Mynd úr bæklingi Vinnuverndarskólans, Námsframboð vorið 2021
Mynd úr bæklingi Vinnuverndarskólans, Námsframboð vorið 2021

Vorið 2021 býður Vinnuverndarskóli Íslands breitt úrval námskeiða á sviði vinnuverndar. Þetta verða bæði opin fjarnámskeið sem nemendur geta hafið hvenær sem er og ástundað á eigin hraða sem og námskeið með vinnustofu sem bjóða upp á að dýpka skilninginn með lifandi umræðum og endurgjöf leiðbeinanda.

Frá þessu segir á vef Vinnuverndarskólans. Á opnum fjarnámskeiðum geta nemendur skráð sig og hafið nám samdægurs. Allt efni er þegar aðgengilegt og hægt að skoða það eins oft og hver og einn þarf. Árangur innan opinna námskeiða er iðulega mældur með stuttum krossaprófum sem ljúka þarf áður en haldið er áfram í næsta hluta efnisins. Til stendur að bæta námskeiðum um skipskrana og hafnarkrana við framboð opinna fjarnámskeiða á næstu misserum.

Vorið 2021 býður Vinnuverndarskólinn eftirfarandi opin námskeið:

Námsframboð Vinnuverndarskóla Íslands er í stöðugri þróun og fjölgar námskeiðum títt. Á lista skólans eru nú 15 námskeið með vinnustofum en þrenn bættust við nú um áramótin. Það eru námskeið um hættuleg efni, um vinnu í lokuðu rými sem og námskeið um vinnuverndarstarf á skrifstofu.

Sett á skogur.is: Pétur Halldórsson