyrir

Skilyrði er að umsækjandi hafi verið í námi á vorönn 2023 og sé skráður í nám á haustönn 2023.

Nánari upplýsingar veita Brynja Hrafnkelsdóttir brynja@skogur.is og Edda Sigurdís Oddsdóttir edda@skogur.is.