Matvælaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Lagt er til að ný stofnun heiti Land og skógur. Skila má inn umsögnum um drögin til 1. febrúar. Ef lög verða samþykkt tæki ný stofnun formlega til starfa um næstu áramót.
Þorbergur Hjalti Jónsson, skóghagfræðingur og sérfræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, er höfundur nýrrar greinar í Riti Mógilsár þar sem fjallað er um markaðsverð skógareignar. Þar ber hann saman sjö aðferðir til að meta markaðsverð á skógi í einkaeign á Stóra-Bretlandi. Í ljós kemur að svokölluð sjálfbærniaðferð reynist best til að gefa óskekkt virðismat og er mælt með henni við mat á markaðsverðmæti skóga á Íslandi.
Endurmenntun græna geirans hjá Garðyrkjuskólanum - FSU heldur námskeið í fellingu trjáa og grisjun með keðjusög á Tálknafirði dagana 17. til 19. febrúar.
Endurmenntun græna geirans hjá Garðyrkjuskólanum - FSU heldur námskeið í fellingu trjáa og grisjun með keðjusög á Reykjum í Ölfusi dagana 24. til 26. janúar. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.
Skógræktin óskar eftir að ráða starfsfólk í fullt starf við starfstöðvar sínar í Hvammi Skorradal, Vaglaskógi, Hallormsstaðaskógi og Tumastöðum Fljótshlíð. Leitað er að öflugu fólki sem er tilbúið að takast á við fjölbreytt störf við ræktun og umhirðu skóga. Á Tumastöðum er að auki vinna við ræktunarstöð.