Betri þekking á viðhorfi fólks til skóga og þeim gildum sem fólk tengir við skóga gerir ráðamönnum a…
Betri þekking á viðhorfi fólks til skóga og þeim gildum sem fólk tengir við skóga gerir ráðamönnum auðveldara um vik að skipuleggja aðgerðir í aðkallandi málefnum eins og loftslagsmálum. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Ástæða er til að hvetja Íslendinga til að taka þátt í könnun sem Boku, náttúruauðlinda- og líf­vís­inda­há­skól­inn í Vínarborg leggur nú fyrir Evrópubúa. Þar eru könnuð viðhorf fólks í Evrópulöndum til skóga og hvaða gildi fólk telur að skógar hafi.

Með könnuninni vilja vísindamenn öðlast betri skilning á því hvernig fólk lítur á og tengist skógum og skóglendi. Með því verði auðveldara fyrir ráðamenn að takast á við aðkallandi úrlausnarefni með ráðum sem falli fólki í geð.

Að könnuninni stendur rannsóknarteymi vísindafólks við Boku, Universität für Bodenkultur Wien. Háskóli þessi starfar einkum á sviði auðlinda á landi og lífvísinda.

Alls tekur um 20-25 mínútur að svara könnuninni sem nær yfir allítarlegt svið. Ekki þarf að svara könnuninni í einum rykk því hægt er að vista það sem búið er að svara og halda áfram síðar. Þátttakendur eru beðnir að svara eins nákvæmlega og þeim er unnt.

Öll svör verða ópersónugreinanleg og farið með þau eftir ströngustu persónuverndarreglum (GDPR - Gen­er­al Data Protection Regulation). Gögnin sem safnast verða eingöngu notuð í þessu tiltekna rann­sókn­ar­verk­efni. Könnunin er hluti af verkefni sem kallast POLYFORES. Þetta er rannsókn á gildum skóga sem margir Evrópskir háskólar vinna að í sameiningu.

Nánari upplýsingar gefur Marcel Mallow í síma 00 43 1 47654-73219 eða með tölvupósti.

Taka könnunina